Vonar að þjóðin hafi skemmt sér yfir baráttunni við vindmylluna Tryggvi Páll Tryggvason og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 4. janúar 2022 20:46 Ásgeir Guðjónsson, einn af sprengjusérfræðingum Landhelgisgæslunnar stóð vaktina í dag. Vísir Ásgeir Guðjónsson, einn af sprengjusérfræðingum Landhelgisgæslunnar sem kom að því að fella vindmylluna í Þykkvabæ, segir að verkefnið sé með því flóknara sem hafi komið inn á borð þeirra. Um 100 kíló af sprengiefni voru notuð til að fella vindmylluna. Barátta Landhelgisgæslunnar við vindmylluna í dag hefur vakið mikla athygli en niður fór hún eftir sex sprengjuhleðslur og átta tíma. Ákveðið var að fella vindmylluna eftir að hún brann á nýársnótt, svo koma mætti í veg fyrir tjón vegna vonskuveðurs sem von er á. „Þetta var mjög flókið og stórt viðfangsefni fyrir okkur,“ sagði Ásgeir kampakátur með afrakstur vinnudagsins í viðtali við Lillý Valgerði Pétursdóttur fréttamann og Arnar Halldórsson tökumann sem staðið hafa vaktina í Þykkvabæ í allan dag. „Já, það fór svolítið meira í þetta en við reiknuðum út. Miðað við okkar útreikninga sem við gerðum í gærkvöldi þá hefði hann átt að falla fyrir myrkur,“ sagði Ásgeir en horfa má á viðtalið við hann í heild sinni hér að neðan. Lítill tími fékkst í undirbúning enda allir í kapp við veðrið. Ásgeir reiknaði þó með að vindmyllan myndi falla fyrr en hún gerði. „Svona tvö, þrjú, fjögur kannski en það er alltaf erfitt að segja. Svona verkefni eru yfirleitt viku í undirbúning. Við fengum sólarhring tæpan. Þetta þurfti að klárast fyrir miðnætti áður en lægðin kemur inn,“ sagði Ásgeir. Með flóknustu verkfræðisprengingum sem hægt er að gera Þetta var sem fyrr segir afar flókið verkefni. „Þetta er tveggja sentimetra þykkt stál og að fella svona hring í stálformi er gríðarlega flókið verkefni. Þetta er ekki auðvelt og eru í rauninni flóknustu verkfræðisprengingar sem menn gera. Við erum vissulega sprengjusérfræðingar en þetta er ekki daglegt hjá okkur að sprengja svona. Þetta er flókið og krefjandi og mikið af útreikningum.“ Ásgeir segir að myllan hafi fallið í hárrétta átt, miðað við væntingar sveitarinnar. Um 100 kíló af sprengiefni hafi verið notuð, í mörgum litlum sprengingum. Hann segir að vissulega hefði verið hægt að nota allt sprengiefnið í einu, en það hefði valdið tjóni. Lykilatriðið hafi verið að notast við margar litlar sprengingar. Þúsundir fylgdust með aðgerðum Ásgeirs og félaga í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi. Ásgeir vonar að þeir sem fylgdust með hafi skemmt sér vel. „Við höfum ekkert að fela, ekki í þessu verkefni. Engin mistök og neitt sem gerist í þessu verkefni og ef það gerist þá er það bara þannig. Við erum með breitt bak og tökum það bara á okkur.“ Eru allir sáttir eftir daginn? „Við erum allavega mjög sáttir og ég bara vona að þjóðin hafi skemmt sér við þetta í dag og haft eitthvað annað að hugsa um.“ Vindmyllur í Þykkvabæ Rangárþing ytra Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Baráttu Gæslunnar við vindmylluna lokið Eftir sex tilraunir hafði sprengjusveit Landhelgisgæslunnar loks betur í baráttunni við vindmylluna í Þykkvabæ. Vindmyllan féll til jarðar klukkan um klukkan hálf átta í kvöld, átta klukkustundum eftir að aðgerðir hófust á vettvangi. 4. janúar 2022 19:47 „Það er mjög seigt í turninum“ Það hefur reynst mun erfiðara en reiknað var með að fella vindmylluna í Þykkvabæ. Eftir fimm tilraunir sprengjusveitar Landhelgisgæslunnar er nú beðið eftir fleiri hleðslum frá Reykjavík. 4. janúar 2022 19:03 Twitter fylgist með sprengingunum: „Aldrei haldið jafn mikið með neinu og þessari vindmyllu“ Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar hefur í dag gert nokkrar tilraunir til þess að sprengja niður vindmylluna í Þykkvabæ sem eyðilagðist í bruna í miklu roki á nýársdag. Aðgerðir á vettvangi standa nú yfir og eru í beinni útsendingu hér á Vísi. 4. janúar 2022 18:16 Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Fleiri fréttir Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Sjá meira
