„Hann er einn besti þjálfari í heimi“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 23. janúar 2022 11:01 Harry Kane segir að Tottenham verði að notfæra sér það að Antonio Conte sé tekinn við liðinu til að koma s´r aftur meðal bestu liða á Englandi. Ryan Pierse/Getty Images Harry Kane, framherji Tottenham Hotspur, segir að liðið verði að notfæra sér það að einn besti knattspyrnustjóri heims sé við stjórnvölin hjá félaginu. Tottenham heimsækir Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í dag, en Antonio Conte, þjálfari Tottenham, þjálfaði Chelsea frá 2016 til 2018. Harry Kane segir að liðið verði að nýta sér það að eins góður stjóri og Conte sé við stjórnvölin til að koma sér aftur í hóp þeirra bestu á Englandi, og tryggja sér um leið keppnisrétt í Meistaradeild Evrópu á ný. „Hann er einn besti þjálfari í heimi,“ sagði Kane um Ítalska knattspyrnustjórann í samtali við Sky Sports. „Við höfum ekki alveg náð þeim hæðum sem við sem klúbbur höfðum vonast eftir á seinustu árum. Þetta er stórt tækifæri til að nýta það sem við höfum í höndunum.“ „Hann er þjálfari sem krefst mikils af þér. Hann er að gera allt sem í hans valdi stendur og sem leikmenn höfum við svarað því mjög vel. Það eru allir að leggja eins hart að sér og þeir geta til að ná árangri. Það er aðalmarkmið allra hjá félaginu.“ 🗣 "We need to take advantage of having one of the best managers in the world." 🌍#THFC's Harry Kane speaks on the impact Antonio Conte has had since joining the club 👇 pic.twitter.com/rSXbMJEXzg— Sky Sports News (@SkySportsNews) January 23, 2022 Síðan Tottenham komst í úrslitaleik Meistaradeildarinnar árið 2019 hafa margir lykilmenn liðsins horfið á braut og þeir leikmenn sem hafa komið í staðinn átt erfitt með að fylla í þau skörð sem skilin voru eftir. Nú er rétt rúm vika eftir af félagskiptaglugganum í janúar, en Kane hefur litlar áhyggjur af því, en segir þó að liðið þurfi að passa sig að falla ekki enn lengra aftur úr. „Leikmenn koma og fara og stundum hefur það slæm áhrif á liðið. Þjálfarar koma líka og fara og það tekur tíma að aðlagast.“ „Staðreyndin er sú að það eru svo mörg góð lið að reyna að brjótast upp í þessi efstu sex sæti, sérstaklega í ensku úrvalsdeildinni. Það eru allavega átta eða níu lið að berjast um þessi sæti.“ „Ef þú klikkar á einum eða tveim hlutum þá geturðu fallið svolítið aftur úr og það er kannski það sem kom fyrir okkur. Þannig að við þurfum að passa okkur að falla ekki enn lengra aftur úr,“ „Okkur líður eins og við getum gert það, sérstaklega eftir að Conte tók við,“ sagði Kane að lokum. Enski boltinn Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Sjá meira
Tottenham heimsækir Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í dag, en Antonio Conte, þjálfari Tottenham, þjálfaði Chelsea frá 2016 til 2018. Harry Kane segir að liðið verði að nýta sér það að eins góður stjóri og Conte sé við stjórnvölin til að koma sér aftur í hóp þeirra bestu á Englandi, og tryggja sér um leið keppnisrétt í Meistaradeild Evrópu á ný. „Hann er einn besti þjálfari í heimi,“ sagði Kane um Ítalska knattspyrnustjórann í samtali við Sky Sports. „Við höfum ekki alveg náð þeim hæðum sem við sem klúbbur höfðum vonast eftir á seinustu árum. Þetta er stórt tækifæri til að nýta það sem við höfum í höndunum.“ „Hann er þjálfari sem krefst mikils af þér. Hann er að gera allt sem í hans valdi stendur og sem leikmenn höfum við svarað því mjög vel. Það eru allir að leggja eins hart að sér og þeir geta til að ná árangri. Það er aðalmarkmið allra hjá félaginu.“ 🗣 "We need to take advantage of having one of the best managers in the world." 🌍#THFC's Harry Kane speaks on the impact Antonio Conte has had since joining the club 👇 pic.twitter.com/rSXbMJEXzg— Sky Sports News (@SkySportsNews) January 23, 2022 Síðan Tottenham komst í úrslitaleik Meistaradeildarinnar árið 2019 hafa margir lykilmenn liðsins horfið á braut og þeir leikmenn sem hafa komið í staðinn átt erfitt með að fylla í þau skörð sem skilin voru eftir. Nú er rétt rúm vika eftir af félagskiptaglugganum í janúar, en Kane hefur litlar áhyggjur af því, en segir þó að liðið þurfi að passa sig að falla ekki enn lengra aftur úr. „Leikmenn koma og fara og stundum hefur það slæm áhrif á liðið. Þjálfarar koma líka og fara og það tekur tíma að aðlagast.“ „Staðreyndin er sú að það eru svo mörg góð lið að reyna að brjótast upp í þessi efstu sex sæti, sérstaklega í ensku úrvalsdeildinni. Það eru allavega átta eða níu lið að berjast um þessi sæti.“ „Ef þú klikkar á einum eða tveim hlutum þá geturðu fallið svolítið aftur úr og það er kannski það sem kom fyrir okkur. Þannig að við þurfum að passa okkur að falla ekki enn lengra aftur úr,“ „Okkur líður eins og við getum gert það, sérstaklega eftir að Conte tók við,“ sagði Kane að lokum.
Enski boltinn Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Sjá meira