Ætla að sitja við sinn keip Eiður Þór Árnason skrifar 12. janúar 2022 17:39 Lögreglan mun áfram birta færslur og myndir á Facebook. Vísir/Vilhelm Lögreglustjórinn á Suðurnesjum tilkynnti í gær til stæði að loka Facebook-síðu embættisins með vísan til persónuverndarsjónarmiða. Um sólarhring síðar er síðan orðinn óaðgengileg almenningi og tíu ár af Facebook-færslum á bak og burt. Engin önnur lögregluembætti hafa tekið ákvörðun um að feta í fótspor Suðurnesjamanna. Í rökstuðningi lögreglunnar á Suðurnesjum var vísað til athugasemda sem Persónuvernd gerði á seinasta ári við samfélagsmiðlanotkun lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Niðurstaða Persónuverndar sneri einkum að móttöku upplýsinga frá almenningi í gegnum miðilinn. Vinnsla lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu á persónuupplýsingum, þar sem óskað var eftir upplýsingum og ábendingum frá almenningi í gegnum einkaskilaboð á Facebook, vegna atvika sem kunnu að varða við lög og/eða vörðuðu tiltekna einstaklinga sem birt var mynd af, var sögð ekki samrýmst lögum um vinnslu persónuupplýsinga í löggæslutilgangi. Um var að ræða frumkvæðisathugun vegna færslu þar sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskaði eftir upplýsingum frá almenningi í gegnum einkaskilaboð Facebook. Þær upplýsingar tengdust glæp sem hafði verið framinn. Lögreglan á Suðurlandi tekur ákvörðun á næstunni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tilkynnti í gær að embættið ætli ekki að hætta á Facebook þrátt fyrir niðurstöðu Persónuverndar. Þess í stað hafi verið ákveðið að hætta að óska eftir upplýsingum frá almenningi í gegnum einkaskilaboð á samfélagsmiðlinum. Sú athugasemd Persónuverndar byggði á því að upplýsingar og gögn sem lögreglan fengi í gegnum Facebook endaði í höndum erlenda stórfyrirtækisins. Í morgun var svo greint frá því að lögreglan á Suðurlandi lægi undir feldi og hefði ekki tekið ákvörðun um framtíð Facebook-síðu sinnar. Oddur Árnason yfirlögregluþjónn á Suðurlandi sagði að málið yrði rætt á næsta fundi yfirstjórnar og niðurstöðu að vænta eftir þann fund. „Það er alveg ljóst er að almenn upplýsingagjöf í gegn um samfélagsmiðla er mjög árangursrík en skoða þarf hvert tilvik fyrir sig í þeim efnum og einnig þarf að gæta að því að sá farvegur sem er fyrir almenning til að koma upplýsingum til lögreglu sé í samræmi við gildandi lagaumhverfi hverju sinni,“ bætti Oddur við. Vel hægt að starfrækja síður innan takmarkananna Vísir leitaði svara hjá lögreglustjórum á Austurlandi, Norðurlandi eystra, Norðurlandi vestra, Vestfjörðum, Vesturlandi, og í Vestmannaeyjum. Þeir voru einróma um það að þeirra embætti ætluðu að halda áfram að miðla upplýsingum til almennings í gegnum Facebook. Minntust margir á það að miðilinn væri mjög góð leið til að koma tilkynningum hratt til fólks, þar sem stærstur hluti Íslendinga noti Facebook og fjölmargir fylgist með síðum lögreglunnar. Birgir Jónasson, lögreglustjóri á Norðurlandi vestra, segir að það hafi ekki verið til skoðunar að loka Facebook-síður embættisins. „Þetta álit persónuverndar laut að því að það var verið að tilkynna um refsiverða háttsemi sem eru viðkvæmar upplýsingar og við höfum ekki verið að nota Facebook þannig að upplýsingar séu persónugreinanlegar. Við höfum fyrst og fremst notað þetta bara sem samfélagsmiðil til að miðla a upplýsingum til almennings og við hyggjumst gera það áfram.“ Birgir Jónasson, lögreglustjóri á Norðurlandi vestra.Vísir/Vilhelm/Stjórnarráðið Telur Birgir vera reginmun á því hvort miðilinn sé notaður til að miðla almennum upplýsingum til almennings eða hugsanlega persónugreinanlegum upplýsingum vegna refsiverðrar háttsemi. „Því þeim upplýsingum höfum við ekki stjórn á þegar varðar Facebook, þær eru vistaðar einhvers staðar allt annars staðar. Þetta er ekki áhyggjuefni hér og við ætlum bara að sitja við okkar keip og halda áfram að nota Facebook með þessum hætti.“ Samfélagsmiðlar Facebook Lögreglan Tengdar fréttir Lögreglan á Suðurnesjum lokar Facebook-síðu sinni Lögreglan á Suðurnesjum er hætt á Facebook og hyggst loka síðu sinni eftir um sólarhring. Frá þessu greinir lögregluembættið í færslu á miðlinum sem er sögð verða sú síðasta. 11. janúar 2022 15:14 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Sjá meira
