Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.

Í hádegisfréttum okkar á Bylgjunni tökum við stöðuna á flóðunum í Grindavík en þar hefur sjór gengið á land í allan morgun.

Þá fjöllum við um veðurhaminn sem gekk yfir landið í gærkvöldi og í nótt en um hundrað útköll bárust björgunarsveitunum vegna hluta sem voru að fjúka. 

Einnig beinum við sjónum okkar að Keflavíkurflugvelli en metfjöldi greindist smitaður á landamærunum í gær, enda margir að snúa heim til Íslands úr jólafríi. 

Að síðustu minnumst við þess að ár er nú liðið frá árásinni sem gerð var á þinghúsið í Washington þegar kjör Joes Biden var staðfest að loknum kosningum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×