Margfalt fleiri nota Oxycontin nú en fyrir tíu árum Sunna Valgerðardóttir skrifar 24. janúar 2022 18:45 Vísir/Arnar Um 3.500 manns eru nú skráðir neytendur ópíóíðans Oxycontin. Þeir voru um 500 fyrir áratug. Lyfjatengd andlát hafa aldrei verið fleiri en á fyrri helmingi síðasta árs. Embætti Landlæknis tekur saman fjölda lyfjatengdra andláta á hálfs árs fresti. Fyrstu sex mánuði síðasta árs voru skráð hér 24 andlát sem rekja má til ofskömmtunar lyfja. Þau hafa aldrei verið svo mörg á sex mánaða tímabili. Síðan 2018, eftir að reglur um lyfjaávísanir voru hertar til muna, hafa að minnsta kosti 130 manns dáið beinlínis úr of stórum lyfjaskammti á Íslandi. „Það eru miklu fleiri sem deyja þó að það sé ekki skráð svoleiðis. Og síðan þurfum við að hafa í huga allan þann fjölda sem lætur ekki lífið, hlýtur jafnvel varanlegan heilaskaða af,” segir Kristín Davíðsdóttir, verkefnisstýra Frú Ragnheiðar, skaðaminnkunarverkefni Rauða krossins. „Ég held að Oxycontin sé algengast. Enda er mikið um það á götunni og það er flutt inn frá Spáni.” Sjöföldun á tíu árum Þeim hefur fjölgað mikið sem fá ávísað oxycontin, sem er líklega alræmdasti ópíóíðinn, þrátt fyrir aukna meðvitund meðal lækna. Samkvæmt upplýsingum Kompás fengu um 500 manns ávísað oxy árið 2011. Þeir voru 3500 í fyrra. Þetta er sjöföldun á tíu ára tímabili. „Við erum að sjá vöxt í nýjum ópíóíðafaraldri allra síðustu ár,” segir Sigurður Örn Hektorsson, geðlæknir og fyrrverandi yfirlæknir fíknigeðdeildar Landspítalans. „Þetta getur hreinlega endað með öndunarstoppi og dauða. Og það er það sem við höfum verið að sjá á Íslandi í vaxandi mæli núna á undanförnum árum. Það hefur verið aukning í lyfjatengdum dauðsföllum og þar spila ópíóíðarnir eða morfínskyldu lyfin lang stærsta hlutverkið.” Lífið umturnaðist Jósep Freyr Pétursson Riba notaði ópíóíða í æð í fjögur ár. Líf hans umturnaðist nánast um leið og hann prófaði fyrstu sprautuna. „Morfínefni eru þannig að, sérstaklega náttúrulega í sprautuneyslu, þá ertu strax kominn í stöðuga lífshættu. Nokkrum sinnum á dag,” segir Jósep. Fjallað er ítarlega um hinn nýja ópíóíðafaraldur í Kompás á Stöð 2, strax að loknum fréttum, mánudagskvöldið 24. janúar 2022. Þátturinn verður birtur í heild sinni á Vísi á þriðjudagsmorgni. Kompás Heilbrigðismál Fíkn Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Sjá meira
Embætti Landlæknis tekur saman fjölda lyfjatengdra andláta á hálfs árs fresti. Fyrstu sex mánuði síðasta árs voru skráð hér 24 andlát sem rekja má til ofskömmtunar lyfja. Þau hafa aldrei verið svo mörg á sex mánaða tímabili. Síðan 2018, eftir að reglur um lyfjaávísanir voru hertar til muna, hafa að minnsta kosti 130 manns dáið beinlínis úr of stórum lyfjaskammti á Íslandi. „Það eru miklu fleiri sem deyja þó að það sé ekki skráð svoleiðis. Og síðan þurfum við að hafa í huga allan þann fjölda sem lætur ekki lífið, hlýtur jafnvel varanlegan heilaskaða af,” segir Kristín Davíðsdóttir, verkefnisstýra Frú Ragnheiðar, skaðaminnkunarverkefni Rauða krossins. „Ég held að Oxycontin sé algengast. Enda er mikið um það á götunni og það er flutt inn frá Spáni.” Sjöföldun á tíu árum Þeim hefur fjölgað mikið sem fá ávísað oxycontin, sem er líklega alræmdasti ópíóíðinn, þrátt fyrir aukna meðvitund meðal lækna. Samkvæmt upplýsingum Kompás fengu um 500 manns ávísað oxy árið 2011. Þeir voru 3500 í fyrra. Þetta er sjöföldun á tíu ára tímabili. „Við erum að sjá vöxt í nýjum ópíóíðafaraldri allra síðustu ár,” segir Sigurður Örn Hektorsson, geðlæknir og fyrrverandi yfirlæknir fíknigeðdeildar Landspítalans. „Þetta getur hreinlega endað með öndunarstoppi og dauða. Og það er það sem við höfum verið að sjá á Íslandi í vaxandi mæli núna á undanförnum árum. Það hefur verið aukning í lyfjatengdum dauðsföllum og þar spila ópíóíðarnir eða morfínskyldu lyfin lang stærsta hlutverkið.” Lífið umturnaðist Jósep Freyr Pétursson Riba notaði ópíóíða í æð í fjögur ár. Líf hans umturnaðist nánast um leið og hann prófaði fyrstu sprautuna. „Morfínefni eru þannig að, sérstaklega náttúrulega í sprautuneyslu, þá ertu strax kominn í stöðuga lífshættu. Nokkrum sinnum á dag,” segir Jósep. Fjallað er ítarlega um hinn nýja ópíóíðafaraldur í Kompás á Stöð 2, strax að loknum fréttum, mánudagskvöldið 24. janúar 2022. Þátturinn verður birtur í heild sinni á Vísi á þriðjudagsmorgni.
Kompás Heilbrigðismál Fíkn Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Sjá meira