Körfubolti

Lét NBA-leikmanni líða eins og hann væri sjö ára strákur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Steven Adams sést hér bera Tony Bradley í burtu frá látunum.
Steven Adams sést hér bera Tony Bradley í burtu frá látunum. AP/Brandon Dill

Tony Bradley fékk að kynnast styrk miðherjans Steven Adams í vikunni þegar upp komu smá læti í leik Chicago Bulls og Memphis Grizzlies í NBA-deildinni í körfubolta.

Bradley lenti upp á kant við Ja Morant, stjörnuleikmann Grizzlies liðsins en áður en eitthvað varð úr handalögmálum þeirra á milli þá mætti Adams á svæðið.

Steven Adams er án efa einn hraustasti leikmaðurinn í deildinni en þessi Ný-Sjálendingur er 211 sentimetrar á hæð og 120 kíló af vöðvum.

Adams lyfti Bradley og bar hann í burtu frá látunum án þess að strákurinn gæti gert neitt.

Það fylgir sögunni að Tony Bradley er miðherji eins og Adams en hann er 208 sentimetrar á hæð og 112 kíló að þyngd.

Jaren Jackson Jr., liðsfélagi Adams, þekkti þessa tilfinningu að lenda í hrömmunum á hinum sterkbyggða Steven Adams.

„Þér líður eins og þú sért sjö ára. Þú reynir að berjast á móti en þú ert ekki lengur með fæturna á gólfinu og hvað getur þú þá gert? Þú getur ekki gert neitt. Þú ert ósjálfbjarga í þessari stöðu,“ sagði Jaren Jackson Jr. á blaðamannafundi.

Það má sjá þetta atvik sem og ummæli Jackson hér fyrir neðan.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×