Þórdís Kolbrún segir umdeilt tíst ekki varða sóttvarnir Eiður Þór Árnason skrifar 18. janúar 2022 22:20 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra segir gagnrýnina byggða á misskilningi. Vísir/Vilhelm Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra hafnar því að umdeilt tíst sem hún birti í gær tengist afstöðu hennar til sóttvarnaaðgerða. Í umræddri færslu á Twitter birti ráðherrann tilvitnun í bandaríska mannréttindafrömuðinn Martin Luther King Jr. og sagði að viska hans eigi einkum við á tímum þar sem atlaga hafi verið gerð að mörgum grunnréttindum fólks. Óhætt er að segja að ummæli Þórdísar Kolbrúnar hafi valdið nokkru fjaðrafoki á Twitter þar sem gagnrýnendur settu tístið í samhengi við málflutning hennar um sóttvarnaaðgerðir stjórnvalda. Þórdís Kolbrún segir í skriflegu svari við fyrirspurn Kjarnans að tístið hafi verið „hugsað í algjörri einlægni sem tákn um virðingu fyrir manni sem er sameiginleg táknmynd margs þess besta í fari mannkyns; hugrekkis, réttsýni og baráttuþreki fyrir mannréttindum.“ Tístið var birt á degi á Martin Luther King. “Our lives begin to end the day we become silent about things that matter.” The wisdom of Dr Martin Luther King never loses its relevance, especially during times when many of the basic rights we may have thought to be secured and guaranteed have been challenged. #MLKDay— Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (@thordiskolbrun) January 17, 2022 Gagnrýnendur ráðherrans hafa sakað Þórdísi Kolbrúnu um að líkja baráttu Martin Luther King fyrir réttindum svartra Bandaríkjamanna við andóf gegn frelsistakmörkunum vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Fram kemur í frétt Kjarnans að hún segi það ranga túlkun að tengja tístið skoðunum hennar á tilteknum sóttvarnaaðgerðum. Í stað þess hafi hún vísað til að víða um heim hafi borið á tilhneigingu til að takmarka frelsi fólks til tjáningar og frjálsrar hugsunar. Þórdís Kolbrún sagði í samtali við RÚV á föstudag að Íslendingar væru að upplifa tímabil þar sem ákveðin borgaraleg réttindi hafi verið tekin að láni. Eðlilegt sé að velta fyrir sér öðrum sjónarmiðum um áhrif faraldursins, til að mynda á lýðheilsu og geðheilbrigði. Hún standi þó með ákvörðun heilbrigðisráðherra að grípa til hertra aðgerða sem tóku gildi á laugardag. Janúar rétt hálfnaður og verst Tweet ársins þegar komið. Það er ákveðið afrek. Til hamingju — Thor Johannesson (@ThorJohannesson) January 18, 2022 Hvaða gullkorni skyldi hún gauka að okkur í dag? Kannski sóttvarnaraðgerðir bornar saman við gyðingaofsóknir?— Eva Luna (@EvaLunaDio) January 18, 2022 Are you seriously comparing the struggles of the black community to be treated as equal human beings to the minor inconveniences due to infection control?They were (and still are) being killed and you had to miss a few nights out with friends. Read a book and quit your job.— Cassandra of Troy (@PhoenixJRamos) January 18, 2022 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjálfstæðisflokkurinn Mannréttindi Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Óhætt er að segja að ummæli Þórdísar Kolbrúnar hafi valdið nokkru fjaðrafoki á Twitter þar sem gagnrýnendur settu tístið í samhengi við málflutning hennar um sóttvarnaaðgerðir stjórnvalda. Þórdís Kolbrún segir í skriflegu svari við fyrirspurn Kjarnans að tístið hafi verið „hugsað í algjörri einlægni sem tákn um virðingu fyrir manni sem er sameiginleg táknmynd margs þess besta í fari mannkyns; hugrekkis, réttsýni og baráttuþreki fyrir mannréttindum.“ Tístið var birt á degi á Martin Luther King. “Our lives begin to end the day we become silent about things that matter.” The wisdom of Dr Martin Luther King never loses its relevance, especially during times when many of the basic rights we may have thought to be secured and guaranteed have been challenged. #MLKDay— Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (@thordiskolbrun) January 17, 2022 Gagnrýnendur ráðherrans hafa sakað Þórdísi Kolbrúnu um að líkja baráttu Martin Luther King fyrir réttindum svartra Bandaríkjamanna við andóf gegn frelsistakmörkunum vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Fram kemur í frétt Kjarnans að hún segi það ranga túlkun að tengja tístið skoðunum hennar á tilteknum sóttvarnaaðgerðum. Í stað þess hafi hún vísað til að víða um heim hafi borið á tilhneigingu til að takmarka frelsi fólks til tjáningar og frjálsrar hugsunar. Þórdís Kolbrún sagði í samtali við RÚV á föstudag að Íslendingar væru að upplifa tímabil þar sem ákveðin borgaraleg réttindi hafi verið tekin að láni. Eðlilegt sé að velta fyrir sér öðrum sjónarmiðum um áhrif faraldursins, til að mynda á lýðheilsu og geðheilbrigði. Hún standi þó með ákvörðun heilbrigðisráðherra að grípa til hertra aðgerða sem tóku gildi á laugardag. Janúar rétt hálfnaður og verst Tweet ársins þegar komið. Það er ákveðið afrek. Til hamingju — Thor Johannesson (@ThorJohannesson) January 18, 2022 Hvaða gullkorni skyldi hún gauka að okkur í dag? Kannski sóttvarnaraðgerðir bornar saman við gyðingaofsóknir?— Eva Luna (@EvaLunaDio) January 18, 2022 Are you seriously comparing the struggles of the black community to be treated as equal human beings to the minor inconveniences due to infection control?They were (and still are) being killed and you had to miss a few nights out with friends. Read a book and quit your job.— Cassandra of Troy (@PhoenixJRamos) January 18, 2022
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjálfstæðisflokkurinn Mannréttindi Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira