Dýrin svíkja þig ekki og þau kjafta ekki frá Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 22. janúar 2022 21:00 Elísabet Sveinsdóttir (Beta), grunnskólakennari, sem er með námskeiðin "Treystu mér". Magnús Hlynur Hreiðarsson Hundurinn Sólon og hestarnir hennar Elísabetar Sveinsdóttur á Selfossi hafa reynst henni stórkostlega í veikindum hennar því hún segir að samvera með dýrum geti haft úrslita áhrif, ekki síst fyrir andlega þáttinn, við að komast í gegnum veikindi. Það sé alltaf hægt að treysta dýrunum og þau kjafti ekki frá. Elíasbet, alltaf kölluð Beta er með hesthús á Selfossi þar sem hún er alla daga eitthvað að sýsla í kringum hestana og að fara á bak. Hundurinn Sólon fylgir henni hvert fótspor. Beta er með námskeið , sem hafa slegið í gegn, sem hún kallar „Treystu mér“ en það er úrræði fyrir börn og unglinga, sem eiga í einhvers konar erfiðleikum, t.d. í skólanum, félagslega eða í lífinu öllu. Þar koma hestarnir og Sólon sterkir inn. Dagur Þór Atlason, 12 ára er einn af þeim, sem hafa sótt námskeið hjá Betu en hann elskar að vera í kringum hestana og hundinn. „Og við erum búin að gera fullt saman, hann kemur hér sem vinnumaður og hjálpar mér og svo erum við bara að dinglast og dólast og hann vill aldrei fara heim þegar hann kemur,“ segir Beta og hlær. Dagur Þór og hundurinn Sólon eru bestu vinir.Magnús Hlynur Hreiðarsson En af hverju er svona gott að vinna með dýr þegar eitthvað amar að? „Þau eru bara eins og þau eru. Þau eru ekki þannig að þau segi já og meini nei og þú veist í rauninni alltaf þannig lagað hvað þau eru að tala um, sérstaklega fyrir krakka sem hafa átt erfitt í skólanum félagslega og andlega, þá er voða gott að geta gengið að einhverju vísu, sem þú veist að kemur ekki til með að svíkja þig,“ segir Beta. Beta fékk krabbamein fyrir nokkrum árum og þá sótti hún mikið í dýrin þegar andlega heilsan var í molum. „Ég notaði sérstaklega Sólon og svo átti systir mín hest, sem heitir Hrammur frá Galtastöðum og það var stundum svona eins og við töluðum saman á einhverju máli. Það er rosalega erfitt að útskýra þetta nema að maður upplifi þetta sjálfur á eigin skinni,“ segir Beta og bætir við. „Bara þetta að þegar manni líður illa eða er eitthað langt niðri þá er það einhvern vegin þannig að þegar maður kemur og finnur frá þeim bæði hitann og snoppuna og allt þetta, þá hverfur allt svona, allavega í smá stund. Ég vill rauninni hvergi annars staðar vera heldur en í hesthúsinu,“ segir hún. Hér er hægt að fara inn á Facebook síðu Betu til að fá upplýsingar um námskeiðin hennar. Dagur Þór, 12 ára fær oft að fara á hestbak hjá Betu og finnst það alltaf mjög skemmtilegt.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Hestar Landbúnaður Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu Sjá meira
Elíasbet, alltaf kölluð Beta er með hesthús á Selfossi þar sem hún er alla daga eitthvað að sýsla í kringum hestana og að fara á bak. Hundurinn Sólon fylgir henni hvert fótspor. Beta er með námskeið , sem hafa slegið í gegn, sem hún kallar „Treystu mér“ en það er úrræði fyrir börn og unglinga, sem eiga í einhvers konar erfiðleikum, t.d. í skólanum, félagslega eða í lífinu öllu. Þar koma hestarnir og Sólon sterkir inn. Dagur Þór Atlason, 12 ára er einn af þeim, sem hafa sótt námskeið hjá Betu en hann elskar að vera í kringum hestana og hundinn. „Og við erum búin að gera fullt saman, hann kemur hér sem vinnumaður og hjálpar mér og svo erum við bara að dinglast og dólast og hann vill aldrei fara heim þegar hann kemur,“ segir Beta og hlær. Dagur Þór og hundurinn Sólon eru bestu vinir.Magnús Hlynur Hreiðarsson En af hverju er svona gott að vinna með dýr þegar eitthvað amar að? „Þau eru bara eins og þau eru. Þau eru ekki þannig að þau segi já og meini nei og þú veist í rauninni alltaf þannig lagað hvað þau eru að tala um, sérstaklega fyrir krakka sem hafa átt erfitt í skólanum félagslega og andlega, þá er voða gott að geta gengið að einhverju vísu, sem þú veist að kemur ekki til með að svíkja þig,“ segir Beta. Beta fékk krabbamein fyrir nokkrum árum og þá sótti hún mikið í dýrin þegar andlega heilsan var í molum. „Ég notaði sérstaklega Sólon og svo átti systir mín hest, sem heitir Hrammur frá Galtastöðum og það var stundum svona eins og við töluðum saman á einhverju máli. Það er rosalega erfitt að útskýra þetta nema að maður upplifi þetta sjálfur á eigin skinni,“ segir Beta og bætir við. „Bara þetta að þegar manni líður illa eða er eitthað langt niðri þá er það einhvern vegin þannig að þegar maður kemur og finnur frá þeim bæði hitann og snoppuna og allt þetta, þá hverfur allt svona, allavega í smá stund. Ég vill rauninni hvergi annars staðar vera heldur en í hesthúsinu,“ segir hún. Hér er hægt að fara inn á Facebook síðu Betu til að fá upplýsingar um námskeiðin hennar. Dagur Þór, 12 ára fær oft að fara á hestbak hjá Betu og finnst það alltaf mjög skemmtilegt.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Hestar Landbúnaður Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu Sjá meira