Barátta Landhelgisgæslunnar við vindmylluna í dag hefur vakið mikla athygli en niður fór hún eftir sex sprengjuhleðslur og átta tíma. Ákveðið var að fella vindmylluna eftir að hún brann á nýársnótt, svo koma mætti í veg fyrir tjón vegna vonskuveðurs sem von er á. „Þetta var mjög flókið og stórt viðfangsefni fyrir okkur,“ sagði Ásgeir kampakátur með afrakstur vinnudagsins í viðtali við Lillý Valgerði Pétursdóttur fréttamann og Arnar Halldórsson tökumann sem staðið hafa vaktina í Þykkvabæ í allan dag. „Já, það fór svolítið meira í þetta en við reiknuðum út. Miðað við okkar útreikninga sem við gerðum í gærkvöldi þá hefði hann átt að falla fyrir myrkur,“ sagði Ásgeir en horfa má á viðtalið við hann í heild sinni hér að neðan. Lítill tími fékkst í undirbúning enda allir í kapp við veðrið. Ásgeir reiknaði þó með að vindmyllan myndi falla fyrr en hún gerði. „Svona tvö, þrjú, fjögur kannski en það er alltaf erfitt að segja. Svona verkefni eru yfirleitt viku í undirbúning. Við fengum sólarhring tæpan. Þetta þurfti að klárast fyrir miðnætti áður en lægðin kemur inn,“ sagði Ásgeir. Með flóknustu verkfræðisprengingum sem hægt er að gera Þetta var sem fyrr segir afar flókið verkefni. „Þetta er tveggja sentimetra þykkt stál og að fella svona hring í stálformi er gríðarlega flókið verkefni. Þetta er ekki auðvelt og eru í rauninni flóknustu verkfræðisprengingar sem menn gera. Við erum vissulega sprengjusérfræðingar en þetta er ekki daglegt hjá okkur að sprengja svona. Þetta er flókið og krefjandi og mikið af útreikningum.“ Ásgeir segir að myllan hafi fallið í hárrétta átt, miðað við væntingar sveitarinnar. Um 100 kíló af sprengiefni hafi verið notuð, í mörgum litlum sprengingum. Hann segir að vissulega hefði verið hægt að nota allt sprengiefnið í einu, en það hefði valdið tjóni. Lykilatriðið hafi verið að notast við margar litlar sprengingar. Þúsundir fylgdust með aðgerðum Ásgeirs og félaga í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi. Ásgeir vonar að þeir sem fylgdust með hafi skemmt sér vel. „Við höfum ekkert að fela, ekki í þessu verkefni. Engin mistök og neitt sem gerist í þessu verkefni og ef það gerist þá er það bara þannig. Við erum með breitt bak og tökum það bara á okkur.“ Eru allir sáttir eftir daginn? „Við erum allavega mjög sáttir og ég bara vona að þjóðin hafi skemmt sér við þetta í dag og haft eitthvað annað að hugsa um.“
Vindmyllur í Þykkvabæ Rangárþing ytra Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Baráttu Gæslunnar við vindmylluna lokið Eftir sex tilraunir hafði sprengjusveit Landhelgisgæslunnar loks betur í baráttunni við vindmylluna í Þykkvabæ. Vindmyllan féll til jarðar klukkan um klukkan hálf átta í kvöld, átta klukkustundum eftir að aðgerðir hófust á vettvangi. 4. janúar 2022 19:47 „Það er mjög seigt í turninum“ Það hefur reynst mun erfiðara en reiknað var með að fella vindmylluna í Þykkvabæ. Eftir fimm tilraunir sprengjusveitar Landhelgisgæslunnar er nú beðið eftir fleiri hleðslum frá Reykjavík. 4. janúar 2022 19:03 Twitter fylgist með sprengingunum: „Aldrei haldið jafn mikið með neinu og þessari vindmyllu“ Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar hefur í dag gert nokkrar tilraunir til þess að sprengja niður vindmylluna í Þykkvabæ sem eyðilagðist í bruna í miklu roki á nýársdag. Aðgerðir á vettvangi standa nú yfir og eru í beinni útsendingu hér á Vísi. 4. janúar 2022 18:16 Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Fleiri fréttir Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Sjá meira
Baráttu Gæslunnar við vindmylluna lokið Eftir sex tilraunir hafði sprengjusveit Landhelgisgæslunnar loks betur í baráttunni við vindmylluna í Þykkvabæ. Vindmyllan féll til jarðar klukkan um klukkan hálf átta í kvöld, átta klukkustundum eftir að aðgerðir hófust á vettvangi. 4. janúar 2022 19:47
„Það er mjög seigt í turninum“ Það hefur reynst mun erfiðara en reiknað var með að fella vindmylluna í Þykkvabæ. Eftir fimm tilraunir sprengjusveitar Landhelgisgæslunnar er nú beðið eftir fleiri hleðslum frá Reykjavík. 4. janúar 2022 19:03
Twitter fylgist með sprengingunum: „Aldrei haldið jafn mikið með neinu og þessari vindmyllu“ Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar hefur í dag gert nokkrar tilraunir til þess að sprengja niður vindmylluna í Þykkvabæ sem eyðilagðist í bruna í miklu roki á nýársdag. Aðgerðir á vettvangi standa nú yfir og eru í beinni útsendingu hér á Vísi. 4. janúar 2022 18:16