„Ljóst að almenningi er misboðið í þessu máli“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. janúar 2022 15:59 Edda, Bára Huld og Gunnar Ingi í Pallborðinu á Vísi í dag. Vísir/vilhelm Fyrirtæki vilja væntanlega ekki tengja sig við einstaklinga sem hafa viðhaft einhverja háttsemi sem almenningi finnst óásættanleg. Þetta kom fram í máli Gunnars Inga Jóhannssonar hæstaréttarlögmanns í Pallborðinu á Vísi í dag. Nefndi hann hvernig viðbrögð fyrrverandi forsætisráðherra og viðbrögð almennings hefðu orðið til þess að KB Banki hætti við Kaupréttarsamninga árið 2003. Gunnar Ingi var gestur Hólmfríðar Gísladóttur í Pallborðinu á Vísi og Stöð 2 Vísi í dag þar sem farið var um víðan völl hvað varðar kynferðisbrotamál. Hvað megi og megi ekki gera í umfjöllun. Vítalía Lazareva steig fram á dögunum og sagði frá því að fimm menn hefðu farið gróflega yfir mörk sín og brotið gegn sér í tveimur aðskildum tilvikum. Í framhaldinu hafa allir fimm á ein eða annan máta stigið til hliðar. Ekki liggur þó fyrir kæra í málinu og því spurning hvers vegna fyrirtæki hafi brugðist svona hratt við. Bára Huld Beck blaðamaður Kjarnans, einn gesta Pallborðsins, taldi ólíklegt að þetta hefði gerst fyrir fimm til tíu árum síðan. Edda Falak hlaðvarpsstjórnandi taldi að fyrirtækin væru að reyna að bjarga eigin skinni frekar en að um einlæg viðbrögð þeirra væri að ræða. Annars hefðu fyrirtækin gripið til aðgerða í haust þegar ásakanirnar komu fram á samfélagsmiðlum. Vilja ekki tengja sig við slíka einstaklinga Gunnar Ingi, sem hefur endurtekið farið með mál sem snúa að ærumeiðingum fyrir Mannréttindadómstólinn og mætti kalla sérfræðing í slíkum málum hvað lögin varðar, sagði að mál sem þessi snúi að almenningsáliti gagnvart þeim. Þar rugli fólk stundum saman annars vegar málum þar sem menn eru sakaðir um refsiverða háttsemi og svo hins vegar mál sem almenningur hefur óbeit á. Klippa: Gagnvart fyrirtækjunum snýst þetta um að aftengja sig þessu Gagnvart þessum fyrirtækjum vilja þau væntanlega ekki tengja sig við einstaklinga sem hafa viðhaft einhverja háttsemi sem almenningi finnst óásættanleg,“ sagði Gunnar Ingi. Mörg dæmi megi nefna varðandi það hvernig almenningsálitið hafi spilað hlutverk í ákvörðun fyrirtækja. Nefndi hann sem dæmi þegar upplýst var um kaupréttarsamninga Kaupþings Búnaðarbanka við helstu stjórnendur bankans, þá Hreiðar Má Sigurðsson forstjóra og Sigurð Einarsson stjórnarformann. Þetta var í nóvember 2003. Topparnir fengu samninga á sérkjörum Almenningi blöskraði þeir samningar sem gerðir höfðu verið við stjórnendur bankans. Sömuleiðis Davíð Oddssyni þáverandi forsætisráðherra og nú ritstjóra Morgunblaðsins. „Þetta er þekkt dæmi, fyrir ekki einu sinni tuttugu árum síðan, þegar forsætisráðherra landsins gekk inn í útibú með fjölmiðlaskara á eftir sér,“ sagði Gunnar Ingi. Davíð gekk eftir hádegi 21. nóvember inn í aðalútibú Kaupþings Búnaðarbanka í Austurstræti og tók út 400 þúsund krónur af bankabók sinni. Sagðist hann ekki geta hugsað sér að geyma fé í banka sem gæfi landsmönnum langt nef með þessum hætti, og vísaði til kaupréttarsamninganna. Umfjöllun Morgunblaðsins um málið þann 22. nóvember 2003. „Þetta leiddi til þess að hlutabréfaverð í bankanum lækkaði og hætt var við þessa kaupréttarsamninga,“ sagði Gunnar Ingi. Hlutirnir eru að breyast Á þennan hátt geti almenningur haft skoðun á háttsemi fyrirtækja og stjórnenda þess. Það sé tilfellið í máli Vítalíu og fimmmenninganna. „Almenningi mislíkar þessi háttsemi. Gagnvart fyrirtækjunum snýst þetta um að aftengja sig þessu. Það liggur engin kæra fyrir í þessu máli, eftir því sem ég best veit, en ljóst að almenningi er misboðið í þessu máli,“ sagði Gunnar. Edda sagðist ekki hafa trú á því að þessir menn verði komnir aftur í stjórnir eða sín fyrri störf eftir stuttan tíma. „Ég held að þetta sé ekki enn þá þannig. Hlutirnir eru að breytast. Það eru hluthafar í þessum fyrirtækjum sem finnst þessir menn ekkert endilega réttastir í starfið, byggt á þessu öllu. Held að samfélagið og fólk í umræðunni sé ekki að fara að taka það í mál.“ Þáttinn í heild má sjá að neðan. MeToo Pallborðið Mál Vítalíu Lazarevu Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli Sjá meira
