Forsvarsmenn Reykjavíkurleikanna hafa áhyggjur af hertum aðgerðum Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 12. janúar 2022 18:20 Reykjavíkurleikarnir fara meðal annars fram í Laugardalshöllinni. Vísir/Vilhelm Reykjavíkurleikarnir eru á næsta leiti en íþróttahátíðin hefst þann 29. janúar næstkomandi. Undirbúningur er nú í fullum gangi en framkvæmdastjóri Íþróttabandalags Reykjavíkur hefur áhyggjur af mögulega hertum sóttvarnareglum. Í versta falli gæti þurft að fella leikana niður. Sóttvarnalæknir tilkynnti í dag að mögulega kæmi til greina að herða sóttvarnaaðgerðir fyrir helgi. Frímann Ari Ferdinandsson, framkvæmdastjóri Íþróttabandalags Reykjavíkur, segir að staðan verði að ráðast á næstu dögum Allt velti það á mögulegum reglum Þórólfs en Frímann er nokkuð vongóður í samtali við fréttastofu. „Miðað við eins og þær [sóttvarnareglurnar] eru núna þá er gerlegt að halda þessi mót. En það er vissulega smá höfuðverkur að skipuleggja það og halda utan um það, til að fylgja reglunum,“ segir Frímann Ari og bætir við að sóttvarnareglur verði í hávegum hafðar. Sem dæmi er leyfilegt að hafa áhorfendur eins og staðan er nú, en engir áhorfendur voru á leikunum í fyrra. „Þetta er nógu erfitt eins og þetta er núna“ Frímann segir einnig hjálpa til að langflestar greinar sem keppt er í eru einstaklingsgreinar. Þar sé eðli málsins samkvæmt snerting í lágmarki og þar að auki hópamyndun lítil. Þá gæti verið til skoðunar að halda viðburði í einstökum greinum, en fella aðra niður ef allt fer á versta veg. Nokkur hundruð íþróttamenn eru á leið til landsins hvaðanæva að úr heiminum til að keppa á mótinu. Einhverjir hafa hætt við vegna faraldursins en um tvö hundruð badmintonleikarar afboðuðu komu sína fyrir stuttu. Frímann segir sóttkví íslenskra íþróttamanna líklega einnig koma til með að setja strik í reikninginn. „Það er þessi fimmtíu manna takmörkun á íþróttaviðburði sem er til staðar og það er búið að plana viðburðina miðað við það - að halda sig innan þeirra marka. Ef að það fer eitthvað niður, þá er það svona mín tilfinning, að það gæti orðið mjög erfitt að gera þetta. Þetta er nógu erfitt eins og þetta er núna,“ segir Frímann Ari. Reykjavík Íþróttir barna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Sóttvarnalæknir tilkynnti í dag að mögulega kæmi til greina að herða sóttvarnaaðgerðir fyrir helgi. Frímann Ari Ferdinandsson, framkvæmdastjóri Íþróttabandalags Reykjavíkur, segir að staðan verði að ráðast á næstu dögum Allt velti það á mögulegum reglum Þórólfs en Frímann er nokkuð vongóður í samtali við fréttastofu. „Miðað við eins og þær [sóttvarnareglurnar] eru núna þá er gerlegt að halda þessi mót. En það er vissulega smá höfuðverkur að skipuleggja það og halda utan um það, til að fylgja reglunum,“ segir Frímann Ari og bætir við að sóttvarnareglur verði í hávegum hafðar. Sem dæmi er leyfilegt að hafa áhorfendur eins og staðan er nú, en engir áhorfendur voru á leikunum í fyrra. „Þetta er nógu erfitt eins og þetta er núna“ Frímann segir einnig hjálpa til að langflestar greinar sem keppt er í eru einstaklingsgreinar. Þar sé eðli málsins samkvæmt snerting í lágmarki og þar að auki hópamyndun lítil. Þá gæti verið til skoðunar að halda viðburði í einstökum greinum, en fella aðra niður ef allt fer á versta veg. Nokkur hundruð íþróttamenn eru á leið til landsins hvaðanæva að úr heiminum til að keppa á mótinu. Einhverjir hafa hætt við vegna faraldursins en um tvö hundruð badmintonleikarar afboðuðu komu sína fyrir stuttu. Frímann segir sóttkví íslenskra íþróttamanna líklega einnig koma til með að setja strik í reikninginn. „Það er þessi fimmtíu manna takmörkun á íþróttaviðburði sem er til staðar og það er búið að plana viðburðina miðað við það - að halda sig innan þeirra marka. Ef að það fer eitthvað niður, þá er það svona mín tilfinning, að það gæti orðið mjög erfitt að gera þetta. Þetta er nógu erfitt eins og þetta er núna,“ segir Frímann Ari.
Reykjavík Íþróttir barna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira