Körfubolti

NBA: Grizzlies áfram á sigurbraut

Sigurður Orri Kristjánsson skrifar
Jaren Jackson Jr. var öflugur í nótt
Jaren Jackson Jr. var öflugur í nótt EPA-EFE/ETIENNE LAURENT

Memphis Grizzlies hefur heldur betur komið á óvart í vetur og unnu enn einn leikinn í nótt þegar þeir mættu meiðslahrjáðu liði Los Angeles Clippers, 108-123.

Memphis voru án síns besta leikmanns í nótt, Ja Morant, en það kom ekki að sök því aðrir leikmenn liðsins stigu upp í fjarveru hans og liðið vann sinn áttunda leik í röð. Jaren Jackson Jr. skoraði 31 stig fyrir Memphis og Demond Bane skoraði 29. Hjá Clippers var Marcus Morris Sr. stigahæstur með 29 stig.

Milwaukee Bucks hefur ekki verið að spila vel undanfarið og töpuðu í nótt fyrir Charlotte Hornets, 114-106. Bucks hefur nú tapað þremur af síðustu fjórum leikjum sínum. Terry Rozier skoraði 28 stig fyrir Hornets og háloftafuglinn Miles Bridges skoraði 21. Hjá meisturunum var það að venju Giannis Antetokounmpo sem dró vagninn en hann skoraði 43 stig og tók 12 fráköst.

Miami Heat hefur ekki séð fulla leikskýrslu hjá sér í allan vetur en unnu samt sem áður flottan sigur á toppliði Phoenix Suns 100-123 í Phoenix. Tyler Herro hefur verið mjög öflugur há Heat undanfarið og það varð engin breyting á því í nótt en hann skoraði 33 stig í leiknum. Hjá Suns var Devin Booker stigahæstur með 26 stig.

Önnur úrslit næturinnar:

Detroit Pistons 97-92 Orlando Magic

Indiana Pacers 125-113 Utah Jazz

Boston Celtics 99-75 New York Knicks

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×