Fallist á endurupptöku í tveimur málum vegna Landsréttarmálsins Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. janúar 2022 15:46 Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður sótti málin tvö fyrir Endurupptökudómi. Vísir/Vilhelm Endurupptökudómur hefur heimilað endurupptöku tveggja sakamála sem dæmd voru í Landsrétti. Grundvöllur endurupptöku er dómur Mannréttindardómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu. Greint var frá þessu á forsíðu Fréttablaðsins í dag en búið er að birta úrskurði Endurupptökudóms í báðum málunum. Annað málið snýst um stórfellt fíkniefnalagabrot þar sem karlmaður var dæmdur í þriggja ára fangelsi. Hitt málið snýr að kynferðisbroti þar sem einstaklingur var dæmdur í níu mánaða fangelsi. Í báðum málunum var farið fram á endurupptöku með vísan í niðurstöðu Mannréttindardómstóls Evrópu í máki Guðmundar Andra Ástráðssonar gegn íslenska ríkinu, Landréttarmálinu svokalla. Þar komst yfirdeild Mannréttindardómstólsins að þeiri niðurstöðu að skipan dómara í Landsrétt árið 2017 braut gegn 6. grein Mannréttindasáttmála Evrópu þar sem kveðið er á um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. Í báðum málunum sem Endurupptökudómur fjallaði um var Jón Finnbjörnsson einn dómara. Hann var einn fjögurra dómara sem Sigríður Á. Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, skipaði í Landsrétt án þess að vera talinn vera í hópi hæfustu umsækjenda. Jón fær lausn frá störfum Í niðurstöðu dómsins í báðum málunum segir að ef dómur Mannréttindadómstóls í máli Guðmundar Andra hefði fallið áður en að dómur féll í málunum tveimur verði að telja líklegt að hann hefði skipt verulega miklu máli fyrir niðurstöðu þeirra. Einnig kemur fram að leggja verði til grundvallar að dómstóllinn sme kvað upp refsidómana í málunum tveimur hafi ekki verið rétt skipaður af lögum, líkt og í máli Guðmundar Andra sem fór fyrir Mannréttindardómstólinn. Jón er eini dómarinn af þeim fjórum sem dómur Mannréttindardómstólsins í máli Guðmundar Andra náði til. Hinir þrír hafa allir verið endurskipaðir í Landsrétt. Hefur honum ekki verið kleift að sinna störfum sínum frá því að dómur Mannréttindardómstólsins féll. Greint var frá því á dögunum að Jón fengi lausn frá embætti landsréttardómara frá og með 22. september, þegar hann verður 65 ára. Dómsmál Landsréttarmálið Dómstólar Tengdar fréttir Landsréttarmálið hefur kostað 141 milljón Kostnaður íslenska ríkisins vegna ólögmætrar skipunar Sigríðar Á. Andersen fyrrverandi dómsmálaráðherra á dómurum í Landsrétt árið 2017 stendur nú í 141 milljón króna. 23. febrúar 2021 17:14 Yfirdeild Mannréttindadómstólsins staðfestir dóm í Landsréttarmáli Yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu staðfesti í morgun dóm dómstólsins frá því í fyrra í prófmáli varðandi skipan dómara við Landsrétt vorið 2017. 1. desember 2020 10:14 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Sjá meira
Greint var frá þessu á forsíðu Fréttablaðsins í dag en búið er að birta úrskurði Endurupptökudóms í báðum málunum. Annað málið snýst um stórfellt fíkniefnalagabrot þar sem karlmaður var dæmdur í þriggja ára fangelsi. Hitt málið snýr að kynferðisbroti þar sem einstaklingur var dæmdur í níu mánaða fangelsi. Í báðum málunum var farið fram á endurupptöku með vísan í niðurstöðu Mannréttindardómstóls Evrópu í máki Guðmundar Andra Ástráðssonar gegn íslenska ríkinu, Landréttarmálinu svokalla. Þar komst yfirdeild Mannréttindardómstólsins að þeiri niðurstöðu að skipan dómara í Landsrétt árið 2017 braut gegn 6. grein Mannréttindasáttmála Evrópu þar sem kveðið er á um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. Í báðum málunum sem Endurupptökudómur fjallaði um var Jón Finnbjörnsson einn dómara. Hann var einn fjögurra dómara sem Sigríður Á. Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, skipaði í Landsrétt án þess að vera talinn vera í hópi hæfustu umsækjenda. Jón fær lausn frá störfum Í niðurstöðu dómsins í báðum málunum segir að ef dómur Mannréttindadómstóls í máli Guðmundar Andra hefði fallið áður en að dómur féll í málunum tveimur verði að telja líklegt að hann hefði skipt verulega miklu máli fyrir niðurstöðu þeirra. Einnig kemur fram að leggja verði til grundvallar að dómstóllinn sme kvað upp refsidómana í málunum tveimur hafi ekki verið rétt skipaður af lögum, líkt og í máli Guðmundar Andra sem fór fyrir Mannréttindardómstólinn. Jón er eini dómarinn af þeim fjórum sem dómur Mannréttindardómstólsins í máli Guðmundar Andra náði til. Hinir þrír hafa allir verið endurskipaðir í Landsrétt. Hefur honum ekki verið kleift að sinna störfum sínum frá því að dómur Mannréttindardómstólsins féll. Greint var frá því á dögunum að Jón fengi lausn frá embætti landsréttardómara frá og með 22. september, þegar hann verður 65 ára.
Dómsmál Landsréttarmálið Dómstólar Tengdar fréttir Landsréttarmálið hefur kostað 141 milljón Kostnaður íslenska ríkisins vegna ólögmætrar skipunar Sigríðar Á. Andersen fyrrverandi dómsmálaráðherra á dómurum í Landsrétt árið 2017 stendur nú í 141 milljón króna. 23. febrúar 2021 17:14 Yfirdeild Mannréttindadómstólsins staðfestir dóm í Landsréttarmáli Yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu staðfesti í morgun dóm dómstólsins frá því í fyrra í prófmáli varðandi skipan dómara við Landsrétt vorið 2017. 1. desember 2020 10:14 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Sjá meira
Landsréttarmálið hefur kostað 141 milljón Kostnaður íslenska ríkisins vegna ólögmætrar skipunar Sigríðar Á. Andersen fyrrverandi dómsmálaráðherra á dómurum í Landsrétt árið 2017 stendur nú í 141 milljón króna. 23. febrúar 2021 17:14
Yfirdeild Mannréttindadómstólsins staðfestir dóm í Landsréttarmáli Yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu staðfesti í morgun dóm dómstólsins frá því í fyrra í prófmáli varðandi skipan dómara við Landsrétt vorið 2017. 1. desember 2020 10:14