Hætta aðkomu að Límtré Vírneti eftir ellefu ár Eiður Þór Árnason skrifar 20. janúar 2022 19:05 Starfsstöð Límtrés Vírnets á Flúðum. Vísir/Vilhelm Stekkur fjárfestingarfélag ehf. hefur keypt 35% hlut í iðnfyrirtækinu Límtré Vírneti. Fyrir átti Stekkur 45% hlut í félaginu og nemur eignarhlutur Stekks 80% eftir viðskiptin. Seljendur eru hjónin Hjörleifur Jakobsson og Hjördís Ásberg í gegnum félag sitt Bingo ehf. Hafa þau nú selt alla hluti sína í Límtré Vírneti eftir að hafa verið hluthafar í rúm ellefu ár. Kaupin eru háð samþykki Samkeppniseftirlitsins. Greint er frá þessu í tilkynningu en Límtré Vírnet framleiðir og selur vörur fyrir íslenskan byggingariðnað, á borð við stál- og álklæðningar, límtré og yleiningar úr íslenskri steinull. Höfuðstöðvar eru í Reykjavík en framleiðslu- og sölustöðvar eru reknar í Borgarnesi og á Flúðum. Spennandi tímar fram undan Guðlaug Kristbjörg Kristinsdóttir, framkvæmdarstjóri Stekks og stjórnarformaður Límtré Vírnets, segir stjórnendur hafa óbilandi trú á fyrirtækinu sem hafi náð góðum árangri á undanförnum árum. „Það eru spennandi tímar framundan og teljum við að eftirspurn eftir umhverfisvænni íslenskri framleiðslu Límtré Vírnets muni halda áfram að vaxa. Reynsla viðskiptavina okkar er góð og sífellt fleiri velja okkar íslenska byggingarefni, enda gæðin óumdeild og þjónustan til fyrirmyndar. Við hlökkum mikið til að stýra félaginu inn í framtíðina, halda áfram að þróa nýjar lausnir og vaxa á því framkvæmdaskeiði sem er framundan,“ segir Guðlaug í tilkynningu. Hjörleifur Jakobsson, annar eigandi og stjórnarformaður Bingo, segir að hjónin vilji nú einbeita sér að færri kjarnaverkefnum. „Þetta hefur verið stórskemmtilegt verkefni þar sem fyrstu árin fóru í að ná utan um rekstur félagsins en síðan tók við stöðug uppbygging með breiðara vöruframboði sem leitt hefur til aukinnar veltu og bættrar afkomu. Fyrirtækið stendur vel, með frábæran hóp starfsmanna og stjórnenda, sterkan hluthafahóp og er í kjörstöðu til að nýta fjölbreytt tækifæri til sóknar. Ég vil þakka stjórnendum, starfsfólki og stjórn félagsins fyrir einstaklega ánægjulegt samstarf á síðastliðnum 11 árum og óska fyrirtækinu og hluthöfum þess velfarnaðar í frekari þróun Límtré Vírnets.” Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Sjá meira
Seljendur eru hjónin Hjörleifur Jakobsson og Hjördís Ásberg í gegnum félag sitt Bingo ehf. Hafa þau nú selt alla hluti sína í Límtré Vírneti eftir að hafa verið hluthafar í rúm ellefu ár. Kaupin eru háð samþykki Samkeppniseftirlitsins. Greint er frá þessu í tilkynningu en Límtré Vírnet framleiðir og selur vörur fyrir íslenskan byggingariðnað, á borð við stál- og álklæðningar, límtré og yleiningar úr íslenskri steinull. Höfuðstöðvar eru í Reykjavík en framleiðslu- og sölustöðvar eru reknar í Borgarnesi og á Flúðum. Spennandi tímar fram undan Guðlaug Kristbjörg Kristinsdóttir, framkvæmdarstjóri Stekks og stjórnarformaður Límtré Vírnets, segir stjórnendur hafa óbilandi trú á fyrirtækinu sem hafi náð góðum árangri á undanförnum árum. „Það eru spennandi tímar framundan og teljum við að eftirspurn eftir umhverfisvænni íslenskri framleiðslu Límtré Vírnets muni halda áfram að vaxa. Reynsla viðskiptavina okkar er góð og sífellt fleiri velja okkar íslenska byggingarefni, enda gæðin óumdeild og þjónustan til fyrirmyndar. Við hlökkum mikið til að stýra félaginu inn í framtíðina, halda áfram að þróa nýjar lausnir og vaxa á því framkvæmdaskeiði sem er framundan,“ segir Guðlaug í tilkynningu. Hjörleifur Jakobsson, annar eigandi og stjórnarformaður Bingo, segir að hjónin vilji nú einbeita sér að færri kjarnaverkefnum. „Þetta hefur verið stórskemmtilegt verkefni þar sem fyrstu árin fóru í að ná utan um rekstur félagsins en síðan tók við stöðug uppbygging með breiðara vöruframboði sem leitt hefur til aukinnar veltu og bættrar afkomu. Fyrirtækið stendur vel, með frábæran hóp starfsmanna og stjórnenda, sterkan hluthafahóp og er í kjörstöðu til að nýta fjölbreytt tækifæri til sóknar. Ég vil þakka stjórnendum, starfsfólki og stjórn félagsins fyrir einstaklega ánægjulegt samstarf á síðastliðnum 11 árum og óska fyrirtækinu og hluthöfum þess velfarnaðar í frekari þróun Límtré Vírnets.”
Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Sjá meira