Arteta: Þú þarft að hafa ákveðið hugarfar til að spila svona leiki Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. janúar 2022 23:31 Mikel Arteta var ánægður með sína menn í kvöld. Michael Regan/Getty Images Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, hrósaði leikmönnum liðsins eftir markalaust jafntefli gegn Liverpool í undanúrslitum enska deildarbikarsins í kvöld þar sem hans menn þurftu að leika manni færri seinustu 65 mínútur leiksins. Granit Xhaka fékk að líta beint rautt spjald eftir tæplega 25 mínútna leik, en Arsenal-liðið spilaði þéttan varnarleik og án Mohamed Salah og Sadio Mane áttu leikmenn Liverpool í miklum erfiðleikum með að skapa sér færi. „Við gleðjumst yfir úrslitunum. Leikmennirnir sýndu mikla baráttu, ákveðni og bræðralag,“ sagði Arteta að leik loknum. „Þú sást hvað þetta þýddi fyrir þá. Við gáfumst aldrei upp og strákarnir eiga hrós skilið.“ Arteta segist ekki hafa séð atvikið sem leiddi til þess að Xhaka var sendur af velli nægilega vel, en viðurkennir þó að líklega hafi þetta verið rétt ákvörðun. „Ég veit ekki hvort að rauða spjaldið þjappaði hópnum saman en við sýndum mikla baráttu. Þú þarft að hafa ákveðið hugarfar til að spila svona leiki og strákarnir höfðu það. Við spiluðum þann leik sem við þurftum að spila, en ekki endilega okkar leik. Ég er ekki búinn að horfa á atvikið aftur, en þeir skoðuðu þetta þannig að líklega var þetta rautt spjald.“ Nokkrir leikmenn Arsenal eru fjarverandi vegna kórónuveirunnar, meiðsla og þá eru nokkrir að taka þátt í Afríkumótinu og Arteta segir það erfitt að stilla upp liði við þessar aðstæður. Arsenal mætir hins vegar Tottenham á sunnudaginn í Lundúnaslag og Arteta segir að liðið verði að mæta í þann leik. „Að skipuleggja liðið með þann fjölda leikmanna sem við höfum er mjög flókið. Við höfum enga miðjumenn þannig að hvað sem við gerum, þá er það ekki eðlilegt.“ „Það er samt auka hvatning að vera að fara að spila nágrannaslag á sunnudaginn og það veitir okkur aukna orku. Það eru engar afsakanir, við verðum að spila þann leik,“ sagði Arteta að lokum. Enski boltinn Tengdar fréttir Tíu leikmenn Arsenal héldu út gegn Liverpool Liverpool og Arsenal gerðu markalaust jafntefli í fyrri leik liðanna í undanúrslitum enska deildarbikarsins í kvöld. 13. janúar 2022 21:42 Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Sjá meira
Granit Xhaka fékk að líta beint rautt spjald eftir tæplega 25 mínútna leik, en Arsenal-liðið spilaði þéttan varnarleik og án Mohamed Salah og Sadio Mane áttu leikmenn Liverpool í miklum erfiðleikum með að skapa sér færi. „Við gleðjumst yfir úrslitunum. Leikmennirnir sýndu mikla baráttu, ákveðni og bræðralag,“ sagði Arteta að leik loknum. „Þú sást hvað þetta þýddi fyrir þá. Við gáfumst aldrei upp og strákarnir eiga hrós skilið.“ Arteta segist ekki hafa séð atvikið sem leiddi til þess að Xhaka var sendur af velli nægilega vel, en viðurkennir þó að líklega hafi þetta verið rétt ákvörðun. „Ég veit ekki hvort að rauða spjaldið þjappaði hópnum saman en við sýndum mikla baráttu. Þú þarft að hafa ákveðið hugarfar til að spila svona leiki og strákarnir höfðu það. Við spiluðum þann leik sem við þurftum að spila, en ekki endilega okkar leik. Ég er ekki búinn að horfa á atvikið aftur, en þeir skoðuðu þetta þannig að líklega var þetta rautt spjald.“ Nokkrir leikmenn Arsenal eru fjarverandi vegna kórónuveirunnar, meiðsla og þá eru nokkrir að taka þátt í Afríkumótinu og Arteta segir það erfitt að stilla upp liði við þessar aðstæður. Arsenal mætir hins vegar Tottenham á sunnudaginn í Lundúnaslag og Arteta segir að liðið verði að mæta í þann leik. „Að skipuleggja liðið með þann fjölda leikmanna sem við höfum er mjög flókið. Við höfum enga miðjumenn þannig að hvað sem við gerum, þá er það ekki eðlilegt.“ „Það er samt auka hvatning að vera að fara að spila nágrannaslag á sunnudaginn og það veitir okkur aukna orku. Það eru engar afsakanir, við verðum að spila þann leik,“ sagði Arteta að lokum.
Enski boltinn Tengdar fréttir Tíu leikmenn Arsenal héldu út gegn Liverpool Liverpool og Arsenal gerðu markalaust jafntefli í fyrri leik liðanna í undanúrslitum enska deildarbikarsins í kvöld. 13. janúar 2022 21:42 Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Sjá meira
Tíu leikmenn Arsenal héldu út gegn Liverpool Liverpool og Arsenal gerðu markalaust jafntefli í fyrri leik liðanna í undanúrslitum enska deildarbikarsins í kvöld. 13. janúar 2022 21:42