Saumaði út „éttu skít“ meðan hún ræddi við dóttur sína Stefán Árni Pálsson skrifar 11. janúar 2022 14:30 Steinunn Ólína fer með hlutverk Elínar í þáttunum. Fjórði þátturinn af Svörtu söndum, í leikstjórn Baldvin Z, fór í loftið á Stöð 2 á sunnudagskvöldið en þættirnir fjalla um Anítu, þrítuga lögreglukonu, sem neyðist aftur á æskuslóðirnar sem hún flúði fyrir 14 árum. Uppgjör við móður hennar er óumflýjanlegt en líkfundur af ungri konu kollvarpar öllu. Aníta sogast niður dimman hyl fortíðar í leit að mögulegum fjöldamorðingja og uppgjörið breytist í martröð. Aldís Amah fer með aðalhlutverkið í þáttunum, hlutverk Anítu. Með önnur helstu hlutverk fara Þór Tulinius sem Ragnar, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir sem Elín, Ævar Þór Benediktsson sem Gústi og Kolbeinn Arnbjörnsson sem Salomon. Steinunn Ólína fer á kostum í þáttunum sem Elín, móðir Anítu en í síðasta þætti vakti eitt atriði nokkuð mikla athygli þegar Elín situr inni í eldhúsi að sauma út. Skilaboðin voru skýr í útsaumnum en þar stóð einfaldlega Éttu skít. Þó Steinunn Ólína sé afar sannfærandi í hlutverki sínu og sjálf liðtæk saumakona er verkið ekki hennar. María Rún Jóhannsdóttir lánaði samstarfsfólki sínu í leikmyndadeild verkið til að nota í þáttaröðinni. Steinunn Ólína birti sjálf mynd af sér úr tökum á þættinum á Facebook. Í hlaðvarpinu Sandkorn ræða kvikmyndagerðarmaðurinn Baldvin Z og bíófíkillinn Tómas Valgeirsson fjórða þáttinn. Serían er hálfnuð og nú fara hlutirnir að gerast. Í þættinum fara þeir yfir vinnuálag Anítu sem er orðið gríðarlega mikið. Kynlífssenurnar voru fyrirferðamiklar í fjórða þættinum og svo fóru þeir vel yfir umdeilda hljóðvinnslu í fyrsta þættinum af Svörtum söndum. Sumir töluðu um það á samfélagsmiðlum að ekki heyrðist nægilega vel í samtölum í fyrsta þættinum. Nú er hægt að sjá þættina með íslenskum texta á Stöð 2+. Hér að neðan má hlusta á hlaðvarpið í heild sinni. Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Svörtu sandar Mest lesið Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið „Þetta er þér að kenna“ Lífið Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ Lífið Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Fleiri fréttir Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Sjá meira
Uppgjör við móður hennar er óumflýjanlegt en líkfundur af ungri konu kollvarpar öllu. Aníta sogast niður dimman hyl fortíðar í leit að mögulegum fjöldamorðingja og uppgjörið breytist í martröð. Aldís Amah fer með aðalhlutverkið í þáttunum, hlutverk Anítu. Með önnur helstu hlutverk fara Þór Tulinius sem Ragnar, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir sem Elín, Ævar Þór Benediktsson sem Gústi og Kolbeinn Arnbjörnsson sem Salomon. Steinunn Ólína fer á kostum í þáttunum sem Elín, móðir Anítu en í síðasta þætti vakti eitt atriði nokkuð mikla athygli þegar Elín situr inni í eldhúsi að sauma út. Skilaboðin voru skýr í útsaumnum en þar stóð einfaldlega Éttu skít. Þó Steinunn Ólína sé afar sannfærandi í hlutverki sínu og sjálf liðtæk saumakona er verkið ekki hennar. María Rún Jóhannsdóttir lánaði samstarfsfólki sínu í leikmyndadeild verkið til að nota í þáttaröðinni. Steinunn Ólína birti sjálf mynd af sér úr tökum á þættinum á Facebook. Í hlaðvarpinu Sandkorn ræða kvikmyndagerðarmaðurinn Baldvin Z og bíófíkillinn Tómas Valgeirsson fjórða þáttinn. Serían er hálfnuð og nú fara hlutirnir að gerast. Í þættinum fara þeir yfir vinnuálag Anítu sem er orðið gríðarlega mikið. Kynlífssenurnar voru fyrirferðamiklar í fjórða þættinum og svo fóru þeir vel yfir umdeilda hljóðvinnslu í fyrsta þættinum af Svörtum söndum. Sumir töluðu um það á samfélagsmiðlum að ekki heyrðist nægilega vel í samtölum í fyrsta þættinum. Nú er hægt að sjá þættina með íslenskum texta á Stöð 2+. Hér að neðan má hlusta á hlaðvarpið í heild sinni.
Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Svörtu sandar Mest lesið Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið „Þetta er þér að kenna“ Lífið Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ Lífið Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Fleiri fréttir Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Sjá meira