Nefndi hann hvernig viðbrögð fyrrverandi forsætisráðherra og viðbrögð almennings hefðu orðið til þess að KB Banki hætti við Kaupréttarsamninga árið 2003. Gunnar Ingi var gestur Hólmfríðar Gísladóttur í Pallborðinu á Vísi og Stöð 2 Vísi í dag þar sem farið var um víðan völl hvað varðar kynferðisbrotamál. Hvað megi og megi ekki gera í umfjöllun. Vítalía Lazareva steig fram á dögunum og sagði frá því að fimm menn hefðu farið gróflega yfir mörk sín og brotið gegn sér í tveimur aðskildum tilvikum. Í framhaldinu hafa allir fimm á ein eða annan máta stigið til hliðar. Ekki liggur þó fyrir kæra í málinu og því spurning hvers vegna fyrirtæki hafi brugðist svona hratt við. Bára Huld Beck blaðamaður Kjarnans, einn gesta Pallborðsins, taldi ólíklegt að þetta hefði gerst fyrir fimm til tíu árum síðan. Edda Falak hlaðvarpsstjórnandi taldi að fyrirtækin væru að reyna að bjarga eigin skinni frekar en að um einlæg viðbrögð þeirra væri að ræða. Annars hefðu fyrirtækin gripið til aðgerða í haust þegar ásakanirnar komu fram á samfélagsmiðlum. Vilja ekki tengja sig við slíka einstaklinga Gunnar Ingi, sem hefur endurtekið farið með mál sem snúa að ærumeiðingum fyrir Mannréttindadómstólinn og mætti kalla sérfræðing í slíkum málum hvað lögin varðar, sagði að mál sem þessi snúi að almenningsáliti gagnvart þeim. Þar rugli fólk stundum saman annars vegar málum þar sem menn eru sakaðir um refsiverða háttsemi og svo hins vegar mál sem almenningur hefur óbeit á. Klippa: Gagnvart fyrirtækjunum snýst þetta um að aftengja sig þessu Gagnvart þessum fyrirtækjum vilja þau væntanlega ekki tengja sig við einstaklinga sem hafa viðhaft einhverja háttsemi sem almenningi finnst óásættanleg,“ sagði Gunnar Ingi. Mörg dæmi megi nefna varðandi það hvernig almenningsálitið hafi spilað hlutverk í ákvörðun fyrirtækja. Nefndi hann sem dæmi þegar upplýst var um kaupréttarsamninga Kaupþings Búnaðarbanka við helstu stjórnendur bankans, þá Hreiðar Má Sigurðsson forstjóra og Sigurð Einarsson stjórnarformann. Þetta var í nóvember 2003. Topparnir fengu samninga á sérkjörum Almenningi blöskraði þeir samningar sem gerðir höfðu verið við stjórnendur bankans. Sömuleiðis Davíð Oddssyni þáverandi forsætisráðherra og nú ritstjóra Morgunblaðsins. „Þetta er þekkt dæmi, fyrir ekki einu sinni tuttugu árum síðan, þegar forsætisráðherra landsins gekk inn í útibú með fjölmiðlaskara á eftir sér,“ sagði Gunnar Ingi. Davíð gekk eftir hádegi 21. nóvember inn í aðalútibú Kaupþings Búnaðarbanka í Austurstræti og tók út 400 þúsund krónur af bankabók sinni. Sagðist hann ekki geta hugsað sér að geyma fé í banka sem gæfi landsmönnum langt nef með þessum hætti, og vísaði til kaupréttarsamninganna. Umfjöllun Morgunblaðsins um málið þann 22. nóvember 2003. „Þetta leiddi til þess að hlutabréfaverð í bankanum lækkaði og hætt var við þessa kaupréttarsamninga,“ sagði Gunnar Ingi. Hlutirnir eru að breyast Á þennan hátt geti almenningur haft skoðun á háttsemi fyrirtækja og stjórnenda þess. Það sé tilfellið í máli Vítalíu og fimmmenninganna. „Almenningi mislíkar þessi háttsemi. Gagnvart fyrirtækjunum snýst þetta um að aftengja sig þessu. Það liggur engin kæra fyrir í þessu máli, eftir því sem ég best veit, en ljóst að almenningi er misboðið í þessu máli,“ sagði Gunnar. Edda sagðist ekki hafa trú á því að þessir menn verði komnir aftur í stjórnir eða sín fyrri störf eftir stuttan tíma. „Ég held að þetta sé ekki enn þá þannig. Hlutirnir eru að breytast. Það eru hluthafar í þessum fyrirtækjum sem finnst þessir menn ekkert endilega réttastir í starfið, byggt á þessu öllu. Held að samfélagið og fólk í umræðunni sé ekki að fara að taka það í mál.“ Þáttinn í heild má sjá að neðan.
MeToo Pallborðið Mál Vítalíu Lazarevu Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli Sjá meira