Skattaafsláttur fyrir stuðning við almannaheillastarfsemi Heimsljós 17. janúar 2022 10:23 gunnisal Lögin veita bæði einstaklingum og fyrirtækjum sem styrkja UN Women, færi á að lækka skatta sína. UN Women vekur athygli á því að þeir einstaklingar sem styrkja almennaheillastarfsemi eins og UN Women á Íslandi – að lágmarki um tíu þúsund krónur á ári – geta nýtt framlag sitt til þess að lækka skattstofn sinn og þannig fengið hluta fjárhæðarinnar til baka gegnum endurgreiðslu skatta. Þessi breyting varð með nýjum lögum um skattalega hvata til almannaheillastarfsemi sem samþykkt voru 1. nóvember á síðasta ári. Lögin veita bæði einstaklingum og fyrirtækjum sem styrkja UN Women eða önnur félög eða stofnanir sem sinna almennaheillastarfsemi færi á því að lækka skatta sína. Hámarksskattafsláttur hjá einstaklingi fæst fyrir 350.000 króna framlag. Fyrir hjón er sú upphæð 700.000 krónur. „Þetta þýðir einnig að ljósberar geta hækkað núverandi framlag sitt, án þess í raun að greiða meira; UN Women hlýtur hærri styrk en gefandinn greiðir í raun áfram sömu upphæð þegar endurgreiðslan hefur skilað sér,“ segir í frétt UN Women. „Það hefur því aldrei verið jafn auðvelt að styrkja okkar góða starf og láta gott af sér leiða. Við hvetjum sem flesta til þess að skrá sig sem ljósbera með því að smella hér og byrja að nýta sér skattaafsláttinn til góðra verka. UN Women sér síðan um að koma öllum upplýsingum til skattsins ár hvert.“ Frádráttur fyrirtækja getur numið 1,5% af rekstrartekjum á því ári sem gjöf er afhent eða framlag er veitt. „Þetta gefur þess vegna fyrirtækjum tækifæri á að taka þátt í starfi UN Women og njóta skattaafsláttar á sama tíma,“ segir í fréttinni. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Jafnréttismál Skattar og tollar Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent
UN Women vekur athygli á því að þeir einstaklingar sem styrkja almennaheillastarfsemi eins og UN Women á Íslandi – að lágmarki um tíu þúsund krónur á ári – geta nýtt framlag sitt til þess að lækka skattstofn sinn og þannig fengið hluta fjárhæðarinnar til baka gegnum endurgreiðslu skatta. Þessi breyting varð með nýjum lögum um skattalega hvata til almannaheillastarfsemi sem samþykkt voru 1. nóvember á síðasta ári. Lögin veita bæði einstaklingum og fyrirtækjum sem styrkja UN Women eða önnur félög eða stofnanir sem sinna almennaheillastarfsemi færi á því að lækka skatta sína. Hámarksskattafsláttur hjá einstaklingi fæst fyrir 350.000 króna framlag. Fyrir hjón er sú upphæð 700.000 krónur. „Þetta þýðir einnig að ljósberar geta hækkað núverandi framlag sitt, án þess í raun að greiða meira; UN Women hlýtur hærri styrk en gefandinn greiðir í raun áfram sömu upphæð þegar endurgreiðslan hefur skilað sér,“ segir í frétt UN Women. „Það hefur því aldrei verið jafn auðvelt að styrkja okkar góða starf og láta gott af sér leiða. Við hvetjum sem flesta til þess að skrá sig sem ljósbera með því að smella hér og byrja að nýta sér skattaafsláttinn til góðra verka. UN Women sér síðan um að koma öllum upplýsingum til skattsins ár hvert.“ Frádráttur fyrirtækja getur numið 1,5% af rekstrartekjum á því ári sem gjöf er afhent eða framlag er veitt. „Þetta gefur þess vegna fyrirtækjum tækifæri á að taka þátt í starfi UN Women og njóta skattaafsláttar á sama tíma,“ segir í fréttinni. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Jafnréttismál Skattar og tollar Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent