Spyr heilbrigðisráðherra hvers vegna Janssen-fólki sé mismunað Eiður Þór Árnason skrifar 11. janúar 2022 11:52 Skúli Magnússon, umboðsmaður Alþingis. vísir/vilhelm Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir upplýsingum frá heilbrigðisráðherra um nýjar breytingar á reglum um sóttkví og einangrun. Beinist fyrirspurnin að því hvers vegna þær nái ekki til fólks sem fékk einn örvunarskammt í kjölfar bólusetningar með bóluefni Janssen. Með breytingunum sem tóku gildi 7. janúar er einstaklingum sem eru þríbólusettir minnst fjórtán dögum áður en þeir eru útsettir fyrir smiti meðal annars heimilt að sækja vinnu, skóla og matvöruverslanir á meðan þeir eru í sóttkví. Nýju reglurnar ná sömuleiðis til tvíbólusettra sem hafa jafnað sig af Covid-19. Ólíkt öðrum bóluefnum sem notuð hafa verið hér á landi gegn Covid-19 fer bólusetning með bóluefni Janssen fram með einum skammti í stað tveggja. Fram kemur í bréfi Skúla Magnússonar, umboðsmanns Alþingis, til Willum Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra að samkvæmt orðalagi nýrrar reglugerðar um sóttkví og einangrun vegna Covid-19 virðist þeir sem upphaflega voru bólusettir með bóluefni Janssen og þegið hafa einn örvunarskammt ekki falla undir áðurnefnda rýmkun á reglum um sóttkví. Spurning um meðalhóf og jafnræði Óskar umboðsmaður eftir upplýsingum um hvort til hafi staðið að gera þennan greinarmun á framkvæmd sóttkvíar bólusettra einstaklinga og þá hvaða gögn eða aðrar upplýsingar hafi legið til grundvallar mati heilbrigðisráðherra. Telur umboðsmaður að málið varði grunnreglur íslensks réttar um jafnræði og meðalhóf og þær kröfur sem gera verði á þeim grundvelli til setningar stjórnvaldsfyrirmæla með heimild í sóttvarnalögum. Að fengnum svörum ráðuneytisins hyggst umboðsmaður taka ákvörðun um hvort tilefni sé til að taka málið til nánari athugunar. Óskað er eftir því að skýringar heilbrigðisráðuneytisins berist eigi síðar en 18. janúar. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Sjá meira
Með breytingunum sem tóku gildi 7. janúar er einstaklingum sem eru þríbólusettir minnst fjórtán dögum áður en þeir eru útsettir fyrir smiti meðal annars heimilt að sækja vinnu, skóla og matvöruverslanir á meðan þeir eru í sóttkví. Nýju reglurnar ná sömuleiðis til tvíbólusettra sem hafa jafnað sig af Covid-19. Ólíkt öðrum bóluefnum sem notuð hafa verið hér á landi gegn Covid-19 fer bólusetning með bóluefni Janssen fram með einum skammti í stað tveggja. Fram kemur í bréfi Skúla Magnússonar, umboðsmanns Alþingis, til Willum Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra að samkvæmt orðalagi nýrrar reglugerðar um sóttkví og einangrun vegna Covid-19 virðist þeir sem upphaflega voru bólusettir með bóluefni Janssen og þegið hafa einn örvunarskammt ekki falla undir áðurnefnda rýmkun á reglum um sóttkví. Spurning um meðalhóf og jafnræði Óskar umboðsmaður eftir upplýsingum um hvort til hafi staðið að gera þennan greinarmun á framkvæmd sóttkvíar bólusettra einstaklinga og þá hvaða gögn eða aðrar upplýsingar hafi legið til grundvallar mati heilbrigðisráðherra. Telur umboðsmaður að málið varði grunnreglur íslensks réttar um jafnræði og meðalhóf og þær kröfur sem gera verði á þeim grundvelli til setningar stjórnvaldsfyrirmæla með heimild í sóttvarnalögum. Að fengnum svörum ráðuneytisins hyggst umboðsmaður taka ákvörðun um hvort tilefni sé til að taka málið til nánari athugunar. Óskað er eftir því að skýringar heilbrigðisráðuneytisins berist eigi síðar en 18. janúar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Sjá meira