Blaðamennirnir urðu fyrir hnífaárás í borginni Douala á fyrsta degi mótsins en þeir voru komnir til Kamerún til að fylgjast með landsliði Alsír sem spilar fyrsta leik sinn í dag.
Mehdi Dahak, sem á fótboltavefmiðil í Alsír, segir að kollegi sinni hafi endað á sjúkrahúsi eftir tvö djúp sár og hann sjálfur skarst í andliti.
The Algerian journalists who suffered a knife attack on the first day of Afcon want to carry on their coverage in Cameroon.
— BBC Sport (@BBCSport) January 10, 2022
More #bbcfootball
Blaðamennirnir voru rændir en árásarmennirnir komust yfir peninga, þrjá síma og vegabréf mannanna. Hún varð aðeins nokkrum sekúndum eftir að þremenningarnir yfirgáfu hótel sitt í stærstu borg Kamerún.
Þrátt fyrir þessa lífsreynslu þá vilja allir blaðamennirnir halda áfram störfum sínum á mótinu og eru því ekki á heimleið.
Smail Mohamed Amokrane, kom verst út úr árásinni en hann hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi.
„Hann vill halda áfram störfum á mótinu og ég líka,“ sagði Mehdi Dahak við breska ríkisútvarpið.
„Hann fékk tvö djúp sár eftir hnífstungurnar. Hann var stunginn í bakið en þeir saumuðu hann á sjúkrahúsinu. Hann er að hvíla sig. Þeir komu úr launsátri og réðust á okkur aðeins tíu metrum frá hótelinu,“ sagði Dahak.