Húsnæðisvandi verkafólks Agnieszka Ewa Ziólkowska skrifar 22. janúar 2022 15:01 Á síðustu árum hefur íbúðaverð á Íslandi hækkað óvenju mikið og langt umfram laun. Aukinn húsnæðiskostnaður hefur því grafið undan kaupmætti sem samið var um í síðustu kjarasamningum. Á sama tíma hefur ríkið nær alveg þurrkað út vaxtabótakerfið sem áður auðveldaði láglaunafólki að eignast sitt eigið íbúðarhúsnæði. Staðan á leigumarkaði hefur einnig verið erfið og einkennst af háu leiguverði, miklu óöryggi og lélegu húsnæði. Þetta er meðal þess sem kemur fram í Kjarafréttum Eflingar þar sem fjallað er um ófremdarástandið á húsnæðismarkaði. Þessi þróun hefur gert fólki erfiðara fyrir að eignast húsnæði, einkum lágtekjufólki eins og Eflingarfélögum. Áður hafði verkafólk félagslega húsnæðiskerfið og veglegt vaxtabótakerfi sem auðvelduðu húsnæðisöflun. Félagslega húsnæðiskerfið var lagt niður árið 1999 og vaxtabótakerfið átti að koma í staðinn. En á síðustu átta árum hefur vaxtabótakerfið einnig verið lagt niður að mestu leyti. Á sama tíma hefur íbúðaverð hækkað upp úr öllum hæðum. Lágtekjufjölskyldur hafa tapað rúmlega 40.000 krónum í mánaðarlegar vaxtabætur frá árinu 2010. Það er umtalsverð kjaraskerðing. Þeir sem kaupa íbúð í fyrsta sinn og aðrir sem skipta um húsnæði þurfa því að skuldsetja sig meira en áður hefur tíðkast. Vegna þess hversu erfitt er að eignast húsnæði á Íslandi í dag hafa margir neyðst til að fara út á leigumarkaðinn. Þar er ástandið ekki betra. Skortur hefur verið á ódýru leiguhúsnæði og jafnvel þó bygging almennra leiguíbúða á vegum Bjargs og fleiri félaga hafi komið til frá 2016 þá dugar það hvergi nærri til að laga þann vanda sem fyrir var. Lítið framboð á húsnæði veldur ennfremur því að innflytjendur sem vinna í láglaunastörfum búa margir við ömurlegar aðstæður í ófullnægjandi atvinnuhúsnæði. Ekki batnar staðan þegar ferðamenn taka hluta af betra leiguhúsnæðinu í gegnum AirBnB og fleiri miðlanir. Stjórnvöld hafa ekki staðið við loforð til verkalýðshreyfingarinnar um að setja hömlur á ákvörðun leiguverðs og hækkanir þess frá einum tíma til annars. Almennt er leigumarkaðurinn á Íslandi óreglulegri og sveiflukenndari en leigumarkaðir á hinum Norðurlöndunum. Það þýðir að húsnæðisaðstæður þeirra sem ekki geta keypt sitt eigið eru afleitar. Þetta er sérstaklega slæmt fyrir verkafólk, ekki síst innflytjendur og ungt fólk, sem neyðast frekar en aðrir til að fara inn á leigumarkaðinn. Þegar verkalýðshreyfingin samdi við stjórnvöld um að auka framlög til byggingar almennra leiguíbúða með stofnframlögum frá ríki og sveitarfélögum í tengslum við gerð kjarasamninga árið 2015 og svo þegar samið var um hlutdeildarlán í Lífskjarasamningnum 2019 þá var það ekki hluti af samkomulaginu að vaxtabótakerfið yrði aflagt í framhaldinu. Þetta áttu að vera viðbætur við kerfið eins og það var fyrir. Enda getur þetta ekki komið í staðinn fyrir félagslega húsnæðiskerfið og vaxtabótakerfið. Með því að leggja niður vaxtabótakerfið hafa stjórnvöld því komið aftan að verkalýðshreyfingunni. Húsnæðiskostnaður á Íslandi er nú einn sá hæsti í heimi, bæði fyrir þá sem búa í eigin húsnæði og leigjendur. Verðhækkanir á síðustu árum hafa verið óhóflegar og þó að leiga hafi ekki hækkað á meðan Kóvid-faraldurinn gengur yfir (vegna tímabundinnar fækkunar innflytjenda og erlendra ferðamanna) þá er viðbúið að hækkanir taki við á fullum krafti þegar uppsveifla atvinnulífsins eftir kreppuna fer af stað á ný. Staðan í húsnæðismálum er því mjög slæm, bæði fyrir eigendur og leigjendur. Verkalýðshreyfingin þarf að þrýsta á stjórnvöld í tengslum við komandi kjarasamninga að gerðar verði verulegar umbætur í húsnæðismálum. Það þarf að auka framboð á íbúðarhúsnæði, bæði til eignar og leigu. Einnig þarf að endurheimta vaxtabótakerfið og efla barnabótakerfið til að fólk ráði við að afla húsnæðis fyrir sig og sína. Þetta er sérstaklega mikilvægt fyrir verka- og láglaunafólk og ungt fólk sem er að stíga sín fyrstu skref á húsnæðismarkaði. Höfundur er formaður Eflingar – stéttarfélags. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Húsnæðismál Mest lesið Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Sjá meira
Á síðustu árum hefur íbúðaverð á Íslandi hækkað óvenju mikið og langt umfram laun. Aukinn húsnæðiskostnaður hefur því grafið undan kaupmætti sem samið var um í síðustu kjarasamningum. Á sama tíma hefur ríkið nær alveg þurrkað út vaxtabótakerfið sem áður auðveldaði láglaunafólki að eignast sitt eigið íbúðarhúsnæði. Staðan á leigumarkaði hefur einnig verið erfið og einkennst af háu leiguverði, miklu óöryggi og lélegu húsnæði. Þetta er meðal þess sem kemur fram í Kjarafréttum Eflingar þar sem fjallað er um ófremdarástandið á húsnæðismarkaði. Þessi þróun hefur gert fólki erfiðara fyrir að eignast húsnæði, einkum lágtekjufólki eins og Eflingarfélögum. Áður hafði verkafólk félagslega húsnæðiskerfið og veglegt vaxtabótakerfi sem auðvelduðu húsnæðisöflun. Félagslega húsnæðiskerfið var lagt niður árið 1999 og vaxtabótakerfið átti að koma í staðinn. En á síðustu átta árum hefur vaxtabótakerfið einnig verið lagt niður að mestu leyti. Á sama tíma hefur íbúðaverð hækkað upp úr öllum hæðum. Lágtekjufjölskyldur hafa tapað rúmlega 40.000 krónum í mánaðarlegar vaxtabætur frá árinu 2010. Það er umtalsverð kjaraskerðing. Þeir sem kaupa íbúð í fyrsta sinn og aðrir sem skipta um húsnæði þurfa því að skuldsetja sig meira en áður hefur tíðkast. Vegna þess hversu erfitt er að eignast húsnæði á Íslandi í dag hafa margir neyðst til að fara út á leigumarkaðinn. Þar er ástandið ekki betra. Skortur hefur verið á ódýru leiguhúsnæði og jafnvel þó bygging almennra leiguíbúða á vegum Bjargs og fleiri félaga hafi komið til frá 2016 þá dugar það hvergi nærri til að laga þann vanda sem fyrir var. Lítið framboð á húsnæði veldur ennfremur því að innflytjendur sem vinna í láglaunastörfum búa margir við ömurlegar aðstæður í ófullnægjandi atvinnuhúsnæði. Ekki batnar staðan þegar ferðamenn taka hluta af betra leiguhúsnæðinu í gegnum AirBnB og fleiri miðlanir. Stjórnvöld hafa ekki staðið við loforð til verkalýðshreyfingarinnar um að setja hömlur á ákvörðun leiguverðs og hækkanir þess frá einum tíma til annars. Almennt er leigumarkaðurinn á Íslandi óreglulegri og sveiflukenndari en leigumarkaðir á hinum Norðurlöndunum. Það þýðir að húsnæðisaðstæður þeirra sem ekki geta keypt sitt eigið eru afleitar. Þetta er sérstaklega slæmt fyrir verkafólk, ekki síst innflytjendur og ungt fólk, sem neyðast frekar en aðrir til að fara inn á leigumarkaðinn. Þegar verkalýðshreyfingin samdi við stjórnvöld um að auka framlög til byggingar almennra leiguíbúða með stofnframlögum frá ríki og sveitarfélögum í tengslum við gerð kjarasamninga árið 2015 og svo þegar samið var um hlutdeildarlán í Lífskjarasamningnum 2019 þá var það ekki hluti af samkomulaginu að vaxtabótakerfið yrði aflagt í framhaldinu. Þetta áttu að vera viðbætur við kerfið eins og það var fyrir. Enda getur þetta ekki komið í staðinn fyrir félagslega húsnæðiskerfið og vaxtabótakerfið. Með því að leggja niður vaxtabótakerfið hafa stjórnvöld því komið aftan að verkalýðshreyfingunni. Húsnæðiskostnaður á Íslandi er nú einn sá hæsti í heimi, bæði fyrir þá sem búa í eigin húsnæði og leigjendur. Verðhækkanir á síðustu árum hafa verið óhóflegar og þó að leiga hafi ekki hækkað á meðan Kóvid-faraldurinn gengur yfir (vegna tímabundinnar fækkunar innflytjenda og erlendra ferðamanna) þá er viðbúið að hækkanir taki við á fullum krafti þegar uppsveifla atvinnulífsins eftir kreppuna fer af stað á ný. Staðan í húsnæðismálum er því mjög slæm, bæði fyrir eigendur og leigjendur. Verkalýðshreyfingin þarf að þrýsta á stjórnvöld í tengslum við komandi kjarasamninga að gerðar verði verulegar umbætur í húsnæðismálum. Það þarf að auka framboð á íbúðarhúsnæði, bæði til eignar og leigu. Einnig þarf að endurheimta vaxtabótakerfið og efla barnabótakerfið til að fólk ráði við að afla húsnæðis fyrir sig og sína. Þetta er sérstaklega mikilvægt fyrir verka- og láglaunafólk og ungt fólk sem er að stíga sín fyrstu skref á húsnæðismarkaði. Höfundur er formaður Eflingar – stéttarfélags.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar