Biðst velvirðingar ef fólki mislíkaði umdeild auglýsing Snorri Másson skrifar 21. janúar 2022 12:03 Andrés Vilhjálmsson markaðsstjóri Kjarnafæðis segir fleiri ánægða en óánægða með umdeilda auglýsingu fyrirtækisins á þorramat. Kirkjunnar menn eru klofnir í fylkingar. Vísir/Kjarnafæði Markaðsstjóri Kjarnafæðis biðst velvirðingar ef fólki mislíkaði auglýsing fyrirtækisins um þorramat. Samband íslenskra kristniboðsfélaga hefur hvatt Ríkisútvarpið til að taka auglýsinguna úr umferð vegna blótsyrða. Það er bóndadagur. Matvælaframleiðendur reyna að selja þorramatinn heim vegna samkomutakmarkana og áríðandi að koma skilaboðum til neytenda, en auðvitað ekki sama hvernig það er gert. Kjarnafæði valdi umdeilda leið í samstarfi við auglýsingastofuna Cirkus. Við heyrum í Helen Símonarson leikkonu í brotinu hér að neðan. Þetta er hneykslanlegur munnsöfnuður í útvarpi að mati margra á samfélagsmiðlum. Samband íslenskra kristniboðsfélaga blandar sér í umræðuna á Facebook og skrifar: „Fyrirtækin virðast skilja blótsyrðin og bölvið sem matarblót. Fyrirtækinu til skammar,“ segir þar. Ragnar Gunnarsson, prestur og framkvæmdastjóri Sambands íslenskra kristniboðsfélaga, segir í samtali við fréttastofuna að menn átti sig á tvíræðninni, en þetta sé ekki fallegt. „Það er auðséð að sumir ætla sér ekki að versla við þetta fyrirtæki á næstunni. Okkar fólk er ekki ánægt með þetta. Þetta misbýður sumum. Öðrum finnst þetta bara til skammar,“ segir Ragnar. Með okkar fólki segist hann eiga við fólk sem tengist samtökunum og að margt sé það sannarlega kirkjunnar fólk. Munnsöfnuðurinn tímabundinn Andrés Vilhjálmsson markaðsstjóri Kjarnafæðis kveðst feginn að fleiri virðist ánægðir en óánægðir með auglýsinguna. Skiljanlega sé þó meining aldrei að fólki mislíki heiftarlega auglýsingar fyrirtækisins. „Við verðum bara að fá að leggja mat á það eftir herferðina hvort við höfum gengið of langt eða ekki. Í þessu augnabliki finnst mér ekki. Það verða smá breytingar á auglýsingunum þegar það fer að líða. Þessi munnsöfnuður tekur stutt yfir og við biðjumst velvirðingar ef fólki hefur mislíkað okkar auglýsing,“ segir Andrés í samtali við fréttastofu. Rétt er að gera grein fyrir því að íslensk klerkastétt er ekki öll eins og hún leggur sig hneyksluð á auglýsingunni. Öðru nær, séra Hjálmar Jónsson fyrrverandi dómkirkjuprestur er hrifinn, ef marka má vísu sem hann setti saman af tilefninu: Norðlenska kikkið ég klárlega finn, kunnuglegt orðbragðið mælt fram af þunga. Helvítis, bölvaður, hálfvitinn þinn, hakkaðu í þig slátur og punga. Hér að neðan er færsla frá manni sem er sannarlega ósáttur við auglýsinguna og hið sama gildir um flesta sem gera athugasemd við færsluna. Þorrablót Þorramatur Auglýsinga- og markaðsmál Þjóðkirkjan Bóndadagur Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Það er bóndadagur. Matvælaframleiðendur reyna að selja þorramatinn heim vegna samkomutakmarkana og áríðandi að koma skilaboðum til neytenda, en auðvitað ekki sama hvernig það er gert. Kjarnafæði valdi umdeilda leið í samstarfi við auglýsingastofuna Cirkus. Við heyrum í Helen Símonarson leikkonu í brotinu hér að neðan. Þetta er hneykslanlegur munnsöfnuður í útvarpi að mati margra á samfélagsmiðlum. Samband íslenskra kristniboðsfélaga blandar sér í umræðuna á Facebook og skrifar: „Fyrirtækin virðast skilja blótsyrðin og bölvið sem matarblót. Fyrirtækinu til skammar,“ segir þar. Ragnar Gunnarsson, prestur og framkvæmdastjóri Sambands íslenskra kristniboðsfélaga, segir í samtali við fréttastofuna að menn átti sig á tvíræðninni, en þetta sé ekki fallegt. „Það er auðséð að sumir ætla sér ekki að versla við þetta fyrirtæki á næstunni. Okkar fólk er ekki ánægt með þetta. Þetta misbýður sumum. Öðrum finnst þetta bara til skammar,“ segir Ragnar. Með okkar fólki segist hann eiga við fólk sem tengist samtökunum og að margt sé það sannarlega kirkjunnar fólk. Munnsöfnuðurinn tímabundinn Andrés Vilhjálmsson markaðsstjóri Kjarnafæðis kveðst feginn að fleiri virðist ánægðir en óánægðir með auglýsinguna. Skiljanlega sé þó meining aldrei að fólki mislíki heiftarlega auglýsingar fyrirtækisins. „Við verðum bara að fá að leggja mat á það eftir herferðina hvort við höfum gengið of langt eða ekki. Í þessu augnabliki finnst mér ekki. Það verða smá breytingar á auglýsingunum þegar það fer að líða. Þessi munnsöfnuður tekur stutt yfir og við biðjumst velvirðingar ef fólki hefur mislíkað okkar auglýsing,“ segir Andrés í samtali við fréttastofu. Rétt er að gera grein fyrir því að íslensk klerkastétt er ekki öll eins og hún leggur sig hneyksluð á auglýsingunni. Öðru nær, séra Hjálmar Jónsson fyrrverandi dómkirkjuprestur er hrifinn, ef marka má vísu sem hann setti saman af tilefninu: Norðlenska kikkið ég klárlega finn, kunnuglegt orðbragðið mælt fram af þunga. Helvítis, bölvaður, hálfvitinn þinn, hakkaðu í þig slátur og punga. Hér að neðan er færsla frá manni sem er sannarlega ósáttur við auglýsinguna og hið sama gildir um flesta sem gera athugasemd við færsluna.
Þorrablót Þorramatur Auglýsinga- og markaðsmál Þjóðkirkjan Bóndadagur Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira