Innlent

Megna fíkniefnalykt lagði úr stöðvaðri bifreið

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Það var heldur rólegt á vaktinni hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt.
Það var heldur rólegt á vaktinni hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Vísir/Vilhelm

Helstu verkefni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt snéru að umferðareftirliti en í einu tilvikinu hugðist lögregla stöðva bifreið þar sem ökuljós hennar voru ekki tendruð.

Ökumaðurinn sinnti hins vegar ekki stöðvunarmerkjum lögreglu og jók ökuhraðann. Eftir nokkurn eltingaleik gaf hann eftir og stöðvaði bifreiðina en þá kom í ljós að um var að ræða 15 ára réttindalausan ungling.

Foreldri kom á lögreglustöð og sótti  unglinginn.

Í öðru tilviki var bifreið stöðvuð í póstnúmerinu 108 en þegar betur var að gáð lagði megna fíkniefnalykt úr bílnum. Ökumaðurinn heimilaði leit í bifreiðinni, þar sem ætluð fíkniefni fundust.

Maðurinn var kærður fyrir vörslu fíkniefna og þau haldlögð.

Í sama hverfi barst tilkynning um húsbrot og þjófnað, þar sem farið var inn og tölvu stolið. Þá barst tilkynning um gróðureld í póstnúmerinu 112.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×