Erlent

Al­þjóða­heil­brigðis­stofnunin segir var­huga­vert að gera lítið úr ó­­míkron

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Tedros Adhanom Ghebreyesus forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar.
Tedros Adhanom Ghebreyesus forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Getty/Hosbas

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir varhugavert að kalla ómíkron-afbrigðið vægara en önnur afbrigði. Milljónir manna smitist af afbrigðinu á degi hverjum og þrátt fyrir að fyrstu rannsóknir sýni að afbrigðið sé vægara en önnur afbrigði verði að bíða eftir niðurstöðum úr frekari rannsóknum. 

Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðisstofnunar (WHO), segir nýja afbrigði kórónuveirunnar lama heilbrigðiskerfi víðsvegar í heiminum, enda sé það bráðsmitandi. Bólusetning skipti lykilmáli.

„Þrátt fyrir að ómíkron-afbrigðið virðist vægara en til dæmis delta-afbrigði kórónuveirunnar, og þá sérstaklega hjá bólusettum, á ekki að halda því fram að afbrigðið sé vægt sem slíkt. Fjölmargir hafa þurft á spítalainnlögn að halda vegna afbrigðisins og einhverjir hafa dáið,“ segir Tedros hjá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni.

Ástandið er slæmt víða um heim en stjórnvöld í Bretlandi hafa meðal annars lýst yfir neyðarástandi vegna manneklu og hraðrar útbreiðslu kórónuveirunnar. Tæplega 180 þúsund manns smituðust í Bretlandi í dag og 231 létust af völdum veirunnar. Breska ríkisútvarpið greinir frá.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×