Vill að Sindra verði gert að birta dóminn á Twitter Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 6. janúar 2022 19:03 Sindri Þór til vinstri og Ingólfur, Ingó Veðurguð, til hægri. Samsett/Vísir Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, vill að forsendur dóms í máli gegn Sindra Þór Sigríðarssyni Hilmarssyni verði birtar á Twitter. Málið varðar meint ærumeiðandi ummæli Sindra um tónlistarmanninn en aðalmeðferð fer fram þann 18. janúar næstkomandi. Ingólfur krefst þess að fimm ummæli Sindra verði dæmd dauð og ómerk og vill þar að auki þrjár milljónir króna í miskabætur. Þá krefst hann þess einnig að Sindra verði gert að birta forsendur og niðurstöðu dóms í málinu á Twitter-síðu sinni og Facebook svæði sínu, ekki síðar en fjórtán dögum frá dómsuppkvaðningu, að viðlögðum 30.000 króna dagsektum. Ummælin beinast öll að meintum kynferðisbrotum Ingólfs en Sindri lét ummælin falla í kjölfar þess að aðgerðahópurinn Öfgar birti nafnlausar sögur meintra þolenda tónlistarmannsins. Sex einstaklingar hafa nú fengið kröfubréf frá Ingólfi og verður fyrsta málið, mál Sindra, tekið fyrir þann 18. janúar næstkomandi. „Maður sem er svo þekktur fyrir að ríða börnum…“ „Hvað finnst þér réttlætanlegt að fullorðinn maður nýti frægð sína og valdastöðu til að ríða mörgum börnum…“ „Skemmtikraftur sem hefur stundað það síðastliðin 12-13 ár að ríða börnum…“ „Trallað í skítbeisikk kassagítarútgáfu af manni sem ríður börnum…“ „Til að vinna örugglega unlikable keppnina þá splæsir eigandinn í barnaríðinginn.“ Ummælin voru flest birt á Twitter-síðu Sindra Þórs en einhver voru skrifuð í athugasemdakerfi Vísis og síðar endurbirt á Twitter. Lögmaður Ingólfs segir að ummælin séu brot klárt brot á hegningarlögum enda séu þau ærumeiðandi. Í stefnu Ingólfs segir að ekkert bendi til þess að Ingólfur hafi framið refsiverð brot enda sé hann með hreinan sakaferil. Þá hafi ekkert barn eða foreldri barns sakað hann um brot gegn barni. Í stefnunni segir að Sindri hafi gefið Ingólfi að sök að hafa stundað refsiverða háttsemi; það er að segja, gerst sekur um samræði við börn. Samkvæmt því sé um staðhæfingu um tiltekna staðreynd að ræða, ekki almennan gildisdóm eða beinlínis skoðun. Þá segir að Sindri hafi einnig gerst sekur um brot gegn friðhelgi einkalífs Ingólfs, meðal annars með því að hafa birt myndband af tónlistarmanninum. Segist ekki hafa sakað Ingó um refsiverðan verknað Greinargerð lögmanns Sindra er mjög ítarleg og hefst á samantekt á þjóðfélagsumræðu um stöðu kynferðisbrota á Íslandi. Þá eru tekin saman ýmis handahófskennd ummæli úr þjóðfélagsumræðunni um samfarir við börn á aldrinum 15 til 18 ára og meðal annars bent á nýlegt mál þjóðþekkts leikara. Þar að auki rekur Sindri tugi sagna þolenda víðsvegar af samfélagsmiðlum af meintum brotum tónlistarmannsins. Hvað ummælin fimm sem slík varðar, ber Sindri í megindráttum fyrir sig að hann hafi ekki fullyrt að Ingólfur hafi gerst sekur um refsiverða háttsemi. Hann hafi þar af leiðandi ekki sakað tónlistarmanninn um refsiverðan verknað, og væri því ekki um staðhæfingu um staðreynd að ræða. Ummælin hafi þar að auki verið sett fram í góðri trú um sannleiksgildi frásagnanna. Þá ber Sindri einnig fyrir sig að eins og á stendur í þessu tiltekna máli, vegi tjáningarfrelsið þyngra á metunum en friðhelgi einkalífs tónlistarmannsins, meðal annars með vísan til þjóðfélagsumræðu. Vísir hefur áður greint frá því að Sindri hyggist mæta stefnu Ingólfs af hörku en tónlistarmaðurinn hefur lítið verið í sviðsljósinu síðan ásakanirnar komu fram. Dómsmál Mál Ingólfs Þórarinssonar Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Býðst líka til að borga miskabætur Haraldur Þorleifsson, frumkvöðull, hefur boðist til að greiða miskabætur sem Ingólfur Þórarinsson Veðurguð hefur krafið fimm um að greiða sér. Hann greinir frá þessu á Twitter. 14. júlí 2021 16:42 Fyrsta meiðyrðamál Ingólfs á dagskrá dómstóla Fyrsta meiðyrðamálið, sem Ingólfur Þórarinsson hefur höfðað vegna ummæla sem féllu um hann á samfélagsmiðlum síðasta sumar, er á dagskrá Héraðsdóms Reykjavíkur 18. janúar næstkomandi. 5. janúar 2022 11:47 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Ingólfur krefst þess að fimm ummæli Sindra verði dæmd dauð og ómerk og vill þar að auki þrjár milljónir króna í miskabætur. Þá krefst hann þess einnig að Sindra verði gert að birta forsendur og niðurstöðu dóms í málinu á Twitter-síðu sinni og Facebook svæði sínu, ekki síðar en fjórtán dögum frá dómsuppkvaðningu, að viðlögðum 30.000 króna dagsektum. Ummælin beinast öll að meintum kynferðisbrotum Ingólfs en Sindri lét ummælin falla í kjölfar þess að aðgerðahópurinn Öfgar birti nafnlausar sögur meintra þolenda tónlistarmannsins. Sex einstaklingar hafa nú fengið kröfubréf frá Ingólfi og verður fyrsta málið, mál Sindra, tekið fyrir þann 18. janúar næstkomandi. „Maður sem er svo þekktur fyrir að ríða börnum…“ „Hvað finnst þér réttlætanlegt að fullorðinn maður nýti frægð sína og valdastöðu til að ríða mörgum börnum…“ „Skemmtikraftur sem hefur stundað það síðastliðin 12-13 ár að ríða börnum…“ „Trallað í skítbeisikk kassagítarútgáfu af manni sem ríður börnum…“ „Til að vinna örugglega unlikable keppnina þá splæsir eigandinn í barnaríðinginn.“ Ummælin voru flest birt á Twitter-síðu Sindra Þórs en einhver voru skrifuð í athugasemdakerfi Vísis og síðar endurbirt á Twitter. Lögmaður Ingólfs segir að ummælin séu brot klárt brot á hegningarlögum enda séu þau ærumeiðandi. Í stefnu Ingólfs segir að ekkert bendi til þess að Ingólfur hafi framið refsiverð brot enda sé hann með hreinan sakaferil. Þá hafi ekkert barn eða foreldri barns sakað hann um brot gegn barni. Í stefnunni segir að Sindri hafi gefið Ingólfi að sök að hafa stundað refsiverða háttsemi; það er að segja, gerst sekur um samræði við börn. Samkvæmt því sé um staðhæfingu um tiltekna staðreynd að ræða, ekki almennan gildisdóm eða beinlínis skoðun. Þá segir að Sindri hafi einnig gerst sekur um brot gegn friðhelgi einkalífs Ingólfs, meðal annars með því að hafa birt myndband af tónlistarmanninum. Segist ekki hafa sakað Ingó um refsiverðan verknað Greinargerð lögmanns Sindra er mjög ítarleg og hefst á samantekt á þjóðfélagsumræðu um stöðu kynferðisbrota á Íslandi. Þá eru tekin saman ýmis handahófskennd ummæli úr þjóðfélagsumræðunni um samfarir við börn á aldrinum 15 til 18 ára og meðal annars bent á nýlegt mál þjóðþekkts leikara. Þar að auki rekur Sindri tugi sagna þolenda víðsvegar af samfélagsmiðlum af meintum brotum tónlistarmannsins. Hvað ummælin fimm sem slík varðar, ber Sindri í megindráttum fyrir sig að hann hafi ekki fullyrt að Ingólfur hafi gerst sekur um refsiverða háttsemi. Hann hafi þar af leiðandi ekki sakað tónlistarmanninn um refsiverðan verknað, og væri því ekki um staðhæfingu um staðreynd að ræða. Ummælin hafi þar að auki verið sett fram í góðri trú um sannleiksgildi frásagnanna. Þá ber Sindri einnig fyrir sig að eins og á stendur í þessu tiltekna máli, vegi tjáningarfrelsið þyngra á metunum en friðhelgi einkalífs tónlistarmannsins, meðal annars með vísan til þjóðfélagsumræðu. Vísir hefur áður greint frá því að Sindri hyggist mæta stefnu Ingólfs af hörku en tónlistarmaðurinn hefur lítið verið í sviðsljósinu síðan ásakanirnar komu fram.
„Maður sem er svo þekktur fyrir að ríða börnum…“ „Hvað finnst þér réttlætanlegt að fullorðinn maður nýti frægð sína og valdastöðu til að ríða mörgum börnum…“ „Skemmtikraftur sem hefur stundað það síðastliðin 12-13 ár að ríða börnum…“ „Trallað í skítbeisikk kassagítarútgáfu af manni sem ríður börnum…“ „Til að vinna örugglega unlikable keppnina þá splæsir eigandinn í barnaríðinginn.“
Dómsmál Mál Ingólfs Þórarinssonar Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Býðst líka til að borga miskabætur Haraldur Þorleifsson, frumkvöðull, hefur boðist til að greiða miskabætur sem Ingólfur Þórarinsson Veðurguð hefur krafið fimm um að greiða sér. Hann greinir frá þessu á Twitter. 14. júlí 2021 16:42 Fyrsta meiðyrðamál Ingólfs á dagskrá dómstóla Fyrsta meiðyrðamálið, sem Ingólfur Þórarinsson hefur höfðað vegna ummæla sem féllu um hann á samfélagsmiðlum síðasta sumar, er á dagskrá Héraðsdóms Reykjavíkur 18. janúar næstkomandi. 5. janúar 2022 11:47 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Býðst líka til að borga miskabætur Haraldur Þorleifsson, frumkvöðull, hefur boðist til að greiða miskabætur sem Ingólfur Þórarinsson Veðurguð hefur krafið fimm um að greiða sér. Hann greinir frá þessu á Twitter. 14. júlí 2021 16:42
Fyrsta meiðyrðamál Ingólfs á dagskrá dómstóla Fyrsta meiðyrðamálið, sem Ingólfur Þórarinsson hefur höfðað vegna ummæla sem féllu um hann á samfélagsmiðlum síðasta sumar, er á dagskrá Héraðsdóms Reykjavíkur 18. janúar næstkomandi. 5. janúar 2022 11:47