Suðvestanátt og kólnandi veður Atli Ísleifsson skrifar 18. janúar 2022 07:13 Spáð er kólnandi veðri með hita um frostmark seinnipartinn. Vísir/Vilhelm Spáð er vestan eða suðvestan átt í dag, víða átta til fímmtán metrum á sekúndu, en þó hvassari á stöku stað, einkum á Norðurlandi og með suðausturströndinni. Reikna má með skúrum eða éljum á vesturhelmingi landsins, en úrkomulitlu veðri eystra. Kólnandi veður með hita um frostmark seinnipartinn. „Hægt kólnandi í dag og frost víðast hvar seinni partinn. Í kvöld snýst í norðan 5-13 m/s með éljum norðantil en birtir til syðra. Á morgun er síðan útlit fyrir hæðarhrygg yfir landinu og fremur hægum vindi, bjartviðri og frosti.“ Enn er viðvörun á vef Veðurstofunnar þar sem segir að búast megi við krapaflóðum, vatnsflóðum og skriðum samfara úrkomu og hlýindum á vestanverðu og norðanverðu landinu. Spákortið fyrir klukkan 15 í dag.Veðurstofan Veðurhorfur á landinu næstu daga Á miðvikudag: Vestlæg átt, 3-10 m/s og bjart með köflum. Frost 0 til 12 stig, kaldast í innsveitum norðaustanlands en þykknar upp og hlýnar við vesturströndina um kvöldið. Á fimmtudag: Sunnan- og suðvestanátt, 8-13 m/s. Rigning á köflum sunnan- og vestanlands, en annars úrkomulítið. Hlýnandi veður, hiti 3 til 8 stig undir kvöld. Á föstudag: Suðvestan 10-18 m/s. Talsverð rigning en áfram þurrt að kalla á norðausturlandi. Hiti 3 til 8 stig. Kólnar með éljum þegar líður á daginn. Á laugardag: Allhvöss suðvestanátt og slydda eða snjókoma, en rigning suðaustanlands og úrkomulítið á Norðausturlandi fram á kvöld. Hiti 0 til 5 stig en kólnar seinnipartinn. Á sunnudag: Suðvestlæg átt með éljum á vesturhelming landsins, en annars bjart með köflum. Talsvert frost, víðast hvar. Á mánudag: Útlit fyrir vestlæga átt með stöku éljum, en þurrt austantil. Kalt í veðri. Veður Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Rok og rigning sama hvert er litið Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Lægðardrag yfir vestanverðu landinu en hiti gæti náð 18 stigum Hiti gæti náð tuttugu stigum fyrir austan Spá þoku fyrir norðan og austan Líkur á eldingum norðantil og gasmengun vestantil Reykvíkingar fengu loksins tuttugu gráður Landshitametið ekki fallið en hitamet fallin á ákveðnum stöðvum „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veðurblíða víða um land Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Hlýnar um helgina Skýjað með skúrum í höfuðborginni Rigning í Reykjavík en hlýtt og gott fyrir austan „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Fínasta veður um land allt Hægviðri, hafgola og hiti að átján stigum Skúrir á víð og dreif Rigning með köflum sunnan- og vestanlands Skúrir víða um land og lægð nálgast Sjá meira
Reikna má með skúrum eða éljum á vesturhelmingi landsins, en úrkomulitlu veðri eystra. Kólnandi veður með hita um frostmark seinnipartinn. „Hægt kólnandi í dag og frost víðast hvar seinni partinn. Í kvöld snýst í norðan 5-13 m/s með éljum norðantil en birtir til syðra. Á morgun er síðan útlit fyrir hæðarhrygg yfir landinu og fremur hægum vindi, bjartviðri og frosti.“ Enn er viðvörun á vef Veðurstofunnar þar sem segir að búast megi við krapaflóðum, vatnsflóðum og skriðum samfara úrkomu og hlýindum á vestanverðu og norðanverðu landinu. Spákortið fyrir klukkan 15 í dag.Veðurstofan Veðurhorfur á landinu næstu daga Á miðvikudag: Vestlæg átt, 3-10 m/s og bjart með köflum. Frost 0 til 12 stig, kaldast í innsveitum norðaustanlands en þykknar upp og hlýnar við vesturströndina um kvöldið. Á fimmtudag: Sunnan- og suðvestanátt, 8-13 m/s. Rigning á köflum sunnan- og vestanlands, en annars úrkomulítið. Hlýnandi veður, hiti 3 til 8 stig undir kvöld. Á föstudag: Suðvestan 10-18 m/s. Talsverð rigning en áfram þurrt að kalla á norðausturlandi. Hiti 3 til 8 stig. Kólnar með éljum þegar líður á daginn. Á laugardag: Allhvöss suðvestanátt og slydda eða snjókoma, en rigning suðaustanlands og úrkomulítið á Norðausturlandi fram á kvöld. Hiti 0 til 5 stig en kólnar seinnipartinn. Á sunnudag: Suðvestlæg átt með éljum á vesturhelming landsins, en annars bjart með köflum. Talsvert frost, víðast hvar. Á mánudag: Útlit fyrir vestlæga átt með stöku éljum, en þurrt austantil. Kalt í veðri.
Veður Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Rok og rigning sama hvert er litið Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Lægðardrag yfir vestanverðu landinu en hiti gæti náð 18 stigum Hiti gæti náð tuttugu stigum fyrir austan Spá þoku fyrir norðan og austan Líkur á eldingum norðantil og gasmengun vestantil Reykvíkingar fengu loksins tuttugu gráður Landshitametið ekki fallið en hitamet fallin á ákveðnum stöðvum „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veðurblíða víða um land Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Hlýnar um helgina Skýjað með skúrum í höfuðborginni Rigning í Reykjavík en hlýtt og gott fyrir austan „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Fínasta veður um land allt Hægviðri, hafgola og hiti að átján stigum Skúrir á víð og dreif Rigning með köflum sunnan- og vestanlands Skúrir víða um land og lægð nálgast Sjá meira