„Ég segi bara húrra Ísland“ Eiður Þór Árnason skrifar 24. janúar 2022 13:06 Bubbi telur söluna vera þroskamerki fyrir íslenskan tónlistariðnað. Vísir/vilhelm Gengið hefur verið frá sölu á íslenska útgáfufyrirtækinu Öldu Music til Universal Music/InGrooves, stærsta tónlistarfyrirtækis heims. Alda er rétthafi að stærstum hluta allrar íslenskrar tónlistar sem gefin hefur verið út. Bubbi Morthens er einn af þekktustu tónlistarmönnunum Öldu Music en hann var áður með útgáfusamning við forvera fyrirtækisins á borð við Senu og Skífuna. Hann segir að salan á Öldu séu risastórar fréttir fyrir íslenska tónlistarmenn og mjög jákvæð þróun. „Það eina sem ég held að breytist með þessari sölu er að það er komin bein leið út í hinn stóra heim fyrir íslenskt tónlistarfólk sem hefur áhuga á því að slá í gegn út í heimi. Þetta styttir leiðina þeirra og skilur eftir peninga í landinu ef einhverjir ná í samninga og svo framvegis. Ég held að þetta sé bara mjög gott fyrir íslenskt tónlistarlíf hvernig sem á þetta er litið,“ segir Bubbi í samtali við Vísi. Hann hefur engar áhyggjur af því íslensk tónlistarútgáfa geti týnst inn í alþjóðlegu stórfyrirtæki sem gefi út tónlist margra stærstu tónlistarmanna nútímans. Fjárfesting Universal Music hljóti að þýða að stjórnendur sjái verðmæti í íslenskri tónlist. „Ég er sennilega með stærsta katalóginn innan veggja þessa fyrirtækis og ég hef núll áhyggjur. Ég er alíslenskur og lögin mín geta farið hvert sem þau vilja ef einhver hefur áhuga á því,“ segir Bubbi. Segir vendingarnar þær jákvæðustu síðan Steinar hætti „Ég held að íslenskur tónlistariðnaður geti bara klappað saman höndum. Það er ekkert nema jákvætt við þetta, ég segi bara húrra Ísland og íslenskur tónlistariðnaður að stærsta fyrirtæki sinnar tegundar á heimsvísu sjái allt í einu að hér á Íslandi séu faldir og óslípaðir gimsteinar og tónlistarfólk á heimsmælikvarða sem þeir hugsa sér eflaust gott til glóðarinnar að slái í gegn.“ Þá segir Bubbi söluna vera það jákvæðasta sem hafi gerst í íslensku tónlistarlífi frá því að „Steinar Berg, Jón Ólafsson og fleiri fóru út af markaði.“ Steinar Berg Ísleifsson og Bubbi hafa lengi eldað grátt silfur en tónlistarmaðurinn hefur sakað útgáfufyrirtækið Steinar hf. um vafasama viðskiptahætti í tengslum við útgáfu á tónlist Ego og Utangarðsmanna á níunda áratugnum. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Bubba og Ríkisútvarpið til að greiða Steinari 250 þúsund krónur í miskabætur árið 2018 vegna ákveðinna ummæla hans um útgáfufyrirtækið. Seldi aldrei höfundaréttinn Bubbi keypti útgáfuréttinn á tónlist sinni af útgáfufyrirtæki sínu á árunum fyrir hrun og setti í Hugverkasjóð Bubba Morthens sem var seldur til Sjóvá, fyrir tilstilli Glitnis. Sjóðurinn var metinn á tugi milljóna króna og fékk Bubbi greidda út væna upphæð sem var borguð til baka með framtíðartekjum af tónlistinni. Höfundaréttur var þó áfram í eigu Bubba enda hluti hans óframseljanlegur. Sjóðurinn komst í eigu Straums fjárfestingarbanka og í millitíðinni gáfu fleiri vinsælir íslenskir tónlistarmenn út sambærileg skuldabréf. Síðar fékk Bubbi útgáfuréttinn að verkum sínum til baka og er hann nú hjá Öldu Music. Tónlist Kaup og sala fyrirtækja Menning Tengdar fréttir Stór hluti íslenskrar tónlistar komin í eigu erlendra aðila Gengið hefur verið frá sölu á íslenska útgáfufyrirtækinu Öldu Music til Universal Music /InGrooves, stærsta tónlistarfyrirtækis heims. Universal Music/InGrooves segir kaupin til marks um mikilvægi íslenskrar tónlistar á alþjóðavísu og hyggst samsteypan fjárfesta í aukinni útgáfu íslenskra listamanna, bæði innanlands og utan. 24. janúar 2022 10:10 Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Sjá meira
Bubbi Morthens er einn af þekktustu tónlistarmönnunum Öldu Music en hann var áður með útgáfusamning við forvera fyrirtækisins á borð við Senu og Skífuna. Hann segir að salan á Öldu séu risastórar fréttir fyrir íslenska tónlistarmenn og mjög jákvæð þróun. „Það eina sem ég held að breytist með þessari sölu er að það er komin bein leið út í hinn stóra heim fyrir íslenskt tónlistarfólk sem hefur áhuga á því að slá í gegn út í heimi. Þetta styttir leiðina þeirra og skilur eftir peninga í landinu ef einhverjir ná í samninga og svo framvegis. Ég held að þetta sé bara mjög gott fyrir íslenskt tónlistarlíf hvernig sem á þetta er litið,“ segir Bubbi í samtali við Vísi. Hann hefur engar áhyggjur af því íslensk tónlistarútgáfa geti týnst inn í alþjóðlegu stórfyrirtæki sem gefi út tónlist margra stærstu tónlistarmanna nútímans. Fjárfesting Universal Music hljóti að þýða að stjórnendur sjái verðmæti í íslenskri tónlist. „Ég er sennilega með stærsta katalóginn innan veggja þessa fyrirtækis og ég hef núll áhyggjur. Ég er alíslenskur og lögin mín geta farið hvert sem þau vilja ef einhver hefur áhuga á því,“ segir Bubbi. Segir vendingarnar þær jákvæðustu síðan Steinar hætti „Ég held að íslenskur tónlistariðnaður geti bara klappað saman höndum. Það er ekkert nema jákvætt við þetta, ég segi bara húrra Ísland og íslenskur tónlistariðnaður að stærsta fyrirtæki sinnar tegundar á heimsvísu sjái allt í einu að hér á Íslandi séu faldir og óslípaðir gimsteinar og tónlistarfólk á heimsmælikvarða sem þeir hugsa sér eflaust gott til glóðarinnar að slái í gegn.“ Þá segir Bubbi söluna vera það jákvæðasta sem hafi gerst í íslensku tónlistarlífi frá því að „Steinar Berg, Jón Ólafsson og fleiri fóru út af markaði.“ Steinar Berg Ísleifsson og Bubbi hafa lengi eldað grátt silfur en tónlistarmaðurinn hefur sakað útgáfufyrirtækið Steinar hf. um vafasama viðskiptahætti í tengslum við útgáfu á tónlist Ego og Utangarðsmanna á níunda áratugnum. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Bubba og Ríkisútvarpið til að greiða Steinari 250 þúsund krónur í miskabætur árið 2018 vegna ákveðinna ummæla hans um útgáfufyrirtækið. Seldi aldrei höfundaréttinn Bubbi keypti útgáfuréttinn á tónlist sinni af útgáfufyrirtæki sínu á árunum fyrir hrun og setti í Hugverkasjóð Bubba Morthens sem var seldur til Sjóvá, fyrir tilstilli Glitnis. Sjóðurinn var metinn á tugi milljóna króna og fékk Bubbi greidda út væna upphæð sem var borguð til baka með framtíðartekjum af tónlistinni. Höfundaréttur var þó áfram í eigu Bubba enda hluti hans óframseljanlegur. Sjóðurinn komst í eigu Straums fjárfestingarbanka og í millitíðinni gáfu fleiri vinsælir íslenskir tónlistarmenn út sambærileg skuldabréf. Síðar fékk Bubbi útgáfuréttinn að verkum sínum til baka og er hann nú hjá Öldu Music.
Tónlist Kaup og sala fyrirtækja Menning Tengdar fréttir Stór hluti íslenskrar tónlistar komin í eigu erlendra aðila Gengið hefur verið frá sölu á íslenska útgáfufyrirtækinu Öldu Music til Universal Music /InGrooves, stærsta tónlistarfyrirtækis heims. Universal Music/InGrooves segir kaupin til marks um mikilvægi íslenskrar tónlistar á alþjóðavísu og hyggst samsteypan fjárfesta í aukinni útgáfu íslenskra listamanna, bæði innanlands og utan. 24. janúar 2022 10:10 Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Sjá meira
Stór hluti íslenskrar tónlistar komin í eigu erlendra aðila Gengið hefur verið frá sölu á íslenska útgáfufyrirtækinu Öldu Music til Universal Music /InGrooves, stærsta tónlistarfyrirtækis heims. Universal Music/InGrooves segir kaupin til marks um mikilvægi íslenskrar tónlistar á alþjóðavísu og hyggst samsteypan fjárfesta í aukinni útgáfu íslenskra listamanna, bæði innanlands og utan. 24. janúar 2022 10:10
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent