Kærir úrskurð um rúmlega þrjátíu daga sóttkví til Landsréttar Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 5. janúar 2022 19:15 Héraðsdómur Reykjaness Vísir/Vilhelm Úrskurður í máli manns sem verið hefur í sóttkví síðan 11. desember síðastliðinn féll í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Héraðsdómari taldi sóttkvína standast, en lögmaður mannsins segir að til standi að kæra úrskurðinn til Landsréttar. Gunnar Ingi Jóhannsson, lögmaðir mannsins, segir tilkynning um kæru hafi verið lögð fram í héraðsdómi í dag. Hann gerir ráð fyrir því að Landsréttur taki málið fljótlega fyrir, en skjólstæðingur hans á að vera í sóttkví til 13. janúar næstkomandi; í rúman mánuð. Gunnar Ingi telur ekki að hætta verði á að lögvarðir hagsmunir renni sitt skeið á enda, og bendir á að Landsréttur hafi almennt verið fljótur að úrskurða í sambærilegum málum. Sjá einnig: Þríbólusettur og í 23 daga sóttkví gefst ekki upp fyrir dómstólum Úrskurður féll í Héraðsdómi Reykjaness í gær og taldi héraðsdómari að ákvörðun sóttvarnalæknis um svo langa sóttkví bryti ekki í bága við sóttvarnalög. Gunnar Ingi segir að verið sé að láta reyna á það sé forsvaranlegt að halda manni í sóttkví, í svo langan tíma sem um ræðir, en skjólstæðingur hans hefur aldrei smitast sjálfur af veirunni, þrátt fyrir smit heimilismanna. Ótækt að stjórnvöld gefi afslátt af málsmeðferðarreglum laga „Þetta er náttúrulega annað mál sem sami einstaklingur er að láta reyna á. Núna er hann að láta reyna á það að sóttkvíin hafi verið framlengd. Hann var búinn að vera um tuttugu daga í sóttkví þegar hún var framlengd núna um fimmtán daga,“ segir Gunnar Ingi og bætir við að frekari rökstuðningur hafi verið lagður fyrir héraðsdómara í nýja málinu. Málið varðar flókið stjórnsýsluréttarlegt álitaefni og þá í raun skilin milli þrígreiningu ríkisvaldsins. Stjórnvöld, framkvæmdavaldið, taki ákvörðun um að senda skjólstæðinginn í sóttkví og Gunnar Ingi segir í samtali við fréttastofu að ótækt sé að stjórnvöld geti gefið afslátt af málsmeðferðarreglum laga af því það er „mikið að gera“ hjá framkvæmdavaldinu. Löggjafinn verði að bregðast við, eftir aðstæðum. „Við áttum okkur alveg á því hvaða hagsmunir eru til grundvallar en þetta mál snýst um það hvort að aðgerðir fari eftir þeim fyrirmælum sem eru fyrirskipaðar í lögunum. Ef það er ekki hægt að fara eftir lögunum af því það er svo mikið að gera, þá er verið að láta reyna á það fyrir dómstólum hvort það sé réttlætanlegt að framkvæmdavaldið geti gefið einhvern afslátt af því hvernig eigi að standa að svona ákvörðun.“ Af hverju heldurðu að þetta muni fara á annan veg núna en í fyrra málinu? „Aðallega til að láta reyna á það hvort það sé meðalhóf í því að úrskurða manninn, mann sem hefur verið í áframhaldandi sóttkví í fjórtán daga, þá samtals í 34 daga, versus þeir hagsmunir sem eru til staðar nú. Við erum búin að ná toppi einhverrar bylgju núna virðist vera og það er líka verið að fara dýpra ofan í þessi lagalegu sjónarmið,“ segir Gunnar Ingi og bætir við að löng sóttkví geti haft slæm andleg áhrif á einstaklinga. „Mat á öðrum þáttum eins og til dæmis hvort að tjón af því sé meira en ávinningurinn. Það eru líka til rannsóknir um það að sóttkví í lengra en tíu daga hafi veruleg áhrif andlega á einstaklinga. Þá er svona verið að láta reyna, hvort það þurfi að fara fram þegar menn eru að framlengja og framlengja þetta, og hvort það kvikni einhver skylda um að það þurfi að meta þessi atriði.“ Dómsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Gunnar Ingi Jóhannsson, lögmaðir mannsins, segir tilkynning um kæru hafi verið lögð fram í héraðsdómi í dag. Hann gerir ráð fyrir því að Landsréttur taki málið fljótlega fyrir, en skjólstæðingur hans á að vera í sóttkví til 13. janúar næstkomandi; í rúman mánuð. Gunnar Ingi telur ekki að hætta verði á að lögvarðir hagsmunir renni sitt skeið á enda, og bendir á að Landsréttur hafi almennt verið fljótur að úrskurða í sambærilegum málum. Sjá einnig: Þríbólusettur og í 23 daga sóttkví gefst ekki upp fyrir dómstólum Úrskurður féll í Héraðsdómi Reykjaness í gær og taldi héraðsdómari að ákvörðun sóttvarnalæknis um svo langa sóttkví bryti ekki í bága við sóttvarnalög. Gunnar Ingi segir að verið sé að láta reyna á það sé forsvaranlegt að halda manni í sóttkví, í svo langan tíma sem um ræðir, en skjólstæðingur hans hefur aldrei smitast sjálfur af veirunni, þrátt fyrir smit heimilismanna. Ótækt að stjórnvöld gefi afslátt af málsmeðferðarreglum laga „Þetta er náttúrulega annað mál sem sami einstaklingur er að láta reyna á. Núna er hann að láta reyna á það að sóttkvíin hafi verið framlengd. Hann var búinn að vera um tuttugu daga í sóttkví þegar hún var framlengd núna um fimmtán daga,“ segir Gunnar Ingi og bætir við að frekari rökstuðningur hafi verið lagður fyrir héraðsdómara í nýja málinu. Málið varðar flókið stjórnsýsluréttarlegt álitaefni og þá í raun skilin milli þrígreiningu ríkisvaldsins. Stjórnvöld, framkvæmdavaldið, taki ákvörðun um að senda skjólstæðinginn í sóttkví og Gunnar Ingi segir í samtali við fréttastofu að ótækt sé að stjórnvöld geti gefið afslátt af málsmeðferðarreglum laga af því það er „mikið að gera“ hjá framkvæmdavaldinu. Löggjafinn verði að bregðast við, eftir aðstæðum. „Við áttum okkur alveg á því hvaða hagsmunir eru til grundvallar en þetta mál snýst um það hvort að aðgerðir fari eftir þeim fyrirmælum sem eru fyrirskipaðar í lögunum. Ef það er ekki hægt að fara eftir lögunum af því það er svo mikið að gera, þá er verið að láta reyna á það fyrir dómstólum hvort það sé réttlætanlegt að framkvæmdavaldið geti gefið einhvern afslátt af því hvernig eigi að standa að svona ákvörðun.“ Af hverju heldurðu að þetta muni fara á annan veg núna en í fyrra málinu? „Aðallega til að láta reyna á það hvort það sé meðalhóf í því að úrskurða manninn, mann sem hefur verið í áframhaldandi sóttkví í fjórtán daga, þá samtals í 34 daga, versus þeir hagsmunir sem eru til staðar nú. Við erum búin að ná toppi einhverrar bylgju núna virðist vera og það er líka verið að fara dýpra ofan í þessi lagalegu sjónarmið,“ segir Gunnar Ingi og bætir við að löng sóttkví geti haft slæm andleg áhrif á einstaklinga. „Mat á öðrum þáttum eins og til dæmis hvort að tjón af því sé meira en ávinningurinn. Það eru líka til rannsóknir um það að sóttkví í lengra en tíu daga hafi veruleg áhrif andlega á einstaklinga. Þá er svona verið að láta reyna, hvort það þurfi að fara fram þegar menn eru að framlengja og framlengja þetta, og hvort það kvikni einhver skylda um að það þurfi að meta þessi atriði.“
Dómsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira