Blóðug byrjun á nýju ári í Sýrlandi Heimsljós 6. janúar 2022 09:49 UNICEF Yfirmaður UNICEF í Mið-Austurlöndum og Norður-Afríku lýsir þungum áhyggjum af stöðu mála. „Bara síðustu fjóra daga, frá byrjun nýs árs, hafa tvö börn látið lífið og fimm til viðbótar særst í auknum átökum í norðvesturhluta Sýrlands,“ segir Kambou Fofana, starfandi yfirmaður UNICEF í Mið-Austurlöndum og Norður-Afríku. Hann lýsir þungum áhyggjum af stöðu mála í landshlutanum en rúmlega 70 prósent allra brota gegn börnum í Sýrlandi í fyrra urðu í norðvesturhluta landsins. „Í vikunni var svo gerð árás á vatnsstöð sem UNICEF styrkir í þorpinu Arshani fyrir utan Idlib í norðvesturhéraðinu,“ segir Fofana í tilkynningu vegna málsins. „Árásin gerði það að verkum að þjónusta stöðvarinnar lá niðri og stöðvaði dreifingu á vatni til rúmlega 240 þúsund manns.“ Fofana fordæmir árásir sem þessar. „Börn og mikilvæg þjónusta við þau ætti aldrei að þurfa að sæta árásum. Þetta skelfilega stríð gegn börnum í Sýrlandi hefur nú staðið í ellefu ár. Hversu mikið lengur getur þetta viðgengist?“ UNICEF á Íslandi hefur undanfarin ár haldið úti neyðarsöfnun fyrir börn í Sýrlandi. Til að styðja við neyðarsöfnunina er hægt að leggja frjáls framlög inn á 701-26-102040, kt. 481203-2950 – eða senda SMS-ið STOPP í símanúmerið 1900 (1.900 kr.) Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Sýrland Þróunarsamvinna Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent
„Bara síðustu fjóra daga, frá byrjun nýs árs, hafa tvö börn látið lífið og fimm til viðbótar særst í auknum átökum í norðvesturhluta Sýrlands,“ segir Kambou Fofana, starfandi yfirmaður UNICEF í Mið-Austurlöndum og Norður-Afríku. Hann lýsir þungum áhyggjum af stöðu mála í landshlutanum en rúmlega 70 prósent allra brota gegn börnum í Sýrlandi í fyrra urðu í norðvesturhluta landsins. „Í vikunni var svo gerð árás á vatnsstöð sem UNICEF styrkir í þorpinu Arshani fyrir utan Idlib í norðvesturhéraðinu,“ segir Fofana í tilkynningu vegna málsins. „Árásin gerði það að verkum að þjónusta stöðvarinnar lá niðri og stöðvaði dreifingu á vatni til rúmlega 240 þúsund manns.“ Fofana fordæmir árásir sem þessar. „Börn og mikilvæg þjónusta við þau ætti aldrei að þurfa að sæta árásum. Þetta skelfilega stríð gegn börnum í Sýrlandi hefur nú staðið í ellefu ár. Hversu mikið lengur getur þetta viðgengist?“ UNICEF á Íslandi hefur undanfarin ár haldið úti neyðarsöfnun fyrir börn í Sýrlandi. Til að styðja við neyðarsöfnunina er hægt að leggja frjáls framlög inn á 701-26-102040, kt. 481203-2950 – eða senda SMS-ið STOPP í símanúmerið 1900 (1.900 kr.) Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Sýrland Þróunarsamvinna Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent