Kallað eftir 52 milljörðum króna í mannréttindabaráttu Heimsljós 20. janúar 2022 13:03 Sameinuðu þjóðirnar/ Sylvain Liechti Michelle Bachelet mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna kynnti í gær fjármögnunarákall fyrir nýhafið ár með hvatningu til ríkja og einkaaðila um að leggja fram rúmlega 400 milljónir Bandaríkjadala – ríflega 52 milljarða íslenskra króna – í þágu mannréttinda. Mannréttindastjórinn undirstrikar að vernd og efling efnahagslegra, menningarlegra og félagslegra réttinda verði áfram ein helsta áherslan í störfum skrifstofu mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna (OHCHR). Að mati Bachelet „gildir einu hversu frjálsir einstaklingar eru til að tjá sig og mótmæla, raunverulegt frelsi þeirra er ekki tryggt ef þá skortir mat, menntun og þak yfir höfuðið,“ eins og hún orðaði það. Bachelet benti á að nú þegar heimurinn glímir þriðja árið í röð við heimsfaraldur kórónuveirunnar verði mannréttindaskrifstofan að berjast gegn þeim ójöfnuði sem faraldurinn hefur leitt af sér og styðja við bakið á viðkvæmum þjóðfélagshópum sem orðið hafa verst úti. „Kjarninn í starfinu snýst þó um að snúa við kerfislægri kynþáttahyggju og styrkja ábyrgð löggæsluyfirvalda sem taka þátt í dauða fólks af afrískum uppruna,“ sagði hún. Skrifstofa mannréttindastjóra er mjög háð frjálsum framlögum og fékk á síðasta ári 62 prósent þeirra framlaga sem óskað hafði verið eftir. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent
Mannréttindastjórinn undirstrikar að vernd og efling efnahagslegra, menningarlegra og félagslegra réttinda verði áfram ein helsta áherslan í störfum skrifstofu mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna (OHCHR). Að mati Bachelet „gildir einu hversu frjálsir einstaklingar eru til að tjá sig og mótmæla, raunverulegt frelsi þeirra er ekki tryggt ef þá skortir mat, menntun og þak yfir höfuðið,“ eins og hún orðaði það. Bachelet benti á að nú þegar heimurinn glímir þriðja árið í röð við heimsfaraldur kórónuveirunnar verði mannréttindaskrifstofan að berjast gegn þeim ójöfnuði sem faraldurinn hefur leitt af sér og styðja við bakið á viðkvæmum þjóðfélagshópum sem orðið hafa verst úti. „Kjarninn í starfinu snýst þó um að snúa við kerfislægri kynþáttahyggju og styrkja ábyrgð löggæsluyfirvalda sem taka þátt í dauða fólks af afrískum uppruna,“ sagði hún. Skrifstofa mannréttindastjóra er mjög háð frjálsum framlögum og fékk á síðasta ári 62 prósent þeirra framlaga sem óskað hafði verið eftir. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent