Mikilvægur sigur hjá Martin og félögum í Valencia Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 9. janúar 2022 13:00 Martin átti flottan leik í dag EPA-EFE/Miguel Angel Polo Martin Hermannsson og félagar hans í spænska úrvalsdeildarliðinu Valencia unnu góðan sigur á Unicaja Malaga á útivelli í dag. Lokatölur leiksins urðu 82-87. Fyrir leikinn var Valencia í sjötta sæti deildarinnar með átta sigra og sex töp en Unicaja voru í því tíunda með sjö sigra og átta töp. Unicaja byrjaði leikinn betur og komst fljótlega átta stigum yfir. Leikmenn liðsins voru gríðarlega grimmir í vörninni og tókst að trufla sóknarleik Valencia sem gengur mestmegnis upp á að nýta boltahindranir til þess að komast að körfunni. Valencia náði þó vopnum sínum og minnkaði muninn niður í þrjú stig, 20-17. Gestirnir byrjuðu annan leikhlutann mjög sterkt og komust yfir fljótlega. Leikmenn Unicaja létu dómara leiksins fara mikið í taugarnar á sér á þessum kafla og uppskáru þrjár tæknivillur í leikhlutanum. Staðan í hálfleik 32-44 fyrir Valencia. Þriðji leikhlutinn var svo eign Valencia sem unnu leikhlutann með sex stigum. 22-16 og héldu áfram að byggja upp góða forystu. Vörn heimamanna var ekki upp á marga fiska í leikhlutanum og lét þjálfari liðsins, Fotis Katsukaris, þá heyra það í leikhléum. Staðan eftir þrjá leikhluta var 48-66. Valencia náði mest 23 stiga forystu í fjórða leikhlutanum en þá fór að síga á ógæfuhliðina. Unicaja skoruðu þrist eftir þrist og minnkuðu muninn mest niður í fimm stig. En nær komust þeir ekki. Martin var ískaldur á vítalínunni og kláraði leikinn þar. Lokatölur 82-87 fyrir Valencia. Martin Hermannsson átti flottan leik fyrir Valencia, skoraði 16 stig og var stigahæstur hjá Valencia. Hann setti ellefu af tólf vítaskotum sínum í leiknum. Stigahæstur hjá Unicaja var Norris Cole með 16 stig. Spænski körfuboltinn Mest lesið „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Fótbolti Warholm setti fyrsta heimsmetið Sport Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Dagskráin í dag: Stútfullur sófasunnudagur til sigurs Sport Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga Fótbolti Atli og Thelma Íslandsmeistarar í fjölþraut Sport „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Körfubolti Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Hollywood-liðið komið upp í B-deild Fótbolti Fleiri fréttir „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Sjá meira
Fyrir leikinn var Valencia í sjötta sæti deildarinnar með átta sigra og sex töp en Unicaja voru í því tíunda með sjö sigra og átta töp. Unicaja byrjaði leikinn betur og komst fljótlega átta stigum yfir. Leikmenn liðsins voru gríðarlega grimmir í vörninni og tókst að trufla sóknarleik Valencia sem gengur mestmegnis upp á að nýta boltahindranir til þess að komast að körfunni. Valencia náði þó vopnum sínum og minnkaði muninn niður í þrjú stig, 20-17. Gestirnir byrjuðu annan leikhlutann mjög sterkt og komust yfir fljótlega. Leikmenn Unicaja létu dómara leiksins fara mikið í taugarnar á sér á þessum kafla og uppskáru þrjár tæknivillur í leikhlutanum. Staðan í hálfleik 32-44 fyrir Valencia. Þriðji leikhlutinn var svo eign Valencia sem unnu leikhlutann með sex stigum. 22-16 og héldu áfram að byggja upp góða forystu. Vörn heimamanna var ekki upp á marga fiska í leikhlutanum og lét þjálfari liðsins, Fotis Katsukaris, þá heyra það í leikhléum. Staðan eftir þrjá leikhluta var 48-66. Valencia náði mest 23 stiga forystu í fjórða leikhlutanum en þá fór að síga á ógæfuhliðina. Unicaja skoruðu þrist eftir þrist og minnkuðu muninn mest niður í fimm stig. En nær komust þeir ekki. Martin var ískaldur á vítalínunni og kláraði leikinn þar. Lokatölur 82-87 fyrir Valencia. Martin Hermannsson átti flottan leik fyrir Valencia, skoraði 16 stig og var stigahæstur hjá Valencia. Hann setti ellefu af tólf vítaskotum sínum í leiknum. Stigahæstur hjá Unicaja var Norris Cole með 16 stig.
Spænski körfuboltinn Mest lesið „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Fótbolti Warholm setti fyrsta heimsmetið Sport Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Dagskráin í dag: Stútfullur sófasunnudagur til sigurs Sport Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga Fótbolti Atli og Thelma Íslandsmeistarar í fjölþraut Sport „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Körfubolti Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Hollywood-liðið komið upp í B-deild Fótbolti Fleiri fréttir „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Sjá meira