„Þau mega segja það sem þau vilja“ Atli Arason skrifar 7. janúar 2022 22:35 Haukur Helgi Pálsson Vísir/Vilhelm Haukur Helgi Pálsson var ánægður með sigurinn á Íslandsmeisturunum í kvöld þrátt fyrir að hann væri með verki í ökklanum. „Mér er aðeins illt í ökklanum en annars líður mér mjög vel. Eftir skituna í síðasta leik þá komum við með ákveðna yfirlýsingu í þessum leik. Við þurftum að koma til baka og gera þetta almennilega og mér fannst við gera það,“ sagði Haukur Helgi í viðtali við Vísi eftir leik. „Við erum sáttir að vinna tvo af síðustu þrem. Við unnum Keflavík úti, það var ekki fallegasti leikurinn en náðum í sigurinn þar. Töpuðum á móti Stjörnunni úti en þeir eru á mikilli uppleið og tóku okkur í bakaríið. Svo er ég mjög sáttur með að koma hingað og ná í sigur sem sýnir að við eigum skilið að vera þarna við topp deildarinnar. Þeir unnu okkur hérna með 30 stigum í meistarar meistaranna þannig við urðum líka að svara fyrir það.“ Njarðvík vann fyrri hálfleikinn með tveimur stigum en áttu svo síðari hálfleikinn skuldlaust. Njarðvík vann seinni hálfleik með 15 stigum og Haukur telur lykillinn að frammistöðunni væri að hleypa Þórsurum aldrei í sína stemningu. „Þeir tóku áhlaup í enda annars leikhluta en við vissum að þeir myndu gera það. Mér finnst við vera hættulegastir þegar við erum snöggir að taka boltann inn og fara alltaf strax í næsta 'play' og leyfa Þór ekki að fá stemninguna þegar þeir skora. Það hentaði okkur vel að keyra beint í bakið á þeim og vera fastari fyrir.“ Það hefur verið kallað svolítið eftir því að íslenskir landsliðsmenn fái afslátt af villum hjá dómurum í deildinni. Haukur fékk þrjár villur dæmdar á sig í leiknum en þær áttu að vera mun fleiri samkvæmt einhverjum hrópum og köllum úr stúkunni í Þorlákshöfn í kvöld. „Það gæti vel verið. Ég veit það ekki, kannski fæ ég afslátt einhvers staðar en ekki annars staðar. Það gæti vel verið. Ég heyrði stúkuna líka kalla á Mario að skjóta og hann gerði það og hitti úr öllu. Þannig þau mega segja það sem þau vilja,“ svaraði Haukur að lokum, aðspurður af því hvort hann teldi sig fá afslátt hjá dómurunum í deildinni. UMF Njarðvík Subway-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Íslenski boltinn Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Íslenski boltinn Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Fleiri fréttir „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Tap í fyrsta leik Alba Berlin „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Stórsigur Stólanna í Víkinni Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Hrikalegur árekstur Tsunoda, nýtt áfall fyrir Ferrari og Piastri fremstur Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Þurfum að fara í miklu öflugra samtal við stjórnvöld“ Daníel tekur við KR Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Kylfingum skipað að flýja þrumuveðrið „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjá meira
„Mér er aðeins illt í ökklanum en annars líður mér mjög vel. Eftir skituna í síðasta leik þá komum við með ákveðna yfirlýsingu í þessum leik. Við þurftum að koma til baka og gera þetta almennilega og mér fannst við gera það,“ sagði Haukur Helgi í viðtali við Vísi eftir leik. „Við erum sáttir að vinna tvo af síðustu þrem. Við unnum Keflavík úti, það var ekki fallegasti leikurinn en náðum í sigurinn þar. Töpuðum á móti Stjörnunni úti en þeir eru á mikilli uppleið og tóku okkur í bakaríið. Svo er ég mjög sáttur með að koma hingað og ná í sigur sem sýnir að við eigum skilið að vera þarna við topp deildarinnar. Þeir unnu okkur hérna með 30 stigum í meistarar meistaranna þannig við urðum líka að svara fyrir það.“ Njarðvík vann fyrri hálfleikinn með tveimur stigum en áttu svo síðari hálfleikinn skuldlaust. Njarðvík vann seinni hálfleik með 15 stigum og Haukur telur lykillinn að frammistöðunni væri að hleypa Þórsurum aldrei í sína stemningu. „Þeir tóku áhlaup í enda annars leikhluta en við vissum að þeir myndu gera það. Mér finnst við vera hættulegastir þegar við erum snöggir að taka boltann inn og fara alltaf strax í næsta 'play' og leyfa Þór ekki að fá stemninguna þegar þeir skora. Það hentaði okkur vel að keyra beint í bakið á þeim og vera fastari fyrir.“ Það hefur verið kallað svolítið eftir því að íslenskir landsliðsmenn fái afslátt af villum hjá dómurum í deildinni. Haukur fékk þrjár villur dæmdar á sig í leiknum en þær áttu að vera mun fleiri samkvæmt einhverjum hrópum og köllum úr stúkunni í Þorlákshöfn í kvöld. „Það gæti vel verið. Ég veit það ekki, kannski fæ ég afslátt einhvers staðar en ekki annars staðar. Það gæti vel verið. Ég heyrði stúkuna líka kalla á Mario að skjóta og hann gerði það og hitti úr öllu. Þannig þau mega segja það sem þau vilja,“ svaraði Haukur að lokum, aðspurður af því hvort hann teldi sig fá afslátt hjá dómurunum í deildinni.
UMF Njarðvík Subway-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Íslenski boltinn Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Íslenski boltinn Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Fleiri fréttir „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Tap í fyrsta leik Alba Berlin „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Stórsigur Stólanna í Víkinni Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Hrikalegur árekstur Tsunoda, nýtt áfall fyrir Ferrari og Piastri fremstur Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Þurfum að fara í miklu öflugra samtal við stjórnvöld“ Daníel tekur við KR Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Kylfingum skipað að flýja þrumuveðrið „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjá meira