Lýsa yfir neyðarstigi almannavarna vegna stöðu faraldursins Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 9. janúar 2022 18:26 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Samsett Ríkislögreglustjóri hyggst á þriðjudag lýsa yfir neyðarstigi almannavarna vegna sívaxandi álags á heilbrigðiskerfið. Þetta er í annað sinn í faraldrinum sem hæsta viðbúnaðarstigi er lýst yfir vegna faraldurs kórónuveirunnar. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, segir að breytingin hafi ekki bein áhrif á almenning heldur snúi fyrst og fremst að þeim aðilum sem hafi hlutverki að gegna í viðbragðsáætlun vegna heimsfaraldurs. „Þetta setur allar stofnanir og þá sem gegna skilgreindu hlutverki aðeins ofar í viðbúnaðnum. Menn virkja sínar áætlanir á hæsta stigi og grípa til ráðstafana til að koma enn frekar í veg fyrir hugsanleg hópsmit hjá sér og annað slíkt.“ Þurfi að grípa til frekari aðgerða Þegar síðast var lýst yfir neyðarstigi í mars árið 2020 var því aflétt í maí sama ár. Viðbragð við faraldrinum miðast við stigin óvissustig, hættustig og neyðarstig en hættustig hefur verið í gildi vegna faraldursins um nokkurn tíma. Almannavarnir meta stöðu faraldursins nú það alvarlega að það þurfi að grípa til frekari aðgerða. „Við sjáum bara hvernig staðan er að þyngjast víða um land og nú er búið að grípa til þessara aðgerða að stytta einangrun og auka sveigjanleika með sóttkvínni, og vonandi hefur það einhver áhrif á mikilvæga starfsemi að halda henni betur úti, en það fjölgar stöðugt þeim sem eru í einangrun og meðan smitin eru þetta mörg þá hefur það augljóslega mikil áhrif og við þurfum að vera tilbúin að bregðast við því,“ segir Víðir. Óraunhæfur samanburður Þær raddir hafa heyrst í samfélaginu að minni ástæða sé til að herða aðgerðir nú en í fyrri bylgjum þar sem fólk sé síður að veikjast illa af ómíkron afbrigðinu. Víðir segir stöðuna samt sem áður alvarlega. „Það eru 38 á spítalanum, átta á gjörgæslu og tveir létust síðasta sólarhring. Ég veit ekki hvað þarf mikið til þess að fólk telji það alvarlegt eða ekki. Auðvitað er hlutfall þeirra sem er að veikjast alvarlega lægra en af delta afbrigðinu en þetta eru svona 0,5 prósent sem veikjast mjög illa og það er bara að valda gríðarlegu álagi á allt heilbrigðiskerfið. Sá fjöldi sem er að smitast og er það veikur og fer ekki í vinnu hann er bara að verða mjög mikill þannig að allur samanburður við eitthvað er alveg óraunhæfur í þessu,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Heilbrigðismál Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Sjá meira
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, segir að breytingin hafi ekki bein áhrif á almenning heldur snúi fyrst og fremst að þeim aðilum sem hafi hlutverki að gegna í viðbragðsáætlun vegna heimsfaraldurs. „Þetta setur allar stofnanir og þá sem gegna skilgreindu hlutverki aðeins ofar í viðbúnaðnum. Menn virkja sínar áætlanir á hæsta stigi og grípa til ráðstafana til að koma enn frekar í veg fyrir hugsanleg hópsmit hjá sér og annað slíkt.“ Þurfi að grípa til frekari aðgerða Þegar síðast var lýst yfir neyðarstigi í mars árið 2020 var því aflétt í maí sama ár. Viðbragð við faraldrinum miðast við stigin óvissustig, hættustig og neyðarstig en hættustig hefur verið í gildi vegna faraldursins um nokkurn tíma. Almannavarnir meta stöðu faraldursins nú það alvarlega að það þurfi að grípa til frekari aðgerða. „Við sjáum bara hvernig staðan er að þyngjast víða um land og nú er búið að grípa til þessara aðgerða að stytta einangrun og auka sveigjanleika með sóttkvínni, og vonandi hefur það einhver áhrif á mikilvæga starfsemi að halda henni betur úti, en það fjölgar stöðugt þeim sem eru í einangrun og meðan smitin eru þetta mörg þá hefur það augljóslega mikil áhrif og við þurfum að vera tilbúin að bregðast við því,“ segir Víðir. Óraunhæfur samanburður Þær raddir hafa heyrst í samfélaginu að minni ástæða sé til að herða aðgerðir nú en í fyrri bylgjum þar sem fólk sé síður að veikjast illa af ómíkron afbrigðinu. Víðir segir stöðuna samt sem áður alvarlega. „Það eru 38 á spítalanum, átta á gjörgæslu og tveir létust síðasta sólarhring. Ég veit ekki hvað þarf mikið til þess að fólk telji það alvarlegt eða ekki. Auðvitað er hlutfall þeirra sem er að veikjast alvarlega lægra en af delta afbrigðinu en þetta eru svona 0,5 prósent sem veikjast mjög illa og það er bara að valda gríðarlegu álagi á allt heilbrigðiskerfið. Sá fjöldi sem er að smitast og er það veikur og fer ekki í vinnu hann er bara að verða mjög mikill þannig að allur samanburður við eitthvað er alveg óraunhæfur í þessu,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Heilbrigðismál Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Sjá meira