Cristiano Ronaldo um Rangnick: Búinn að breyta miklu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. janúar 2022 08:30 Cristiano Ronaldo á ferðinni með boltann í leik Manchester United í vetur. Ronaldo hefur skorað fjórtán mörk á leiktíðinni. Getty/Gareth Copley Cristiano Ronaldo segist hafa mikla trú á knattspyrnustjóranum Ralf Rangnick þrátt fyrir basl í byrjun. Hann er á því að Rangnick þurfi tíma til að breyta hlutunum á Old Trafford. Ronaldo ræddi knattspyrnustjórann í nýju viðtali en það hefur gengið á ýmsu í gagnrýni sérfræðinga og annarra á frammistöðu Manchester United. Eftir 1-0 tap á móti Úlfunum í síðasta deildarleik er liðið aðeins í sjöunda sæti deildarinnar. Ralf Rangnick settist í stjórastólinn i kjölfarið á því að Ole Gunnar Solskjær var rekinn. Hann á bara að stýra liðinu fram á sumar en svo verður nýr framtíðarstjóri ráðinn. "I believe that he's going to do a good job."#MUFC's Cristiano Ronaldo says a change of manager at the club has been hard but that Ralf Rangnick needs to be given time to turn things around. pic.twitter.com/HEJmUV8OaA— Sky Sports News (@SkySportsNews) January 12, 2022 Vandamálið er að eins og staðan er núna þá er Manchester United langt frá því að vera öruggt með sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Ronaldo er jákvæður út í knattspyrnustjóra sinn. „Síðan að hann kom þá er hann búinn að breyta miklu. Hann þarf tíma til að koma öllum hugmyndunum sínum inn hjá leikmönnum,“ sagði Cristiano Ronaldo í viðtali við Sky Sports. „Ég hef trú á því að hann muni skila góðu starfi. Ég veit að við erum ekki að spila okkar besta bolta en það eru margir leikir eftir til að bæta það,“ sagði Ronaldo. „Ég er á því að við séum orðnir betri á sumum sviðum. Það er ekki auðvelt að breyta hugarfari leikmanna og hvernig þeir spila, hvernig menningin er eða hvaða leikkerfi er notað,“ sagði Ronaldo. "I don't accept less than the top three."Cristiano Ronaldo says that #MUFC should not accept anything less than a top three finish in the Premier League this season. pic.twitter.com/A54QAmHqMK— Sky Sports News (@SkySportsNews) January 12, 2022 „Ég sætti mig ekki við annað en að við ætlum okkur að vera eitt af þremur efstu liðunum í deildinni. Til að byggja upp eitthvað gott þá þarftu stundum að brjóta niður hluti. Nú er komið nýtt ár, nýtt líf og ég vona að United geti spilað jafnvel og stuðningsfólkið vill. Það á það skilið,“ sagði Ronaldo. „Við höfum burði til að breyta hlutnum núna. Ég veit hvernig en ég ætla ekki að segja það hér því það væri ekki siðferðilega rétt af minni hálfu að gera það. Það sem ég get sagt er að við getum gert betur og þá er ég að tala um alla. Ég er kominn hingað til að vinna,“ sagði Ronaldo. Manchester United sló Astopn Villa út úr enska bikarnum á mánudaginn og liðið mætir lærisveinum Steven Gerrard síðan aftur í deildinni á laugardaginn. Enski boltinn Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Sjá meira
Ronaldo ræddi knattspyrnustjórann í nýju viðtali en það hefur gengið á ýmsu í gagnrýni sérfræðinga og annarra á frammistöðu Manchester United. Eftir 1-0 tap á móti Úlfunum í síðasta deildarleik er liðið aðeins í sjöunda sæti deildarinnar. Ralf Rangnick settist í stjórastólinn i kjölfarið á því að Ole Gunnar Solskjær var rekinn. Hann á bara að stýra liðinu fram á sumar en svo verður nýr framtíðarstjóri ráðinn. "I believe that he's going to do a good job."#MUFC's Cristiano Ronaldo says a change of manager at the club has been hard but that Ralf Rangnick needs to be given time to turn things around. pic.twitter.com/HEJmUV8OaA— Sky Sports News (@SkySportsNews) January 12, 2022 Vandamálið er að eins og staðan er núna þá er Manchester United langt frá því að vera öruggt með sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Ronaldo er jákvæður út í knattspyrnustjóra sinn. „Síðan að hann kom þá er hann búinn að breyta miklu. Hann þarf tíma til að koma öllum hugmyndunum sínum inn hjá leikmönnum,“ sagði Cristiano Ronaldo í viðtali við Sky Sports. „Ég hef trú á því að hann muni skila góðu starfi. Ég veit að við erum ekki að spila okkar besta bolta en það eru margir leikir eftir til að bæta það,“ sagði Ronaldo. „Ég er á því að við séum orðnir betri á sumum sviðum. Það er ekki auðvelt að breyta hugarfari leikmanna og hvernig þeir spila, hvernig menningin er eða hvaða leikkerfi er notað,“ sagði Ronaldo. "I don't accept less than the top three."Cristiano Ronaldo says that #MUFC should not accept anything less than a top three finish in the Premier League this season. pic.twitter.com/A54QAmHqMK— Sky Sports News (@SkySportsNews) January 12, 2022 „Ég sætti mig ekki við annað en að við ætlum okkur að vera eitt af þremur efstu liðunum í deildinni. Til að byggja upp eitthvað gott þá þarftu stundum að brjóta niður hluti. Nú er komið nýtt ár, nýtt líf og ég vona að United geti spilað jafnvel og stuðningsfólkið vill. Það á það skilið,“ sagði Ronaldo. „Við höfum burði til að breyta hlutnum núna. Ég veit hvernig en ég ætla ekki að segja það hér því það væri ekki siðferðilega rétt af minni hálfu að gera það. Það sem ég get sagt er að við getum gert betur og þá er ég að tala um alla. Ég er kominn hingað til að vinna,“ sagði Ronaldo. Manchester United sló Astopn Villa út úr enska bikarnum á mánudaginn og liðið mætir lærisveinum Steven Gerrard síðan aftur í deildinni á laugardaginn.
Enski boltinn Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Sjá meira