Sara segir að Kobe Bryant hafi hjálpað henni að komast í gegnum meiðslin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. janúar 2022 09:00 Kobe Bryant og Sara Sigmundsdóttir. Hún nýtti sér hugarfar eins besta leikmanns NBA deildarinnar frá upphafi. Samsett/EPA&Instagram Íslenska CrossFit stórstjarnan Sara Sigmundsdóttir var ánægð með stöðuna á sér eftir Dubai CrossFit mótið í desember þegar hún gerði upp mótið í viðtali við Morning Chalk Up vefinn. Blaðamaður þessa virta CrossFit fjölmiðils talaði um Suðurnesjakonuna sem hina ætíð brosandi Söru en það er nánast ómögulegt verkefni að reyna að hitta á okkar konu í slæmu skapi. Hún felur það alla vega betur en flestir þegar það liggur ekki eins vel á henni. Sara er aftur farinn að keppa á stóra CrossFit sviðinu eftir krossbandsslit í mars í fyrra og aðgerð í apríl. Mörgum þótti hún taka mikla áhættu með því að keppa í Dúbaí aðeins átta mánuðum eftir aðgerð. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Sara ræddi meðal annars andlega hlutann hjá íþróttakonu sem ætlar sér stóra hluti en slítur krossband degi fyrr að tímabilið fer af stað. „Ég lagði áherslu á það að hugsa um það sem ég gat stjórnað sjálf. Í stað þess að hugsa um af hverju þetta gerðist fyrir mig þá frekar að líta á þetta sem svo að það sé ástæða fyrir því að ég þarf að ganga í gegnum þetta,“ sagði Sara Sigmundsdóttir í viðtalinu við blaðamann Morning Chalk Up. „Ég elska Kobe Bryant og ég horfði mikið á heimildarmyndir í endurhæfingunni minni til að veita mér innblástur. Það var ein um hann eftir að hann sleit hásina sína,“ sagði Sara. „Hann var að segja þar: Ég var íþróttamaðurinn sem var valinn til að fara í gegnum svona meiðsli til að sýna fólki að það sé hægt að komast í gegnum þetta og vera betri þegar þú kemur til baka,“ sagði Sara. „Ég hugsaði í framhaldinu. Ég verð þessi persóna í CrossFit íþróttinni. Ég sleit krossbandið og ef það gerist fyrir einhvern annan þá geta þau horft á mig og sagt: Sara tókst það og þá get ég það líka,“ sagði Sara sem ræddi enn frekar hugarfar sitt í tengslum meiðsla. Sara sýndi sjálf mikinn andlegan styrk fyrstu tvo dagana í krefjandi greinum fyrir konu nýkomna úr krossbandsslitum og kláraði keppnina í Dúbaí með glæsibrag á góðum lokadegi. „Ég myndi segja að ég væri í áttatíu prósentunum núna því ég á svo mikið eftir á tankinum,“ sagði Sara. „Mér finnst að þessi keppni hafi sýnt mér að ég sé á réttri leið. Í jafnhendingunni hugsaði til dæmis ekki einu sinni um að slíta krossbandið aftur. Ég lyfti síðan 12,5 kílóum meira en ég hafði gert þangað til með nýja krossbandið,“ sagði Sara en hún sleit einmitt krossbandið sitt í samskonar æfingu í mars 2021. „Ég sá að hugurinn minn er að koma aftur, ég er farinn að treysta líkamanum betur og ég er að verða sterkari. Ef eitthvað er þá hefur þetta minnt mig á því af hverju ég er að þessu,“ sagði Sara. Næst á dagskrá hjá Söru er að keppa á Wodapalooza mótinu í Miami seinna í þessum mánuði. Það má hlusta á allt viðtalið hér fyrir neðan en það er um tuttugu mínútur. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=4voeOGzAH9w">watch on YouTube</a> CrossFit Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Sjá meira
Blaðamaður þessa virta CrossFit fjölmiðils talaði um Suðurnesjakonuna sem hina ætíð brosandi Söru en það er nánast ómögulegt verkefni að reyna að hitta á okkar konu í slæmu skapi. Hún felur það alla vega betur en flestir þegar það liggur ekki eins vel á henni. Sara er aftur farinn að keppa á stóra CrossFit sviðinu eftir krossbandsslit í mars í fyrra og aðgerð í apríl. Mörgum þótti hún taka mikla áhættu með því að keppa í Dúbaí aðeins átta mánuðum eftir aðgerð. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Sara ræddi meðal annars andlega hlutann hjá íþróttakonu sem ætlar sér stóra hluti en slítur krossband degi fyrr að tímabilið fer af stað. „Ég lagði áherslu á það að hugsa um það sem ég gat stjórnað sjálf. Í stað þess að hugsa um af hverju þetta gerðist fyrir mig þá frekar að líta á þetta sem svo að það sé ástæða fyrir því að ég þarf að ganga í gegnum þetta,“ sagði Sara Sigmundsdóttir í viðtalinu við blaðamann Morning Chalk Up. „Ég elska Kobe Bryant og ég horfði mikið á heimildarmyndir í endurhæfingunni minni til að veita mér innblástur. Það var ein um hann eftir að hann sleit hásina sína,“ sagði Sara. „Hann var að segja þar: Ég var íþróttamaðurinn sem var valinn til að fara í gegnum svona meiðsli til að sýna fólki að það sé hægt að komast í gegnum þetta og vera betri þegar þú kemur til baka,“ sagði Sara. „Ég hugsaði í framhaldinu. Ég verð þessi persóna í CrossFit íþróttinni. Ég sleit krossbandið og ef það gerist fyrir einhvern annan þá geta þau horft á mig og sagt: Sara tókst það og þá get ég það líka,“ sagði Sara sem ræddi enn frekar hugarfar sitt í tengslum meiðsla. Sara sýndi sjálf mikinn andlegan styrk fyrstu tvo dagana í krefjandi greinum fyrir konu nýkomna úr krossbandsslitum og kláraði keppnina í Dúbaí með glæsibrag á góðum lokadegi. „Ég myndi segja að ég væri í áttatíu prósentunum núna því ég á svo mikið eftir á tankinum,“ sagði Sara. „Mér finnst að þessi keppni hafi sýnt mér að ég sé á réttri leið. Í jafnhendingunni hugsaði til dæmis ekki einu sinni um að slíta krossbandið aftur. Ég lyfti síðan 12,5 kílóum meira en ég hafði gert þangað til með nýja krossbandið,“ sagði Sara en hún sleit einmitt krossbandið sitt í samskonar æfingu í mars 2021. „Ég sá að hugurinn minn er að koma aftur, ég er farinn að treysta líkamanum betur og ég er að verða sterkari. Ef eitthvað er þá hefur þetta minnt mig á því af hverju ég er að þessu,“ sagði Sara. Næst á dagskrá hjá Söru er að keppa á Wodapalooza mótinu í Miami seinna í þessum mánuði. Það má hlusta á allt viðtalið hér fyrir neðan en það er um tuttugu mínútur. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=4voeOGzAH9w">watch on YouTube</a>
CrossFit Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Sjá meira