Utan vallar: Standast strákarnir okkar stóra prófið? Henry Birgir Gunnarsson skrifar 18. janúar 2022 09:00 Aron Pálmarsson landsliðsfyrirliði þarf að leiða liðið á næsta stig í kvöld. vísir/epa Þrátt fyrir gott gengi á EM getur enn allt gerst í dag. Strákarnir okkar geta farið á flugi inn í milliriðil með stig í töskunni eða flogið heim til sín. Það er stutt á milli í þessu. Það hefur verið markviss uppbygging á þessu landsliði okkar síðustu ár með tilheyrandi vaxtarverkjum. En reynslan er nú til staðar og gæðin eru það svo sannarlega. Í dag fáum við því samt svarað hvort liðið sé komið á þann stað sem við öll vonum að það sé komið á. Guðmundur ætlaði að gera Ísland að topp átta liði í heiminum á þremur árum. Sá tími er núna. Það væru því gríðarleg vonbrigði ef liðið fellur á stóra prófinu og þarf að fara heim eftir riðlakeppnina. Ef strákarnir komast áfram þá fáum við enn fleiri spurningum svarað því andstæðingar milliriðilsins eru enn sterkari en liðin í þessum riðli okkar. Þá fá strákarnir að máta sig við mörg bestu lið heims og sjá hvar þeir standa í þeim samanburði. Maður finnur að andinn og trúin í liðinu er meiri en oft áður. Strákarnir eru frábærir í handbolta og vita það manna best sjálfir. Eins og sagt var eftir leikinn gegn Hollendingum þá hefði sá leikur líklega ekki unnist fyrir þremur árum síðan. Það er hugsanlega rétt. Þó svo ýmislegt hafi brugðist í þeim leik þá var það framfaraskref að klára dæmið. Ég hef tröllatrú á þessu liði okkar og þó svo Ungverjar séu stórir, sterkir og ólseigir þá er ég ekki í vafa um að okkar lið sé betra. Við erum með betri leikmenn og frábæra liðsheild. Ef allt smellur þá vinna strákarnir leikinn. Sviðið verður ekki stærra og flottara en í Búdapest í kvöld. Þetta er hinn fullkomni staður til þess að rúlla upp stóra prófinu og sýna handboltaheiminum að Ísland sé aftur komið með alvöru lið í handbolta. EM karla í handbolta 2022 Utan vallar Tengdar fréttir Svona hefur farið hjá strákunum þegar Ísland hefur unnið tvo fyrstu leiki sína Ungverjar bíða strákana okkar í þriðja leik á morgun en þetta er langt frá því að vera í fyrsta sinn á stórmóti sem þeir mæta íslensku landsliði með fullt hús. 17. janúar 2022 16:31 Mest lesið Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti „Við máttum ekki gefast upp“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu deild karla og Lögmál leiksins Sport Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Fleiri fréttir Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Sjá meira
Það hefur verið markviss uppbygging á þessu landsliði okkar síðustu ár með tilheyrandi vaxtarverkjum. En reynslan er nú til staðar og gæðin eru það svo sannarlega. Í dag fáum við því samt svarað hvort liðið sé komið á þann stað sem við öll vonum að það sé komið á. Guðmundur ætlaði að gera Ísland að topp átta liði í heiminum á þremur árum. Sá tími er núna. Það væru því gríðarleg vonbrigði ef liðið fellur á stóra prófinu og þarf að fara heim eftir riðlakeppnina. Ef strákarnir komast áfram þá fáum við enn fleiri spurningum svarað því andstæðingar milliriðilsins eru enn sterkari en liðin í þessum riðli okkar. Þá fá strákarnir að máta sig við mörg bestu lið heims og sjá hvar þeir standa í þeim samanburði. Maður finnur að andinn og trúin í liðinu er meiri en oft áður. Strákarnir eru frábærir í handbolta og vita það manna best sjálfir. Eins og sagt var eftir leikinn gegn Hollendingum þá hefði sá leikur líklega ekki unnist fyrir þremur árum síðan. Það er hugsanlega rétt. Þó svo ýmislegt hafi brugðist í þeim leik þá var það framfaraskref að klára dæmið. Ég hef tröllatrú á þessu liði okkar og þó svo Ungverjar séu stórir, sterkir og ólseigir þá er ég ekki í vafa um að okkar lið sé betra. Við erum með betri leikmenn og frábæra liðsheild. Ef allt smellur þá vinna strákarnir leikinn. Sviðið verður ekki stærra og flottara en í Búdapest í kvöld. Þetta er hinn fullkomni staður til þess að rúlla upp stóra prófinu og sýna handboltaheiminum að Ísland sé aftur komið með alvöru lið í handbolta.
EM karla í handbolta 2022 Utan vallar Tengdar fréttir Svona hefur farið hjá strákunum þegar Ísland hefur unnið tvo fyrstu leiki sína Ungverjar bíða strákana okkar í þriðja leik á morgun en þetta er langt frá því að vera í fyrsta sinn á stórmóti sem þeir mæta íslensku landsliði með fullt hús. 17. janúar 2022 16:31 Mest lesið Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti „Við máttum ekki gefast upp“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu deild karla og Lögmál leiksins Sport Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Fleiri fréttir Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Sjá meira
Svona hefur farið hjá strákunum þegar Ísland hefur unnið tvo fyrstu leiki sína Ungverjar bíða strákana okkar í þriðja leik á morgun en þetta er langt frá því að vera í fyrsta sinn á stórmóti sem þeir mæta íslensku landsliði með fullt hús. 17. janúar 2022 16:31