Húðflúrlistamenn uggandi vegna banns gegn algengum efnum í húðflúrbleki Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. janúar 2022 08:10 Húðflúrlistamenn segja engar óyggjandi sannanir fyrir hendi um tengsl húðflúra og krabbameins. Evrópskir húðflúrlistamenn eru uggandi vegna nýs banns Evrópusambandsins við þúsundum efna sem finna má í lituðu bleki sem notað er við húðflúrun. Bannið tók gildi í gær og nær til efna sem Evrópusambandið segir geta valdið krabbameinum og öðrum heilsufarsvandamálum. Sambandið segir bannið munu draga úr tilfellum þar sem húðflúrun veldur ofnæmisviðbrögðum. Húðflúrlistamenn segja hins vegar að erfitt verði að finna blek nú þegar bannið hefur tekið gildi og þá sé hætt við því að það blek sem kemur í staðinn verði litadaufara en það sem hefur verið notað hingað til. Bannið komi ofan á þá erfiðleika sem húðflúrarar hafa mætt í kórónuveirufaraldrinum, þar sem sóttvarnaaðgerðir hafa sett rekstrinum töluverðar skorður. Bannið virðist munu hafa mest áhrif á notkun litaðs bleks og húðflúrarar segja hætt við að ekki verði hægt að ná fram jafn sterkum litum og áður. Evrópusambandið áætlar að um 12 prósent íbúa Evrópu séu með húðflúr. Fjöldi húðflúraðra er talinn vera einn af hverjum fimm í Þýskalandi og þá áætla yfirvöld í Belgíu að landsmenn fái sér samtals um hálfa milljón nýrra húðflúra á ári hverju. Umrætt bann var samþykkt árið 2020 og nær til um fjögur þúsund efna, þeirra á meðal ísóprópanól alkóhól, sem er algengt efni í húðflúrbleki. Forsvarsmenn Evrópusambandsins segja hins vegar mögulegt að nota önnur efni í staðinn. Efnastofnun Evrópusambandsins segir efnin gera blekið hættulegt, þar sem þau geti valdið ofnæmi, krabbameini og jafnvel genabreytingum. Þýski húðsjúkdómasérfræðingurinn Wolfgang Baumler sagði í samtali við Die Zeit að hann og kollegar hans hefðu gert könnun meðal 3.400 einstaklinga árið 2010 og að tveir þriðju hefðu sýnt einhvers konar ofnæmisviðbrögð eftir húðflúrun og að sex prósent hefðu enn fundið fyrir þeim nokkrum vikum síðar. Húðflúrlistamenn segja hins vegar ekkert liggja fyrir sem sannar að húðflúr séu krabbameinsvaldandi og þeir óttist að bannið verði til þess að fleiri húðflúr verði gerð utan laga og reglna. Frekari takmarkanir taka gildi eftir ár, sem munu takmarka mjög notkun blás og græns. BBC greindi frá. Húðflúr Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira
Bannið tók gildi í gær og nær til efna sem Evrópusambandið segir geta valdið krabbameinum og öðrum heilsufarsvandamálum. Sambandið segir bannið munu draga úr tilfellum þar sem húðflúrun veldur ofnæmisviðbrögðum. Húðflúrlistamenn segja hins vegar að erfitt verði að finna blek nú þegar bannið hefur tekið gildi og þá sé hætt við því að það blek sem kemur í staðinn verði litadaufara en það sem hefur verið notað hingað til. Bannið komi ofan á þá erfiðleika sem húðflúrarar hafa mætt í kórónuveirufaraldrinum, þar sem sóttvarnaaðgerðir hafa sett rekstrinum töluverðar skorður. Bannið virðist munu hafa mest áhrif á notkun litaðs bleks og húðflúrarar segja hætt við að ekki verði hægt að ná fram jafn sterkum litum og áður. Evrópusambandið áætlar að um 12 prósent íbúa Evrópu séu með húðflúr. Fjöldi húðflúraðra er talinn vera einn af hverjum fimm í Þýskalandi og þá áætla yfirvöld í Belgíu að landsmenn fái sér samtals um hálfa milljón nýrra húðflúra á ári hverju. Umrætt bann var samþykkt árið 2020 og nær til um fjögur þúsund efna, þeirra á meðal ísóprópanól alkóhól, sem er algengt efni í húðflúrbleki. Forsvarsmenn Evrópusambandsins segja hins vegar mögulegt að nota önnur efni í staðinn. Efnastofnun Evrópusambandsins segir efnin gera blekið hættulegt, þar sem þau geti valdið ofnæmi, krabbameini og jafnvel genabreytingum. Þýski húðsjúkdómasérfræðingurinn Wolfgang Baumler sagði í samtali við Die Zeit að hann og kollegar hans hefðu gert könnun meðal 3.400 einstaklinga árið 2010 og að tveir þriðju hefðu sýnt einhvers konar ofnæmisviðbrögð eftir húðflúrun og að sex prósent hefðu enn fundið fyrir þeim nokkrum vikum síðar. Húðflúrlistamenn segja hins vegar ekkert liggja fyrir sem sannar að húðflúr séu krabbameinsvaldandi og þeir óttist að bannið verði til þess að fleiri húðflúr verði gerð utan laga og reglna. Frekari takmarkanir taka gildi eftir ár, sem munu takmarka mjög notkun blás og græns. BBC greindi frá.
Húðflúr Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira