Dýrin svíkja þig ekki og þau kjafta ekki frá Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 22. janúar 2022 21:00 Elísabet Sveinsdóttir (Beta), grunnskólakennari, sem er með námskeiðin "Treystu mér". Magnús Hlynur Hreiðarsson Hundurinn Sólon og hestarnir hennar Elísabetar Sveinsdóttur á Selfossi hafa reynst henni stórkostlega í veikindum hennar því hún segir að samvera með dýrum geti haft úrslita áhrif, ekki síst fyrir andlega þáttinn, við að komast í gegnum veikindi. Það sé alltaf hægt að treysta dýrunum og þau kjafti ekki frá. Elíasbet, alltaf kölluð Beta er með hesthús á Selfossi þar sem hún er alla daga eitthvað að sýsla í kringum hestana og að fara á bak. Hundurinn Sólon fylgir henni hvert fótspor. Beta er með námskeið , sem hafa slegið í gegn, sem hún kallar „Treystu mér“ en það er úrræði fyrir börn og unglinga, sem eiga í einhvers konar erfiðleikum, t.d. í skólanum, félagslega eða í lífinu öllu. Þar koma hestarnir og Sólon sterkir inn. Dagur Þór Atlason, 12 ára er einn af þeim, sem hafa sótt námskeið hjá Betu en hann elskar að vera í kringum hestana og hundinn. „Og við erum búin að gera fullt saman, hann kemur hér sem vinnumaður og hjálpar mér og svo erum við bara að dinglast og dólast og hann vill aldrei fara heim þegar hann kemur,“ segir Beta og hlær. Dagur Þór og hundurinn Sólon eru bestu vinir.Magnús Hlynur Hreiðarsson En af hverju er svona gott að vinna með dýr þegar eitthvað amar að? „Þau eru bara eins og þau eru. Þau eru ekki þannig að þau segi já og meini nei og þú veist í rauninni alltaf þannig lagað hvað þau eru að tala um, sérstaklega fyrir krakka sem hafa átt erfitt í skólanum félagslega og andlega, þá er voða gott að geta gengið að einhverju vísu, sem þú veist að kemur ekki til með að svíkja þig,“ segir Beta. Beta fékk krabbamein fyrir nokkrum árum og þá sótti hún mikið í dýrin þegar andlega heilsan var í molum. „Ég notaði sérstaklega Sólon og svo átti systir mín hest, sem heitir Hrammur frá Galtastöðum og það var stundum svona eins og við töluðum saman á einhverju máli. Það er rosalega erfitt að útskýra þetta nema að maður upplifi þetta sjálfur á eigin skinni,“ segir Beta og bætir við. „Bara þetta að þegar manni líður illa eða er eitthað langt niðri þá er það einhvern vegin þannig að þegar maður kemur og finnur frá þeim bæði hitann og snoppuna og allt þetta, þá hverfur allt svona, allavega í smá stund. Ég vill rauninni hvergi annars staðar vera heldur en í hesthúsinu,“ segir hún. Hér er hægt að fara inn á Facebook síðu Betu til að fá upplýsingar um námskeiðin hennar. Dagur Þór, 12 ára fær oft að fara á hestbak hjá Betu og finnst það alltaf mjög skemmtilegt.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Hestar Landbúnaður Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira
Elíasbet, alltaf kölluð Beta er með hesthús á Selfossi þar sem hún er alla daga eitthvað að sýsla í kringum hestana og að fara á bak. Hundurinn Sólon fylgir henni hvert fótspor. Beta er með námskeið , sem hafa slegið í gegn, sem hún kallar „Treystu mér“ en það er úrræði fyrir börn og unglinga, sem eiga í einhvers konar erfiðleikum, t.d. í skólanum, félagslega eða í lífinu öllu. Þar koma hestarnir og Sólon sterkir inn. Dagur Þór Atlason, 12 ára er einn af þeim, sem hafa sótt námskeið hjá Betu en hann elskar að vera í kringum hestana og hundinn. „Og við erum búin að gera fullt saman, hann kemur hér sem vinnumaður og hjálpar mér og svo erum við bara að dinglast og dólast og hann vill aldrei fara heim þegar hann kemur,“ segir Beta og hlær. Dagur Þór og hundurinn Sólon eru bestu vinir.Magnús Hlynur Hreiðarsson En af hverju er svona gott að vinna með dýr þegar eitthvað amar að? „Þau eru bara eins og þau eru. Þau eru ekki þannig að þau segi já og meini nei og þú veist í rauninni alltaf þannig lagað hvað þau eru að tala um, sérstaklega fyrir krakka sem hafa átt erfitt í skólanum félagslega og andlega, þá er voða gott að geta gengið að einhverju vísu, sem þú veist að kemur ekki til með að svíkja þig,“ segir Beta. Beta fékk krabbamein fyrir nokkrum árum og þá sótti hún mikið í dýrin þegar andlega heilsan var í molum. „Ég notaði sérstaklega Sólon og svo átti systir mín hest, sem heitir Hrammur frá Galtastöðum og það var stundum svona eins og við töluðum saman á einhverju máli. Það er rosalega erfitt að útskýra þetta nema að maður upplifi þetta sjálfur á eigin skinni,“ segir Beta og bætir við. „Bara þetta að þegar manni líður illa eða er eitthað langt niðri þá er það einhvern vegin þannig að þegar maður kemur og finnur frá þeim bæði hitann og snoppuna og allt þetta, þá hverfur allt svona, allavega í smá stund. Ég vill rauninni hvergi annars staðar vera heldur en í hesthúsinu,“ segir hún. Hér er hægt að fara inn á Facebook síðu Betu til að fá upplýsingar um námskeiðin hennar. Dagur Þór, 12 ára fær oft að fara á hestbak hjá Betu og finnst það alltaf mjög skemmtilegt.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Hestar Landbúnaður Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira