Ara Edwald sagt upp störfum í kjölfar ásakana um kynferðisofbeldi Eiður Þór Árnason skrifar 9. janúar 2022 23:16 Ari Edwald fór í tímabundið leyfi í kjölfar umræðu um meinta þátttöku hans í kynferðisofbeldi. Ara Edwald, framkvæmdastjóra Íseyjar útflutnings, hefur verið sagt upp störfum. Uppsögnin tók strax gildi. Mbl.is greinir frá þessu og vísar í tölvupóst sem stjórn Íseyjar sendi félagsmönnum samvinnufélagsins Auðhumlu, sem á meirihluta í Ísey útflutningi og Mjólkursamsölunni. Greint var frá því fyrir helgi að Ari væri kominn í tímabundið leyfi vegna ásakana um kynferðisofbeldi. Óskaði hann sjálfur eftir því að fara í leyfi, að sögn stjórnarformanns. Umræddar ásakanir komu fram í hlaðvarpsþættinum Eigin konur þar sem Vítalía Lazareva, 24 ára gömul kona, lýsti kynferðisofbeldi sem hún sagðist hafa verið beitt í sumarbústaðarferð í desember 2020. Vítalía tjáði sig fyrst um meint ofbeldi í röð færslna á samfélagsmiðlum þar sem hún nefndi Ara í þessu samhengi ásamt þremur öðrum karlmönnum. Fréttu af málinu í haust „Við vissum af þessu strax í haust þegar þetta kom á samfélagsmiðlum og við tókum það mjög alvarlega. Þá var gert samkomulag við hann að ef það yrði eitthvað meira úr þessu, kærur eða eitthvað slíkt þá myndi hann óska eftir leyfi,“ sagði Elín Margrét Stefánsdóttir, stjórnarformaður Íseyjar útflutnings, í samtali við fréttastofu á fimmtudag. Einar Einarsson, aðstoðarmaður Ara, hefur sinnt verkefnum hans á meðan hann var í leyfi. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur Ari einnig stigið til hliðar sem formaður atvinnuveganefndar Sjálfstæðisflokksins. Stjórnin taldi sér skylt að rifta ráðningarsamningnum Fram kemur í tölvupóstinum frá stjórn Íseyjar útflutnings, sem mbl.is hefur undir höndum, að ónákvæmar upplýsingar hafi borist í lok október um meinta þátttöku Ara í „ósæmilegri kynferðislegri háttsemi gagnvart ungri konu í lok árs 2020.“ Stjórn félagsins hafi þá fundað oft um málið sem var enn til meðferðar þegar Vítalía steig fram í viðtali við Eddu Falak. „Þær ásakanir sem nú eru komnar fram á hendur framkvæmdastjóra eru með þeim hætti að stjórn félagsins taldi sér skylt, að vel athuguðu máli, að segja upp ráðningarsamningnum við hann, með áskilnaði til riftunar síðar ef tilefni gefst til, með hliðsjón af hagsmunum félagsins, starfsfólks og viðskiptamönnum þess, og ekki síður meintum þolanda,“ segir í póstinum sem vísað er til í frétt mbl.is. Fréttin hefur verið uppfærð. Mál Vítalíu Lazarevu MeToo Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Ari Edwald farinn í tímabundið leyfi vegna ásakana um kynferðisbrot Ari Edwald, framkvæmdastjóri Ísey útflutnings, dótturfélags Mjólkursamsölunnar, er kominn í tímabundið leyfi vegna ásakana um kynferðisofbeldi. Ari óskaði eftir að fara í leyfi sjálfur. 6. janúar 2022 13:10 Dagurinn sem fimm þjóðþekktir karlmenn stigu til hliðar Hún var hröð atburðarrásin í dag þegar fimm þjóðþekktir karlmenn ýmist létu af störfum eða fóru í leyfi í tengslum við ásakanir ungrar konu um að fjórir þeirra hafi brotið á henni á meðan hún átti í ástarsambandi við vin þeirra. 6. janúar 2022 23:30 Atburðir gærdagsins marki tímamót í baráttu gegn kynferðisofbeldi Prófessor í heimspeki segir gærdaginn, þegar fimm þjóðþekktir karlmenn ýmist létu af störfum eða fóru í leyfi í tengslum við ásakanir ungrar konu um að fjórir þeirra hafi brotið á henni á meðan hún átti í ástarsambandi við vin þeirra, vera sögulegan. 7. janúar 2022 21:50 „Ég horfi í augun á honum og segi að ég vil þetta ekki“ Ung kona segist vera að leita réttar síns eftir að brotið hafi verið á henni af þremur eldri karlmönnum. Hún segir brotin hafa átt sér stað þegar hún var í ástarsambandi með vini þeirra. Hún hafi viljað þóknast honum og frosið þegar brotið hafi verið á henni. 4. janúar 2022 17:30 Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Sjá meira
Mbl.is greinir frá þessu og vísar í tölvupóst sem stjórn Íseyjar sendi félagsmönnum samvinnufélagsins Auðhumlu, sem á meirihluta í Ísey útflutningi og Mjólkursamsölunni. Greint var frá því fyrir helgi að Ari væri kominn í tímabundið leyfi vegna ásakana um kynferðisofbeldi. Óskaði hann sjálfur eftir því að fara í leyfi, að sögn stjórnarformanns. Umræddar ásakanir komu fram í hlaðvarpsþættinum Eigin konur þar sem Vítalía Lazareva, 24 ára gömul kona, lýsti kynferðisofbeldi sem hún sagðist hafa verið beitt í sumarbústaðarferð í desember 2020. Vítalía tjáði sig fyrst um meint ofbeldi í röð færslna á samfélagsmiðlum þar sem hún nefndi Ara í þessu samhengi ásamt þremur öðrum karlmönnum. Fréttu af málinu í haust „Við vissum af þessu strax í haust þegar þetta kom á samfélagsmiðlum og við tókum það mjög alvarlega. Þá var gert samkomulag við hann að ef það yrði eitthvað meira úr þessu, kærur eða eitthvað slíkt þá myndi hann óska eftir leyfi,“ sagði Elín Margrét Stefánsdóttir, stjórnarformaður Íseyjar útflutnings, í samtali við fréttastofu á fimmtudag. Einar Einarsson, aðstoðarmaður Ara, hefur sinnt verkefnum hans á meðan hann var í leyfi. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur Ari einnig stigið til hliðar sem formaður atvinnuveganefndar Sjálfstæðisflokksins. Stjórnin taldi sér skylt að rifta ráðningarsamningnum Fram kemur í tölvupóstinum frá stjórn Íseyjar útflutnings, sem mbl.is hefur undir höndum, að ónákvæmar upplýsingar hafi borist í lok október um meinta þátttöku Ara í „ósæmilegri kynferðislegri háttsemi gagnvart ungri konu í lok árs 2020.“ Stjórn félagsins hafi þá fundað oft um málið sem var enn til meðferðar þegar Vítalía steig fram í viðtali við Eddu Falak. „Þær ásakanir sem nú eru komnar fram á hendur framkvæmdastjóra eru með þeim hætti að stjórn félagsins taldi sér skylt, að vel athuguðu máli, að segja upp ráðningarsamningnum við hann, með áskilnaði til riftunar síðar ef tilefni gefst til, með hliðsjón af hagsmunum félagsins, starfsfólks og viðskiptamönnum þess, og ekki síður meintum þolanda,“ segir í póstinum sem vísað er til í frétt mbl.is. Fréttin hefur verið uppfærð.
Mál Vítalíu Lazarevu MeToo Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Ari Edwald farinn í tímabundið leyfi vegna ásakana um kynferðisbrot Ari Edwald, framkvæmdastjóri Ísey útflutnings, dótturfélags Mjólkursamsölunnar, er kominn í tímabundið leyfi vegna ásakana um kynferðisofbeldi. Ari óskaði eftir að fara í leyfi sjálfur. 6. janúar 2022 13:10 Dagurinn sem fimm þjóðþekktir karlmenn stigu til hliðar Hún var hröð atburðarrásin í dag þegar fimm þjóðþekktir karlmenn ýmist létu af störfum eða fóru í leyfi í tengslum við ásakanir ungrar konu um að fjórir þeirra hafi brotið á henni á meðan hún átti í ástarsambandi við vin þeirra. 6. janúar 2022 23:30 Atburðir gærdagsins marki tímamót í baráttu gegn kynferðisofbeldi Prófessor í heimspeki segir gærdaginn, þegar fimm þjóðþekktir karlmenn ýmist létu af störfum eða fóru í leyfi í tengslum við ásakanir ungrar konu um að fjórir þeirra hafi brotið á henni á meðan hún átti í ástarsambandi við vin þeirra, vera sögulegan. 7. janúar 2022 21:50 „Ég horfi í augun á honum og segi að ég vil þetta ekki“ Ung kona segist vera að leita réttar síns eftir að brotið hafi verið á henni af þremur eldri karlmönnum. Hún segir brotin hafa átt sér stað þegar hún var í ástarsambandi með vini þeirra. Hún hafi viljað þóknast honum og frosið þegar brotið hafi verið á henni. 4. janúar 2022 17:30 Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Sjá meira
Ari Edwald farinn í tímabundið leyfi vegna ásakana um kynferðisbrot Ari Edwald, framkvæmdastjóri Ísey útflutnings, dótturfélags Mjólkursamsölunnar, er kominn í tímabundið leyfi vegna ásakana um kynferðisofbeldi. Ari óskaði eftir að fara í leyfi sjálfur. 6. janúar 2022 13:10
Dagurinn sem fimm þjóðþekktir karlmenn stigu til hliðar Hún var hröð atburðarrásin í dag þegar fimm þjóðþekktir karlmenn ýmist létu af störfum eða fóru í leyfi í tengslum við ásakanir ungrar konu um að fjórir þeirra hafi brotið á henni á meðan hún átti í ástarsambandi við vin þeirra. 6. janúar 2022 23:30
Atburðir gærdagsins marki tímamót í baráttu gegn kynferðisofbeldi Prófessor í heimspeki segir gærdaginn, þegar fimm þjóðþekktir karlmenn ýmist létu af störfum eða fóru í leyfi í tengslum við ásakanir ungrar konu um að fjórir þeirra hafi brotið á henni á meðan hún átti í ástarsambandi við vin þeirra, vera sögulegan. 7. janúar 2022 21:50
„Ég horfi í augun á honum og segi að ég vil þetta ekki“ Ung kona segist vera að leita réttar síns eftir að brotið hafi verið á henni af þremur eldri karlmönnum. Hún segir brotin hafa átt sér stað þegar hún var í ástarsambandi með vini þeirra. Hún hafi viljað þóknast honum og frosið þegar brotið hafi verið á henni. 4. janúar 2022 17:30