„Súrrealískur“ Íslendingafans á Tenerife Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. janúar 2022 20:27 Athafnakonan og áhrifavaldurinn Birgitta Líf Björnsdóttir er ein hinna fjölmörgu Íslendinga sem dvalið hafa á Tenerife undanfarnar vikur. Stöð 2/Ragnar Visage Heimsferðir hafa nær aldrei selt fleiri jólaferðir til Tenerife og í fyrra en eyjan er jafnframt vinsælasti áfangastaður Play þessa stundina. Íslendingur á Tenerife lýsir staðnum sem algjörri Íslendinganýlendu. Þegar rennt er yfir samfélagsmiðla virðist sem nær annar hver Íslendingur hafi farið til Tenerife yfir jól og áramót - eða sé staddur á eyjunni þessa stundina. Færsla Ágústs Beinteins Árnasonar á TikTok hér fyrir neðan gefur ef til vill ákveðna vísbendingu um andrúmsloftið á Tenerife um jólin. @gustib_1 svona leit Tenerife út um jólin hahah go comment ef þið fóruð original sound - Gústi B Tenerife er vinsælasti áfangastaður Play þessa stundina en síðustu sex vikur, frá 1. desember til 15. janúar, seldi félagið 4000 flugsæti til eyjunnar. Mikill áhugi hefur einnig verið á Tenerife hjá Icelandair, sem flogið hefur 29 sinnum til og frá Tenerife á tímabilinu - þar af ellefu sinnum það sem af er janúar. Og Tenerife-áhugi Íslendinga gæti hæglega verið í hæstu hæðum en samkvæmt frétt Túrista flugu fleiri Íslendingar til Tenerife á seinni helmingi árs í fyrra en fyrir heimsfaraldur. Íslenska alls staðar Ingveldur Anna Sigurðardóttir varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins er stödd á Tenerife ásamt fjölskyldu sinni. Hún hefur verið þar í rúma viku og lætur ákaflega vel af dvölinni. Ingveldur Anna Sigurðardóttir er ánægð með dvölina á Tenerife. Ingveldur segir að ekki sé þverfótað fyrir Íslendingum á eyjunni. „Maður heyrir íslensku við sundlaugarbakkann, í fyrradag sátum við við hliðina á Íslendingum á veitingastað og við vorum í minigolfi áðan og þar voru að minnsta kosti 10-15 Íslendingar á undan okkur,“ segir Ingveldur. Í útlöndum komi það henni venjulega á óvart að rekast á Íslending. Sú sé alls ekki raunin á Tenerife um þessar mundir þar sem Íslendingarnir virðast rekast á hver annan. Og sækja sér vænan skammt af D-vítamíni í sólarleysinu sem landsmenn eru margir hverjir orðnir þreyttir á. „Þetta er svona annar heimavöllur okkar Íslendinga. Þetta er bara mjög súrrealískt.“ Spánn Íslendingar erlendis Ferðalög Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Heimatilbúið „corny“ Lífið Fann ástina í örlagaríkum kjól Tíska og hönnun Fleiri fréttir Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sjá meira
Þegar rennt er yfir samfélagsmiðla virðist sem nær annar hver Íslendingur hafi farið til Tenerife yfir jól og áramót - eða sé staddur á eyjunni þessa stundina. Færsla Ágústs Beinteins Árnasonar á TikTok hér fyrir neðan gefur ef til vill ákveðna vísbendingu um andrúmsloftið á Tenerife um jólin. @gustib_1 svona leit Tenerife út um jólin hahah go comment ef þið fóruð original sound - Gústi B Tenerife er vinsælasti áfangastaður Play þessa stundina en síðustu sex vikur, frá 1. desember til 15. janúar, seldi félagið 4000 flugsæti til eyjunnar. Mikill áhugi hefur einnig verið á Tenerife hjá Icelandair, sem flogið hefur 29 sinnum til og frá Tenerife á tímabilinu - þar af ellefu sinnum það sem af er janúar. Og Tenerife-áhugi Íslendinga gæti hæglega verið í hæstu hæðum en samkvæmt frétt Túrista flugu fleiri Íslendingar til Tenerife á seinni helmingi árs í fyrra en fyrir heimsfaraldur. Íslenska alls staðar Ingveldur Anna Sigurðardóttir varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins er stödd á Tenerife ásamt fjölskyldu sinni. Hún hefur verið þar í rúma viku og lætur ákaflega vel af dvölinni. Ingveldur Anna Sigurðardóttir er ánægð með dvölina á Tenerife. Ingveldur segir að ekki sé þverfótað fyrir Íslendingum á eyjunni. „Maður heyrir íslensku við sundlaugarbakkann, í fyrradag sátum við við hliðina á Íslendingum á veitingastað og við vorum í minigolfi áðan og þar voru að minnsta kosti 10-15 Íslendingar á undan okkur,“ segir Ingveldur. Í útlöndum komi það henni venjulega á óvart að rekast á Íslending. Sú sé alls ekki raunin á Tenerife um þessar mundir þar sem Íslendingarnir virðast rekast á hver annan. Og sækja sér vænan skammt af D-vítamíni í sólarleysinu sem landsmenn eru margir hverjir orðnir þreyttir á. „Þetta er svona annar heimavöllur okkar Íslendinga. Þetta er bara mjög súrrealískt.“
Spánn Íslendingar erlendis Ferðalög Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Heimatilbúið „corny“ Lífið Fann ástina í örlagaríkum kjól Tíska og hönnun Fleiri fréttir Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sjá meira