Löður sendir frá sér nýtt lag og myndband Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 6. janúar 2022 14:33 Dúettinn Löður var að senda frá sér nýtt lag. Löður/Jónatan Grétarsson Hljómsveitin Löður frumflutti á Bylgjunni í gær lagið Himinn og haf. Myndbandið við lagið er nú komið út. Himinn og haf er annað lagið sem hljómsveitin Löður sendir frá sér en fyrsta lagið þeirra var Þér fylgja englar. Löður er dúett skipaður Maríu Ólafs söngkonu og Einari Erni Jónssyni úr hljómsveitinni Í svörtum fötum. Lag, texti og útsetning er eftir Einar Örn Jónsson. „Í þessu lagi er Einar svolítið að leika sér með þennan frasa - að það sé himinn og haf á milli fólks. Alveg eins og með fjarlægðina milli himinsins og hafsins, þá er það dálítið afstætt og undir manni sjálfum komið hvernig við upplifum samband okkar við annað fólk. Eins og með hálffulla og hálftóma glasið,“ segir María í samtali við Lífið. Með hljómsveitinni leika einnig Gunnar Leó Pálsson , Friðrik Sturluson og Kristinn Sturluson. Strengjakvartettinn í laginu skipa Geirþrúður Ása Guðjónsdóttir, Helga Þóra Björgvinsdóttir , Herdís Anna Jónsdóttir og Júlía Mogensen . Bakraddir syngja Baldur Einarsson og Einar Örn Jónsson. Myndbandið gerði Margrét Einarsdóttir ásamt Jónatan Grétarssyni og má sjá það í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Löður - Himinn og haf „Löður er afar lýsandi fyrir þessa hljómsveit. Spikk og span, tandurhrein popptónlist og svo er ekki hægt að segja ballöður án þess að segja Löður,“ útskýrir María um nafn hljómsveitarinnar. „Framundan er að halda ballöðutónleika við fyrsta tækifæri. Við fylgjumst vel með öllum minnisblöðum og verðum tilbúin með tuttugu ballöður og tíu manna hljómsveit um leið og færi gefst. Einnig getum við komið fram á hvers kyns viðburðum í öllum mögulegum útgáfum, allt frá dúett og upp úr. Við höldum svo áfram að gefa út okkar eigin tónlist.“ María og trommarinn Gunnar Leó eiga von á barni saman og tilkynntu það fyrr í vikunni á samfélagsmiðlum eins og fram kom hér á Vísi. María og Einar Örn ræddu nýja lagið við Ívar Guðmunds á Bylgjunni í gær og má heyra viðtalið í spilaranum hér fyrir neðan. „Þetta er hjónabandsráðgjöf í skammdeginu,“sagði Einar um lagið í viðtalinu. Tónlist Tengdar fréttir Eiga von á sínu fyrsta barni Söngkonan og Eurovision-stjarnan María Ólafsdóttir og trommarinn Gunnar Leó Pálsson eiga von á sínu fyrsta barni. 1. janúar 2022 09:35 Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fleiri fréttir Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Himinn og haf er annað lagið sem hljómsveitin Löður sendir frá sér en fyrsta lagið þeirra var Þér fylgja englar. Löður er dúett skipaður Maríu Ólafs söngkonu og Einari Erni Jónssyni úr hljómsveitinni Í svörtum fötum. Lag, texti og útsetning er eftir Einar Örn Jónsson. „Í þessu lagi er Einar svolítið að leika sér með þennan frasa - að það sé himinn og haf á milli fólks. Alveg eins og með fjarlægðina milli himinsins og hafsins, þá er það dálítið afstætt og undir manni sjálfum komið hvernig við upplifum samband okkar við annað fólk. Eins og með hálffulla og hálftóma glasið,“ segir María í samtali við Lífið. Með hljómsveitinni leika einnig Gunnar Leó Pálsson , Friðrik Sturluson og Kristinn Sturluson. Strengjakvartettinn í laginu skipa Geirþrúður Ása Guðjónsdóttir, Helga Þóra Björgvinsdóttir , Herdís Anna Jónsdóttir og Júlía Mogensen . Bakraddir syngja Baldur Einarsson og Einar Örn Jónsson. Myndbandið gerði Margrét Einarsdóttir ásamt Jónatan Grétarssyni og má sjá það í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Löður - Himinn og haf „Löður er afar lýsandi fyrir þessa hljómsveit. Spikk og span, tandurhrein popptónlist og svo er ekki hægt að segja ballöður án þess að segja Löður,“ útskýrir María um nafn hljómsveitarinnar. „Framundan er að halda ballöðutónleika við fyrsta tækifæri. Við fylgjumst vel með öllum minnisblöðum og verðum tilbúin með tuttugu ballöður og tíu manna hljómsveit um leið og færi gefst. Einnig getum við komið fram á hvers kyns viðburðum í öllum mögulegum útgáfum, allt frá dúett og upp úr. Við höldum svo áfram að gefa út okkar eigin tónlist.“ María og trommarinn Gunnar Leó eiga von á barni saman og tilkynntu það fyrr í vikunni á samfélagsmiðlum eins og fram kom hér á Vísi. María og Einar Örn ræddu nýja lagið við Ívar Guðmunds á Bylgjunni í gær og má heyra viðtalið í spilaranum hér fyrir neðan. „Þetta er hjónabandsráðgjöf í skammdeginu,“sagði Einar um lagið í viðtalinu.
Tónlist Tengdar fréttir Eiga von á sínu fyrsta barni Söngkonan og Eurovision-stjarnan María Ólafsdóttir og trommarinn Gunnar Leó Pálsson eiga von á sínu fyrsta barni. 1. janúar 2022 09:35 Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fleiri fréttir Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Eiga von á sínu fyrsta barni Söngkonan og Eurovision-stjarnan María Ólafsdóttir og trommarinn Gunnar Leó Pálsson eiga von á sínu fyrsta barni. 1. janúar 2022 09:35