Taka sýni úr um þúsund manns til að kanna útbreiðsluna Fanndís Birna Logadóttir skrifar 10. janúar 2022 16:31 Sóttvarnalæknir safnar nú blóðsýnum í samvinnu við Íslenska erfðagreiningu. Vísir/Vilhelm Íslensk erfðagreining mun í vikunni fara af stað með rannsókn þar sem raunveruleg útbreiðsla kórónuveirunnar verður könnuð. Um þúsund manns munu fá boð til að taka þátt og munu niðurstöðurnar nýtast sóttvarnalækni til að skipuleggja viðbrögð við Covid-19. Íslensk erfðagreining hefur nú hafist handa við að kanna raunverulega útbreiðslu kórónuveirunnar í samfélaginu en sóttvarnalæknir safnar nú blóðsýnum í samvinnu við Íslenska erfðagreiningu og heilbrigðisstofnanir. Niðurstöðurnar úr mótefnamælingum verða síðan nýttar af sóttvarnalækni til að skipuleggja viðbrögð við Covid-19. Um er að ræða svipaða rannsókn og Íslensk erfðagreining framkvæmdi í apríl 2020 þar sem í ljós kom að tvöfalt fleiri hefðu smitast af veirunni þá heldur en PCR-prófin höfðu náð að greina. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sagði í samtali við fréttastofu í síðustu viku að í ljósi þess hve margir eru nú að greinast smitaðir sé mjög líklegt að fleiri séu að smitast en PCR prófin ná að greina. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir tók undir það „Það getur breytt miklu að sjá raunverulega hverjir hafa smitast af veirunni og hverjir ekki, hvað er það stórt hlutfall. Það getur hjálpað mjög mikið við að segja okkur hvað er í vændum, við hverju gætum við búist og þar fram eftir götunum, þannig það verður mjög hjálplegt hvað varðar sóttvarnaráðstafanir og útlit okkar á faraldurinn í framhaldinu, alveg klárlega,“ sagði Þórólfur. Einstaklingar utan höfuðborgarsvæðisins geta einnig tekið þátt Tekið verður slembiúrtak úr einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu á aldrinum 18 til 78 ára en ráðgert er að safna sýnum frá um eitt þúsund einstaklingum. Munu þeir einstaklingar fá boð með sms skilaboðum um að gefa blóð í Þjónustumiðstöð rannsóknarvverkefna. Þá verða einstaklingar utan höfuðborgarsvæðisins sem fara í blóðprufu af öðrum ástæðum einnig beðnir um að leyfa töku viðbótarsýnis sem verður sent til ÍE til mótefnamælinga. „Með því að mæla mótefni gegn bæði kjarnapróteini og broddpróteini SARS-CoV-2 veirunnar má greina hvort einstaklingur hafi smitast af veirunni, þá hefur hann bæði mótefni gegn kjarnapróteini og broddpróteini, eða hvort hann hafi verið bólusettur en ekki smitast, þá hefur hann bara mótefni gegn broddpróteininu. Mótefni gegn broddpróteininu eru talin mikilvægust fyrir vernd gegn smiti og gegn alvarlegum veikindum af völdum COVID-19,“ segir í tilkynningu frá Íslenskri erfðagreiningu. Íslensk erfðagreining mun framkvæma mótefnamælingar og vinna úr niðurstöðunum með sóttvarnalækni en blóðprufur verða ekki notaðar í aðrar rannsóknir nema að fengnu upplýstu samþykki viðkomandi einstaklings. Sóttvarnarlæknir mun síðar upplýsa hvern og einn um sína niðurstöðu mótefna gegn broddpróteininu í gegnum Heilsuveru. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Heilbrigðismál Tengdar fréttir 926 greindust innanlands í gær 926 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 170 greindust á landamærum. 10. janúar 2022 10:56 „Ég held að Ragnar sé ekki á réttri leið með þessar vangaveltur“ „Ég held að Ragnar sé ekki á réttri leið með þessar vangaveltur, því miður. Hann hugsar dæmið ekki alveg til enda. Ef við hættum að taka þessi sýni úti í bæ, þá vitum við ekki hver er smitaður og hver ekki. Þá getum við ekki lengur beitt þessari sóttkví og einangrun sem þó er að halda í horfinu og að tempra útbreiðslu smitsins.“ 10. janúar 2022 08:18 Lýsa yfir neyðarstigi almannavarna vegna stöðu faraldursins Ríkislögreglustjóri hyggst á þriðjudag lýsa yfir neyðarstigi almannavarna vegna sívaxandi álags á heilbrigðiskerfið. Þetta er í annað sinn í faraldrinum sem hæsta viðbúnaðarstigi er lýst yfir vegna faraldurs kórónuveirunnar. 9. janúar 2022 18:26 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Íslensk erfðagreining hefur nú hafist handa við að kanna raunverulega útbreiðslu kórónuveirunnar í samfélaginu en sóttvarnalæknir safnar nú blóðsýnum í samvinnu við Íslenska erfðagreiningu og heilbrigðisstofnanir. Niðurstöðurnar úr mótefnamælingum verða síðan nýttar af sóttvarnalækni til að skipuleggja viðbrögð við Covid-19. Um er að ræða svipaða rannsókn og Íslensk erfðagreining framkvæmdi í apríl 2020 þar sem í ljós kom að tvöfalt fleiri hefðu smitast af veirunni þá heldur en PCR-prófin höfðu náð að greina. