Cristiano Ronaldo um Rangnick: Búinn að breyta miklu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. janúar 2022 08:30 Cristiano Ronaldo á ferðinni með boltann í leik Manchester United í vetur. Ronaldo hefur skorað fjórtán mörk á leiktíðinni. Getty/Gareth Copley Cristiano Ronaldo segist hafa mikla trú á knattspyrnustjóranum Ralf Rangnick þrátt fyrir basl í byrjun. Hann er á því að Rangnick þurfi tíma til að breyta hlutunum á Old Trafford. Ronaldo ræddi knattspyrnustjórann í nýju viðtali en það hefur gengið á ýmsu í gagnrýni sérfræðinga og annarra á frammistöðu Manchester United. Eftir 1-0 tap á móti Úlfunum í síðasta deildarleik er liðið aðeins í sjöunda sæti deildarinnar. Ralf Rangnick settist í stjórastólinn i kjölfarið á því að Ole Gunnar Solskjær var rekinn. Hann á bara að stýra liðinu fram á sumar en svo verður nýr framtíðarstjóri ráðinn. "I believe that he's going to do a good job."#MUFC's Cristiano Ronaldo says a change of manager at the club has been hard but that Ralf Rangnick needs to be given time to turn things around. pic.twitter.com/HEJmUV8OaA— Sky Sports News (@SkySportsNews) January 12, 2022 Vandamálið er að eins og staðan er núna þá er Manchester United langt frá því að vera öruggt með sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Ronaldo er jákvæður út í knattspyrnustjóra sinn. „Síðan að hann kom þá er hann búinn að breyta miklu. Hann þarf tíma til að koma öllum hugmyndunum sínum inn hjá leikmönnum,“ sagði Cristiano Ronaldo í viðtali við Sky Sports. „Ég hef trú á því að hann muni skila góðu starfi. Ég veit að við erum ekki að spila okkar besta bolta en það eru margir leikir eftir til að bæta það,“ sagði Ronaldo. „Ég er á því að við séum orðnir betri á sumum sviðum. Það er ekki auðvelt að breyta hugarfari leikmanna og hvernig þeir spila, hvernig menningin er eða hvaða leikkerfi er notað,“ sagði Ronaldo. "I don't accept less than the top three."Cristiano Ronaldo says that #MUFC should not accept anything less than a top three finish in the Premier League this season. pic.twitter.com/A54QAmHqMK— Sky Sports News (@SkySportsNews) January 12, 2022 „Ég sætti mig ekki við annað en að við ætlum okkur að vera eitt af þremur efstu liðunum í deildinni. Til að byggja upp eitthvað gott þá þarftu stundum að brjóta niður hluti. Nú er komið nýtt ár, nýtt líf og ég vona að United geti spilað jafnvel og stuðningsfólkið vill. Það á það skilið,“ sagði Ronaldo. „Við höfum burði til að breyta hlutnum núna. Ég veit hvernig en ég ætla ekki að segja það hér því það væri ekki siðferðilega rétt af minni hálfu að gera það. Það sem ég get sagt er að við getum gert betur og þá er ég að tala um alla. Ég er kominn hingað til að vinna,“ sagði Ronaldo. Manchester United sló Astopn Villa út úr enska bikarnum á mánudaginn og liðið mætir lærisveinum Steven Gerrard síðan aftur í deildinni á laugardaginn. Enski boltinn Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn „Hrikalega sáttur með þetta“ Fótbolti Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Körfubolti Ricky Hatton látinn Sport Fleiri fréttir Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Sjá meira
Ronaldo ræddi knattspyrnustjórann í nýju viðtali en það hefur gengið á ýmsu í gagnrýni sérfræðinga og annarra á frammistöðu Manchester United. Eftir 1-0 tap á móti Úlfunum í síðasta deildarleik er liðið aðeins í sjöunda sæti deildarinnar. Ralf Rangnick settist í stjórastólinn i kjölfarið á því að Ole Gunnar Solskjær var rekinn. Hann á bara að stýra liðinu fram á sumar en svo verður nýr framtíðarstjóri ráðinn. "I believe that he's going to do a good job."#MUFC's Cristiano Ronaldo says a change of manager at the club has been hard but that Ralf Rangnick needs to be given time to turn things around. pic.twitter.com/HEJmUV8OaA— Sky Sports News (@SkySportsNews) January 12, 2022 Vandamálið er að eins og staðan er núna þá er Manchester United langt frá því að vera öruggt með sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Ronaldo er jákvæður út í knattspyrnustjóra sinn. „Síðan að hann kom þá er hann búinn að breyta miklu. Hann þarf tíma til að koma öllum hugmyndunum sínum inn hjá leikmönnum,“ sagði Cristiano Ronaldo í viðtali við Sky Sports. „Ég hef trú á því að hann muni skila góðu starfi. Ég veit að við erum ekki að spila okkar besta bolta en það eru margir leikir eftir til að bæta það,“ sagði Ronaldo. „Ég er á því að við séum orðnir betri á sumum sviðum. Það er ekki auðvelt að breyta hugarfari leikmanna og hvernig þeir spila, hvernig menningin er eða hvaða leikkerfi er notað,“ sagði Ronaldo. "I don't accept less than the top three."Cristiano Ronaldo says that #MUFC should not accept anything less than a top three finish in the Premier League this season. pic.twitter.com/A54QAmHqMK— Sky Sports News (@SkySportsNews) January 12, 2022 „Ég sætti mig ekki við annað en að við ætlum okkur að vera eitt af þremur efstu liðunum í deildinni. Til að byggja upp eitthvað gott þá þarftu stundum að brjóta niður hluti. Nú er komið nýtt ár, nýtt líf og ég vona að United geti spilað jafnvel og stuðningsfólkið vill. Það á það skilið,“ sagði Ronaldo. „Við höfum burði til að breyta hlutnum núna. Ég veit hvernig en ég ætla ekki að segja það hér því það væri ekki siðferðilega rétt af minni hálfu að gera það. Það sem ég get sagt er að við getum gert betur og þá er ég að tala um alla. Ég er kominn hingað til að vinna,“ sagði Ronaldo. Manchester United sló Astopn Villa út úr enska bikarnum á mánudaginn og liðið mætir lærisveinum Steven Gerrard síðan aftur í deildinni á laugardaginn.
Enski boltinn Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn „Hrikalega sáttur með þetta“ Fótbolti Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Körfubolti Ricky Hatton látinn Sport Fleiri fréttir Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Sjá meira