Margir leikmenn sagðir vilja komast í burtu frá Man. United Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. janúar 2022 10:31 Ralf Rangnick eftir tapleik Manchester United á móti Wolverhampton Wanderers á Old Trafford á mánudagskvöldið. Getty/Gareth Copley Það er ljóst að næstu vikur og mánuðir verða mjög krefjandi fyrir Ralf Rangnick, knattspyrnustjóra Manchester United. Rangnick tapaði sínum fyrsta leik sem knattspyrnustjóri United á mánudagskvöldið og ósannfærandi spilamennska liðsins kallaði á mikla gagnrýni frá helstu sérfræðingum. PAPER TALK Man Utd exodus on the cards? Chelsea hope to retain Rudiger Arsenal defender set for Roma#mufc #cfc #afchttps://t.co/qA2ZGNYDSF— TEAMtalk (@TEAMtalk) January 5, 2022 Knattspyrnuspekingar eru flestir á því að honum hafi ekki tekist að fá stórstjörnur United til að vinna saman og það líti hreinlega út fyrir að leikmenn geri bara það sem þeim langar til inn á vellinum. Það eru líka farnar að heyrast mikið af óánægjuröddum innan úr herbúðum liðsins og það virðast vera margir ósáttir í klefanum. Í nýrri frétt frá Daily Mirror er sagt frá því að ellefu leikmenn liðsins vilji yfirgefa Manchester United í janúarglugganum. Rangnick mætti á Old Trafford í lok nóvember 2021 eftir að Ole Gunnar Solskjaer var rekinn. Hann á að stýra liðinu fram á sumar þegar nýr framtíðarstjóri liðsins verður ráðinn. Hinn 63 ára gamli þýski knattspyrnustjóri er í fyrsta sinn að stýra einu af stóru félögunum í knattspyrnuheiminum og er í fyrsta sinn að glíma við mikla pressu og fullt af stórstjörnum í leikmannahópnum. 11 players want to leave Old Trafford! https://t.co/9fphX5pHaU— SPORTbible (@sportbible) January 5, 2022 Samkvæmt fyrrnefndri frétt eru það allt að ellefu leikmenn sem eru búnir að fá nóg og vilja komast í burtu. Margir leikmenn United eru sagðir lítt hrifnir af þjálfaraaðferðum Rangnick og hafa ekki trú á leikskipulagi hans. Jesse Lingard, Donny van de Beek, Dean Henderson og Eric Bailly eru meðal þeirra leikmanna sem vilja komast til annars liðs í janúar. Lingard hefur verið orðaður við Newcastle og West Ham en hann er að renna út á samningi í sumar. Van de Beek hefur ekki tekist að vinna sér sæti í liðinu, hvorki hjá Solskjær né Rangnick. Bailly er farinn í Afríkukeppnina með Fílabeinsströndinni en hann hefur lítið fengið að spila með United í vetur. Henderson hefur lengi verið varamarkvörður David de Gea og þarf nauðsynlega að fá að fara að spila. Hann er að berjast um sæti í HM-hópi Englands og þarf mínútur, mögulega hjá Newcastle. Heimildarmaður Mirror segir ástandið í klefanum sé ekki gott og andrúmsloftið hjá félaginu er slæmt. Það lítur því út fyrir frekari vandræði hjá félaginu á næstunni. United er í sjöunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar en næsti leikur liðsins er bikarleikur á móti Aston Villa á Old Trafford um næstu helgi. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Fleiri fréttir Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Sjá meira
Rangnick tapaði sínum fyrsta leik sem knattspyrnustjóri United á mánudagskvöldið og ósannfærandi spilamennska liðsins kallaði á mikla gagnrýni frá helstu sérfræðingum. PAPER TALK Man Utd exodus on the cards? Chelsea hope to retain Rudiger Arsenal defender set for Roma#mufc #cfc #afchttps://t.co/qA2ZGNYDSF— TEAMtalk (@TEAMtalk) January 5, 2022 Knattspyrnuspekingar eru flestir á því að honum hafi ekki tekist að fá stórstjörnur United til að vinna saman og það líti hreinlega út fyrir að leikmenn geri bara það sem þeim langar til inn á vellinum. Það eru líka farnar að heyrast mikið af óánægjuröddum innan úr herbúðum liðsins og það virðast vera margir ósáttir í klefanum. Í nýrri frétt frá Daily Mirror er sagt frá því að ellefu leikmenn liðsins vilji yfirgefa Manchester United í janúarglugganum. Rangnick mætti á Old Trafford í lok nóvember 2021 eftir að Ole Gunnar Solskjaer var rekinn. Hann á að stýra liðinu fram á sumar þegar nýr framtíðarstjóri liðsins verður ráðinn. Hinn 63 ára gamli þýski knattspyrnustjóri er í fyrsta sinn að stýra einu af stóru félögunum í knattspyrnuheiminum og er í fyrsta sinn að glíma við mikla pressu og fullt af stórstjörnum í leikmannahópnum. 11 players want to leave Old Trafford! https://t.co/9fphX5pHaU— SPORTbible (@sportbible) January 5, 2022 Samkvæmt fyrrnefndri frétt eru það allt að ellefu leikmenn sem eru búnir að fá nóg og vilja komast í burtu. Margir leikmenn United eru sagðir lítt hrifnir af þjálfaraaðferðum Rangnick og hafa ekki trú á leikskipulagi hans. Jesse Lingard, Donny van de Beek, Dean Henderson og Eric Bailly eru meðal þeirra leikmanna sem vilja komast til annars liðs í janúar. Lingard hefur verið orðaður við Newcastle og West Ham en hann er að renna út á samningi í sumar. Van de Beek hefur ekki tekist að vinna sér sæti í liðinu, hvorki hjá Solskjær né Rangnick. Bailly er farinn í Afríkukeppnina með Fílabeinsströndinni en hann hefur lítið fengið að spila með United í vetur. Henderson hefur lengi verið varamarkvörður David de Gea og þarf nauðsynlega að fá að fara að spila. Hann er að berjast um sæti í HM-hópi Englands og þarf mínútur, mögulega hjá Newcastle. Heimildarmaður Mirror segir ástandið í klefanum sé ekki gott og andrúmsloftið hjá félaginu er slæmt. Það lítur því út fyrir frekari vandræði hjá félaginu á næstunni. United er í sjöunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar en næsti leikur liðsins er bikarleikur á móti Aston Villa á Old Trafford um næstu helgi.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Fleiri fréttir Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Sjá meira