UNICEF kemur milljarði bóluefna gegn COVID-19 til skila Heimsljós 18. janúar 2022 10:02 UNICEF hefur nú náð að dreifa einum milljarði skammta af bóluefni gegn COVID-19 til efnaminni ríkja heimsins gegnum COVAX samstarfið. Milljarðasti skammturinn lenti í Rúanda um nýliðna helgi. „Í samvinnu við samstarfsaðila okkar er COVAX leiðandi í stærstu bóluefnaöflun og dreifingu í sögunni og hefur samstarfið náð að dreifa bóluefnum til 144 landa. En vinnan sem hefur farið í að ná þessum tímamótum er aðeins áminning um þá vinnu sem eftir er. Þar sem svo margir eiga enn eftir að fá sinn fyrsta skammt, við vitum að það er mikið verk framundan,“ segir Henrietta Fore, framkvæmdastjóri UNICEF. UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, leiðir innkaup og dreifingu á bóluefnum til efnaminni ríkja heims fyrir hönd COVAX samstarfsins. Auk þess vinnur UNICEF með samstarfsaðilum í að bregðast við beinum áhrifum heimsfaraldursins á börn og fjölskyldur um allan heim. Það er meðal annars með hjálp Heimsforeldra og þeirra sem hafa stutt neyðarsöfnun UNICEF á Íslandi, sem þetta er mögulegt. Auk þess hefur íslenska ríkið stutt dyggilega við COVAX samstarfið með beinum framlögum og með því að gefa umframskammta. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent
„Í samvinnu við samstarfsaðila okkar er COVAX leiðandi í stærstu bóluefnaöflun og dreifingu í sögunni og hefur samstarfið náð að dreifa bóluefnum til 144 landa. En vinnan sem hefur farið í að ná þessum tímamótum er aðeins áminning um þá vinnu sem eftir er. Þar sem svo margir eiga enn eftir að fá sinn fyrsta skammt, við vitum að það er mikið verk framundan,“ segir Henrietta Fore, framkvæmdastjóri UNICEF. UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, leiðir innkaup og dreifingu á bóluefnum til efnaminni ríkja heims fyrir hönd COVAX samstarfsins. Auk þess vinnur UNICEF með samstarfsaðilum í að bregðast við beinum áhrifum heimsfaraldursins á börn og fjölskyldur um allan heim. Það er meðal annars með hjálp Heimsforeldra og þeirra sem hafa stutt neyðarsöfnun UNICEF á Íslandi, sem þetta er mögulegt. Auk þess hefur íslenska ríkið stutt dyggilega við COVAX samstarfið með beinum framlögum og með því að gefa umframskammta. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent