Á leið í frystinn vegna dýrkeyptra mistaka sem kostuðu Milan mark Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. janúar 2022 15:16 Ante Rebic og Olivier Giroud voru innilegir í mótmælum sínum eftir að mark AC Milan var dæmt af vegna mistaka Marcos Serra. epa/MATTEO BAZZI Leikmenn AC Milan voru allt annað en sáttir með dómara leiksins gegn Spezia í gær enda tók hann löglegt mark af þeim. Hann gæti verið settur til hliðar vegna mistakanna. Milan missteig sig í toppbaráttu ítölsku úrvalsdeildarinnar þegar liðið tapaði óvænt fyrir Spezia, 1-2, á heimavelli í gær. Með sigri hefði Milan komist upp fyrir Inter á topp deildarinnar. Rafael Leao kom Milan yfir í uppbótartíma fyrri hálfleiks en Kevin Agudelo jafnaði fyrir Spezia á 64. mínútu. Og þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði Emmanuel Gyasi sigurmark gestanna. Skömmu áður hélt Junior Messias að hann hefði tryggt Milan sigurinn þegar hann sneri boltann laglega í mark Spezia. Dómari leiksins, Marco Serra, hafði hins vegar verið of fljótur á sér að dæma aukaspyrnu áður en Messias hleypti af og því stóð markið ekki. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=eqLG3uwfIuM">watch on YouTube</a> Samkvæmt Gazzetta dello Sport gæti Serra verið settur til hliðar í lengri tíma vegna mistakanna. Forráðamenn ítalska dómarasambandsins hafa beðið Milan afsökunar og eftir leikinn í gær staðfesti Stefano Pioli, knattspyrnustjóri Milan, að Serra hefði gert slíkt hið sama. „Ég reyndi að róa mína menn niður en það tókst ekki eins og markið hjá Spezia sýndi. Við vissum að við værum órétti beittir en þetta er okkur að kenna. Við deilum ábyrgðinni með dómaranum. Því miður,“ sagði Pioli. „Hann baðst meira að segja afsökunar og kannski voru þetta ekki einu sinni mistök. En þetta er synd. Við áttum að skora fleiri mörk í fyrri hálfleik. Þetta var slæmt kvöld og við þurfum að bregðast vel við þessu.“ Milan er í 2. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar með 48 stig, tveimur stigum á eftir Inter sem á leik til góða. Ítalski boltinn Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Sport Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Sjá meira
Milan missteig sig í toppbaráttu ítölsku úrvalsdeildarinnar þegar liðið tapaði óvænt fyrir Spezia, 1-2, á heimavelli í gær. Með sigri hefði Milan komist upp fyrir Inter á topp deildarinnar. Rafael Leao kom Milan yfir í uppbótartíma fyrri hálfleiks en Kevin Agudelo jafnaði fyrir Spezia á 64. mínútu. Og þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði Emmanuel Gyasi sigurmark gestanna. Skömmu áður hélt Junior Messias að hann hefði tryggt Milan sigurinn þegar hann sneri boltann laglega í mark Spezia. Dómari leiksins, Marco Serra, hafði hins vegar verið of fljótur á sér að dæma aukaspyrnu áður en Messias hleypti af og því stóð markið ekki. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=eqLG3uwfIuM">watch on YouTube</a> Samkvæmt Gazzetta dello Sport gæti Serra verið settur til hliðar í lengri tíma vegna mistakanna. Forráðamenn ítalska dómarasambandsins hafa beðið Milan afsökunar og eftir leikinn í gær staðfesti Stefano Pioli, knattspyrnustjóri Milan, að Serra hefði gert slíkt hið sama. „Ég reyndi að róa mína menn niður en það tókst ekki eins og markið hjá Spezia sýndi. Við vissum að við værum órétti beittir en þetta er okkur að kenna. Við deilum ábyrgðinni með dómaranum. Því miður,“ sagði Pioli. „Hann baðst meira að segja afsökunar og kannski voru þetta ekki einu sinni mistök. En þetta er synd. Við áttum að skora fleiri mörk í fyrri hálfleik. Þetta var slæmt kvöld og við þurfum að bregðast vel við þessu.“ Milan er í 2. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar með 48 stig, tveimur stigum á eftir Inter sem á leik til góða.
Ítalski boltinn Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Sport Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Sjá meira