Læknar með gjörólíka sýn á faraldurinn takast á í Pallborðinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. janúar 2022 12:09 Ragnar Freyr og Tómas þekkjast vel en eru óhræddir við að segja sína skoðun á málunum. vísir Gamlir vinir og samstarfsmenn á Landspítala mætast í Pallborðinu klukkan 14:30 í beinni hér á Vísi og Stöð 2 Vísi í dag til að ræða heimsfaraldurinn og leiðir út úr honum. Fylgst er með gangi mála í textalýsingu í vaktinni hér að neðan. Þeir Ragnar Freyr Ingvarsson, læknir hjá Landspítala og fyrrverandi yfirlæknir Covid-göngudeildarinnar, og Tómas Guðbjartsson, skurðlæknir á spítalanum, hafa undanfarið tjáð sig mikið um faraldurinn og stöðu spítalans. Þeir hafa þó gjörólíka sýn á málin. Ragnar Freyr hefur nýlega komist í fréttir fyrir að koma fram með þá hugmynd að hætta því sýnatökufyrirkomulagi sem nú er viðhaft þegar svo margir greinast smitaðir daglega. Í gær greindust til dæmis næstflestir með Covid-19 frá upphafi faraldursins. Óttar Kolbeinsson Proppé, fréttamaður Stöðvar 2, stýrir umræðunum á eftir, sem hefjast klukkan 14:30. Hægt verður að horfa á þær í beinni hér í spilaranum að neðan. Sóttvarnalæknir og Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítala, hafa verið honum ósammála í því og einnig góður vinur og samstarfsmaður Ragnas Freys, Tómas Guðbjartsson. Hann er hinum megin línunnar, vill halda hörðum samkomutakmörkunum á meðan ástandið á spítalanum er eins og það er í dag og komst í fréttir um helgina fyrir að skjóta föstum skotum að utanríkisráðherra fyrir orðræðu hennar í faraldrinum. Það hefur dregið til mikilla tíðinda í faraldrinum síðustu daga; margt bendir til að ómíkron-afbrigðið valdi margfalt vægari veikindum en delta-afbrigðið og þá hefur sóttvarnalæknir rokkað fram og til baka þegar hann ræðir um sóttvarnatakmarkanir. Óbreyttar tuttugu manna samkomutakmarkanir tóku gildi í byrjun síðustu viku en þremur dögum síðar var ákveðið að herða niður í 10 manns og í gær viðraði sóttvarnalæknir svo þær hugmyndir að slaka aftur á takmörkunum. Margir eru búnir að missa þráðinn í umræðunum. Hvert er markmiðið í dag? Og er réttlætanlegt að hafa svo gríðarlega strangar samkomutakmarkanir í gildi þegar nýtt afbrigði er minna skaðlegt en upprunalega var búist við? Þetta verður allt tekið fyrir í fjörugum umræðum í Pallborðinu í dag.
Þeir Ragnar Freyr Ingvarsson, læknir hjá Landspítala og fyrrverandi yfirlæknir Covid-göngudeildarinnar, og Tómas Guðbjartsson, skurðlæknir á spítalanum, hafa undanfarið tjáð sig mikið um faraldurinn og stöðu spítalans. Þeir hafa þó gjörólíka sýn á málin. Ragnar Freyr hefur nýlega komist í fréttir fyrir að koma fram með þá hugmynd að hætta því sýnatökufyrirkomulagi sem nú er viðhaft þegar svo margir greinast smitaðir daglega. Í gær greindust til dæmis næstflestir með Covid-19 frá upphafi faraldursins. Óttar Kolbeinsson Proppé, fréttamaður Stöðvar 2, stýrir umræðunum á eftir, sem hefjast klukkan 14:30. Hægt verður að horfa á þær í beinni hér í spilaranum að neðan. Sóttvarnalæknir og Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítala, hafa verið honum ósammála í því og einnig góður vinur og samstarfsmaður Ragnas Freys, Tómas Guðbjartsson. Hann er hinum megin línunnar, vill halda hörðum samkomutakmörkunum á meðan ástandið á spítalanum er eins og það er í dag og komst í fréttir um helgina fyrir að skjóta föstum skotum að utanríkisráðherra fyrir orðræðu hennar í faraldrinum. Það hefur dregið til mikilla tíðinda í faraldrinum síðustu daga; margt bendir til að ómíkron-afbrigðið valdi margfalt vægari veikindum en delta-afbrigðið og þá hefur sóttvarnalæknir rokkað fram og til baka þegar hann ræðir um sóttvarnatakmarkanir. Óbreyttar tuttugu manna samkomutakmarkanir tóku gildi í byrjun síðustu viku en þremur dögum síðar var ákveðið að herða niður í 10 manns og í gær viðraði sóttvarnalæknir svo þær hugmyndir að slaka aftur á takmörkunum. Margir eru búnir að missa þráðinn í umræðunum. Hvert er markmiðið í dag? Og er réttlætanlegt að hafa svo gríðarlega strangar samkomutakmarkanir í gildi þegar nýtt afbrigði er minna skaðlegt en upprunalega var búist við? Þetta verður allt tekið fyrir í fjörugum umræðum í Pallborðinu í dag.
Pallborðið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Samkomubann á Íslandi Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira