Tanja Ýr hefur dvalið mikið í Miami síðustu mánuði þar sem meðeigandi vörumerkisins, Kolbrún Elma Ragnarsdóttir, er búsett. Nú hefur Tanja þó kvatt sólina og heldur á vit nýrra ævintýra.
Á Instagram svaraði Tanja Ýr spurningum fylgjenda sinna og þar kom fram að hún ætlar sér að fá búsetu í Manchester út frá einhvers konar frumkvöðlaatvinnuleyfi. Ef það gengur ekki ætlar hún að fá sér vinnu, þá líklega hjá eigin fyrirtæki.
