Ætlaði alltaf að verða sálfræðingur, fann sig ekki og fór í förðun Stefán Árni Pálsson skrifar 14. janúar 2022 10:30 Sif hefur nú unnið sem förðunarfræðingur í hálft ár. Sif Bachmann er 33 ára gift móðir sem vildi snemma hvað hún vildi í lífinu. Hún fór í Versló og þaðan lá leiðin í sálfræðina. Eftir fimm ára nám og ár í starfi komst hún að því að umhverfið veitti henni ekki gleði. Eftir að hafa hugsað sig vel um fór hún í förðunarfræði og aldrei verið glaðari. Sif tók fimm ára sálfræðinám og stundaði síðan masternám í réttarsálfræði í eitt ár í Glasgow. Sindri Sindrason ræddi við Sif í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Ég átti voðalega lítið eftir fyrir dóttur mína, manninn minn og fyrir sjálfan mig,“ segir Sif þegar hún ræðir um starfið í sálfræðinni. Þurfti eitthvað annað „Þá fór ég í þessar pælingar, ef ég er ekki að lifa þessu lífi fyrir sjálfan mig og fjölskylduna mína, fyrir hvern þá? Ég fór að hugsa þá að ég finn að ég er ekki hamingjusöm og þetta er ekki að gefa mér nóg. Ég fann bara að ég þurfti eitthvað annað.“ Sif segir að í gegnum tíðina hafi hún verið með annan fótinn í viðburðarbransanum, öðru hvoru frá 2008. Sif segist hafa fengið mikinn stuðning frá maka. „Ég þekkti þetta umhverfi og það hefur alltaf heillað mig svo mikið og gefið mér svo mikla gleði. Af hverju er það svo mikils ætlast að líða vel í vinnunni og hlakka til að mæta í vinnuna og líða eins og þú sért bara ekki í vinnunni. Ég fór að hafa samband við fólk í þessum bransa. Ég gerði ýmislegt og sá meðal annars um veitingar fyrir 66 norður fyrir tökur með Ara Magg ljósmyndara og fannst það æðislegt og mig langaði bara að vera í þessu umhverfi og var alveg sama hvað ég var að gera.“ Alveg sama hvar ég myndi vinna Hún segir að það hafi verið mikill léttir að taka þessa ákvörðun að breyta um starfsvettvang. „Það var mjög erfitt fyrst og ég átti samtal við manninn minn. Ég er ofboðslega lánsöm að eiga maka sem styður svona við mig. Hann sagðist vera alveg sama við hvað ég vinn, bara að ég væri hamingjusöm.“ Sif skráði sig í förðunarfræðinám í Make up Studio Hörpu Kára. „Ég sé sko ekki eftir því. Þetta eru átta vikur og diplómanám og ofboðslega mikið sem þú lærir á stuttum tíma. Harpa Kára er náttúrulega algjör snillingur og ofboðslegur stuðningur sem hún sýndir mér og ég fékk mikla hvatningu frá henni.“ Sif hefur nú unnið sem förðunarfræðingur í hálft ár. „Þetta hefur verið rosalega skemmtilegur tími, ofboðslegur léttir og enginn kvöð.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Förðun Mest lesið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Fleiri fréttir Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Sjá meira
Eftir fimm ára nám og ár í starfi komst hún að því að umhverfið veitti henni ekki gleði. Eftir að hafa hugsað sig vel um fór hún í förðunarfræði og aldrei verið glaðari. Sif tók fimm ára sálfræðinám og stundaði síðan masternám í réttarsálfræði í eitt ár í Glasgow. Sindri Sindrason ræddi við Sif í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Ég átti voðalega lítið eftir fyrir dóttur mína, manninn minn og fyrir sjálfan mig,“ segir Sif þegar hún ræðir um starfið í sálfræðinni. Þurfti eitthvað annað „Þá fór ég í þessar pælingar, ef ég er ekki að lifa þessu lífi fyrir sjálfan mig og fjölskylduna mína, fyrir hvern þá? Ég fór að hugsa þá að ég finn að ég er ekki hamingjusöm og þetta er ekki að gefa mér nóg. Ég fann bara að ég þurfti eitthvað annað.“ Sif segir að í gegnum tíðina hafi hún verið með annan fótinn í viðburðarbransanum, öðru hvoru frá 2008. Sif segist hafa fengið mikinn stuðning frá maka. „Ég þekkti þetta umhverfi og það hefur alltaf heillað mig svo mikið og gefið mér svo mikla gleði. Af hverju er það svo mikils ætlast að líða vel í vinnunni og hlakka til að mæta í vinnuna og líða eins og þú sért bara ekki í vinnunni. Ég fór að hafa samband við fólk í þessum bransa. Ég gerði ýmislegt og sá meðal annars um veitingar fyrir 66 norður fyrir tökur með Ara Magg ljósmyndara og fannst það æðislegt og mig langaði bara að vera í þessu umhverfi og var alveg sama hvað ég var að gera.“ Alveg sama hvar ég myndi vinna Hún segir að það hafi verið mikill léttir að taka þessa ákvörðun að breyta um starfsvettvang. „Það var mjög erfitt fyrst og ég átti samtal við manninn minn. Ég er ofboðslega lánsöm að eiga maka sem styður svona við mig. Hann sagðist vera alveg sama við hvað ég vinn, bara að ég væri hamingjusöm.“ Sif skráði sig í förðunarfræðinám í Make up Studio Hörpu Kára. „Ég sé sko ekki eftir því. Þetta eru átta vikur og diplómanám og ofboðslega mikið sem þú lærir á stuttum tíma. Harpa Kára er náttúrulega algjör snillingur og ofboðslegur stuðningur sem hún sýndir mér og ég fékk mikla hvatningu frá henni.“ Sif hefur nú unnið sem förðunarfræðingur í hálft ár. „Þetta hefur verið rosalega skemmtilegur tími, ofboðslegur léttir og enginn kvöð.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Förðun Mest lesið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Fleiri fréttir Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“