Cristiano Ronaldo hljómar eins og Brady: Ætlar að spila sex ár í viðbót Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. janúar 2022 09:30 Cristiano Ronaldo er í afburðaformi. Hér fagnar hann marki með Manchester United á tímabilinu. Getty/Ash Donelon Þeir sem héldu að Cristiano Ronaldo væri kominn „heim“ til Manchester United til að kveðja geta búist við að sjá kappann á stóra sviðinu næstu ári. Hinn 36 ára gamli Portúgali telur sig eiga nóg eftir enn. Ronaldo ræddi framtíðarplön sín í viðtali við ESPN í Brasilíu og þar kom fram að hann trúi því að hann geti jafnvel spilað þangað til að hann verður 42 ára gamall eða til ársins 2028. „Ég er ánægður með að vera leikmaður sem hefur sýnt að það er hægt að spila lengi á hæsta stigi og vera áfram að skila góðri frammistöðu,“ sagði Cristiano Ronaldo. Cristiano Ronaldo isn't finished yet pic.twitter.com/T1AlUGdz5J— ESPN UK (@ESPNUK) January 13, 2022 Ronaldo er farinn að hljóma eins og NFL-leikmaðurinn Tom Brady sem er enn að spila sinn besta leik þrátt fyrir að vera orðinn 44 ára. Brady hugsar mjög vel um sig og það gerir Ronaldo líka. Ronaldo er ekkert að fara að hætta. „Genalega þá líður mér eins og ég sé þrjátíu ára. Ég hugsa mjög vel bæði um líkamann og hugann. Það sem ég hef lært nýverið er að eftir 33 ára þá getur líkaminn skilað þér þangað sem þú vilt fara en aðalbaráttan er sú andlega,“ sagði Ronaldo. „Að fara í gegnum svo margt með það markmið að halda sér á hæsta stigi er það erfiðasta. Það hef ég verið að gera undanfarin ár. Ég hef unnið meira í huganum. Ég veit að líkaminn ræður við þetta því ég virði hann og hlusta á hann,“ sagði Ronaldo. „Lífið bíður upp á allskonar stundir, góðar og slæmar. Þegar þú dettur þá verður þú að hafa styrkinn til að standa upp aftur. Ég er ánægður og vil vera áfram hjá Manchester United og sjá hvað gerist. Ég vil komast að því hvort ég get spilað þangað til ég verð 40 ára, 41 árs eða 42 ára. Mikilvægasta að öllu er daglega markmið mitt að njóta hverrar stundar,“ sagði Ronaldo. Enski boltinn Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Sjá meira
Ronaldo ræddi framtíðarplön sín í viðtali við ESPN í Brasilíu og þar kom fram að hann trúi því að hann geti jafnvel spilað þangað til að hann verður 42 ára gamall eða til ársins 2028. „Ég er ánægður með að vera leikmaður sem hefur sýnt að það er hægt að spila lengi á hæsta stigi og vera áfram að skila góðri frammistöðu,“ sagði Cristiano Ronaldo. Cristiano Ronaldo isn't finished yet pic.twitter.com/T1AlUGdz5J— ESPN UK (@ESPNUK) January 13, 2022 Ronaldo er farinn að hljóma eins og NFL-leikmaðurinn Tom Brady sem er enn að spila sinn besta leik þrátt fyrir að vera orðinn 44 ára. Brady hugsar mjög vel um sig og það gerir Ronaldo líka. Ronaldo er ekkert að fara að hætta. „Genalega þá líður mér eins og ég sé þrjátíu ára. Ég hugsa mjög vel bæði um líkamann og hugann. Það sem ég hef lært nýverið er að eftir 33 ára þá getur líkaminn skilað þér þangað sem þú vilt fara en aðalbaráttan er sú andlega,“ sagði Ronaldo. „Að fara í gegnum svo margt með það markmið að halda sér á hæsta stigi er það erfiðasta. Það hef ég verið að gera undanfarin ár. Ég hef unnið meira í huganum. Ég veit að líkaminn ræður við þetta því ég virði hann og hlusta á hann,“ sagði Ronaldo. „Lífið bíður upp á allskonar stundir, góðar og slæmar. Þegar þú dettur þá verður þú að hafa styrkinn til að standa upp aftur. Ég er ánægður og vil vera áfram hjá Manchester United og sjá hvað gerist. Ég vil komast að því hvort ég get spilað þangað til ég verð 40 ára, 41 árs eða 42 ára. Mikilvægasta að öllu er daglega markmið mitt að njóta hverrar stundar,“ sagði Ronaldo.
Enski boltinn Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Sjá meira