Í rökstuðningi lögreglunnar á Suðurnesjum var vísað til athugasemda sem Persónuvernd gerði á seinasta ári við samfélagsmiðlanotkun lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Niðurstaða Persónuverndar sneri einkum að móttöku upplýsinga frá almenningi í gegnum miðilinn. Vinnsla lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu á persónuupplýsingum, þar sem óskað var eftir upplýsingum og ábendingum frá almenningi í gegnum einkaskilaboð á Facebook, vegna atvika sem kunnu að varða við lög og/eða vörðuðu tiltekna einstaklinga sem birt var mynd af, var sögð ekki samrýmst lögum um vinnslu persónuupplýsinga í löggæslutilgangi. Um var að ræða frumkvæðisathugun vegna færslu þar sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskaði eftir upplýsingum frá almenningi í gegnum einkaskilaboð Facebook. Þær upplýsingar tengdust glæp sem hafði verið framinn. Lögreglan á Suðurlandi tekur ákvörðun á næstunni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tilkynnti í gær að embættið ætli ekki að hætta á Facebook þrátt fyrir niðurstöðu Persónuverndar. Þess í stað hafi verið ákveðið að hætta að óska eftir upplýsingum frá almenningi í gegnum einkaskilaboð á samfélagsmiðlinum. Sú athugasemd Persónuverndar byggði á því að upplýsingar og gögn sem lögreglan fengi í gegnum Facebook endaði í höndum erlenda stórfyrirtækisins. Í morgun var svo greint frá því að lögreglan á Suðurlandi lægi undir feldi og hefði ekki tekið ákvörðun um framtíð Facebook-síðu sinnar. Oddur Árnason yfirlögregluþjónn á Suðurlandi sagði að málið yrði rætt á næsta fundi yfirstjórnar og niðurstöðu að vænta eftir þann fund. „Það er alveg ljóst er að almenn upplýsingagjöf í gegn um samfélagsmiðla er mjög árangursrík en skoða þarf hvert tilvik fyrir sig í þeim efnum og einnig þarf að gæta að því að sá farvegur sem er fyrir almenning til að koma upplýsingum til lögreglu sé í samræmi við gildandi lagaumhverfi hverju sinni,“ bætti Oddur við. Vel hægt að starfrækja síður innan takmarkananna Vísir leitaði svara hjá lögreglustjórum á Austurlandi, Norðurlandi eystra, Norðurlandi vestra, Vestfjörðum, Vesturlandi, og í Vestmannaeyjum. Þeir voru einróma um það að þeirra embætti ætluðu að halda áfram að miðla upplýsingum til almennings í gegnum Facebook. Minntust margir á það að miðilinn væri mjög góð leið til að koma tilkynningum hratt til fólks, þar sem stærstur hluti Íslendinga noti Facebook og fjölmargir fylgist með síðum lögreglunnar. Birgir Jónasson, lögreglustjóri á Norðurlandi vestra, segir að það hafi ekki verið til skoðunar að loka Facebook-síður embættisins. „Þetta álit persónuverndar laut að því að það var verið að tilkynna um refsiverða háttsemi sem eru viðkvæmar upplýsingar og við höfum ekki verið að nota Facebook þannig að upplýsingar séu persónugreinanlegar. Við höfum fyrst og fremst notað þetta bara sem samfélagsmiðil til að miðla a upplýsingum til almennings og við hyggjumst gera það áfram.“ Birgir Jónasson, lögreglustjóri á Norðurlandi vestra.Vísir/Vilhelm/Stjórnarráðið Telur Birgir vera reginmun á því hvort miðilinn sé notaður til að miðla almennum upplýsingum til almennings eða hugsanlega persónugreinanlegum upplýsingum vegna refsiverðrar háttsemi. „Því þeim upplýsingum höfum við ekki stjórn á þegar varðar Facebook, þær eru vistaðar einhvers staðar allt annars staðar. Þetta er ekki áhyggjuefni hér og við ætlum bara að sitja við okkar keip og halda áfram að nota Facebook með þessum hætti.“
Samfélagsmiðlar Facebook Lögreglan Tengdar fréttir Lögreglan á Suðurnesjum lokar Facebook-síðu sinni Lögreglan á Suðurnesjum er hætt á Facebook og hyggst loka síðu sinni eftir um sólarhring. Frá þessu greinir lögregluembættið í færslu á miðlinum sem er sögð verða sú síðasta. 11. janúar 2022 15:14 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Sjá meira
Lögreglan á Suðurnesjum lokar Facebook-síðu sinni Lögreglan á Suðurnesjum er hætt á Facebook og hyggst loka síðu sinni eftir um sólarhring. Frá þessu greinir lögregluembættið í færslu á miðlinum sem er sögð verða sú síðasta. 11. janúar 2022 15:14