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sagði í samtali við fréttastofu í síðustu viku að í ljósi þess hve margir eru nú að greinast smitaðir sé mjög líklegt að fleiri séu að smitast en PCR prófin ná að greina. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir tók undir það „Það getur breytt miklu að sjá raunverulega hverjir hafa smitast af veirunni og hverjir ekki, hvað er það stórt hlutfall. Það getur hjálpað mjög mikið við að segja okkur hvað er í vændum, við hverju gætum við búist og þar fram eftir götunum, þannig það verður mjög hjálplegt hvað varðar sóttvarnaráðstafanir og útlit okkar á faraldurinn í framhaldinu, alveg klárlega,“ sagði Þórólfur. Einstaklingar utan höfuðborgarsvæðisins geta einnig tekið þátt Tekið verður slembiúrtak úr einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu á aldrinum 18 til 78 ára en ráðgert er að safna sýnum frá um eitt þúsund einstaklingum. Munu þeir einstaklingar fá boð með sms skilaboðum um að gefa blóð í Þjónustumiðstöð rannsóknarvverkefna. Þá verða einstaklingar utan höfuðborgarsvæðisins sem fara í blóðprufu af öðrum ástæðum einnig beðnir um að leyfa töku viðbótarsýnis sem verður sent til ÍE til mótefnamælinga. „Með því að mæla mótefni gegn bæði kjarnapróteini og broddpróteini SARS-CoV-2 veirunnar má greina hvort einstaklingur hafi smitast af veirunni, þá hefur hann bæði mótefni gegn kjarnapróteini og broddpróteini, eða hvort hann hafi verið bólusettur en ekki smitast, þá hefur hann bara mótefni gegn broddpróteininu. Mótefni gegn broddpróteininu eru talin mikilvægust fyrir vernd gegn smiti og gegn alvarlegum veikindum af völdum COVID-19,“ segir í tilkynningu frá Íslenskri erfðagreiningu. Íslensk erfðagreining mun framkvæma mótefnamælingar og vinna úr niðurstöðunum með sóttvarnalækni en blóðprufur verða ekki notaðar í aðrar rannsóknir nema að fengnu upplýstu samþykki viðkomandi einstaklings. Sóttvarnarlæknir mun síðar upplýsa hvern og einn um sína niðurstöðu mótefna gegn broddpróteininu í gegnum Heilsuveru.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Heilbrigðismál Tengdar fréttir 926 greindust innanlands í gær 926 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 170 greindust á landamærum. 10. janúar 2022 10:56 „Ég held að Ragnar sé ekki á réttri leið með þessar vangaveltur“ „Ég held að Ragnar sé ekki á réttri leið með þessar vangaveltur, því miður. Hann hugsar dæmið ekki alveg til enda. Ef við hættum að taka þessi sýni úti í bæ, þá vitum við ekki hver er smitaður og hver ekki. Þá getum við ekki lengur beitt þessari sóttkví og einangrun sem þó er að halda í horfinu og að tempra útbreiðslu smitsins.“ 10. janúar 2022 08:18 Lýsa yfir neyðarstigi almannavarna vegna stöðu faraldursins Ríkislögreglustjóri hyggst á þriðjudag lýsa yfir neyðarstigi almannavarna vegna sívaxandi álags á heilbrigðiskerfið. Þetta er í annað sinn í faraldrinum sem hæsta viðbúnaðarstigi er lýst yfir vegna faraldurs kórónuveirunnar. 9. janúar 2022 18:26 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
926 greindust innanlands í gær 926 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 170 greindust á landamærum. 10. janúar 2022 10:56
„Ég held að Ragnar sé ekki á réttri leið með þessar vangaveltur“ „Ég held að Ragnar sé ekki á réttri leið með þessar vangaveltur, því miður. Hann hugsar dæmið ekki alveg til enda. Ef við hættum að taka þessi sýni úti í bæ, þá vitum við ekki hver er smitaður og hver ekki. Þá getum við ekki lengur beitt þessari sóttkví og einangrun sem þó er að halda í horfinu og að tempra útbreiðslu smitsins.“ 10. janúar 2022 08:18
Lýsa yfir neyðarstigi almannavarna vegna stöðu faraldursins Ríkislögreglustjóri hyggst á þriðjudag lýsa yfir neyðarstigi almannavarna vegna sívaxandi álags á heilbrigðiskerfið. Þetta er í annað sinn í faraldrinum sem hæsta viðbúnaðarstigi er lýst yfir vegna faraldurs kórónuveirunnar. 9. janúar 2022 18:26
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?