Körfubolti

Skvettubræður komu Golden State aftur á sigurbraut

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Klay Thompson og Stephen Curry voru drjúgir í sigri Golden State Warriors á Detroit Pistons.
Klay Thompson og Stephen Curry voru drjúgir í sigri Golden State Warriors á Detroit Pistons. ap/Jed Jacobsohn

Golden State Warriors komst aftur á sigurbraut í NBA-deildinni í körfubolta þegar liðið lagði Detroit Pistons að velli í nótt, 102-86.

Skvettubræðurnir Stephen Curry og Klay Thompson fóru fyrir Golden State og skoruðu samtals 39 stig. Thompson var með 21 stig, þar af sautján í fyrri hálfleik, og Curry átján. Andrew Wiggins skoraði nítján stig fyrir Golden State sem er í 2. sæti Vesturdeildarinnar.

Rodney McGruder skoraði nítján stig fyrir Detroit og Hamidou Diallo sextán. Liðið er í fjórtánda og næstneðsta sæti Austurdeildarinnar.

Í hinum leik næturinnar vann Minnesota Timberwolves New York Knicks í Madison Square Garden, 110-112. Þetta var annar sigur Úlfanna í röð en þeir eru í 7. sæti Vesturdeildarinnar.

Anthony Edwards skoraði 21 stig fyrir Minnesota og Karl-Anthony Towns tuttugu. Evan Fournier skoraði 27 stig fyrir Knicks og Julius Randle var með 21 stig, níu fráköst og níu stoðsendingar.

Úrslitin í nótt

  • Golden State 102-86 Detroit
  • NY Knicks 110-112 Minnesota

NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×