Innlent

Bein út­sending: Hvernig hönnun kemur í veg fyrir raka og bruna­tjón

Eiður Þór Árnason skrifar
Mikil húsnæðisuppbygging á sér stað á höfuðborgarsvæðinu. 
Mikil húsnæðisuppbygging á sér stað á höfuðborgarsvæðinu.  Vísir/Vilhelm

Málþing á vegum Verkfræðingafélags Íslands og áhugafólks um áhrif hönnunar og skipulags á lífsgæði og lýðheilsu hefst klukkan 13:00.

Rætt verður um mikilvægi góðrar hljóð- og ljósvistar sem og vandaðrar hönnunar til þess að koma í veg fyrir raka og myglu í húsum. Ennfremur verður fjallað um hversu áríðandi góð brunahönnun er til þess að tryggja líf og öryggi íbúa og forða eignatjóni.

Hægt verður að fylgjast með viðburðinum í spilaranum hér fyrir neðan en honum lýkur klukkan 15:45. Að sögn skipuleggjenda talar viðfangsefnið beint inn í þjóðfélagsumræðuna á tímum þéttingar byggðar og annarra áherslubreytinga í skipulagi þéttbýlis.

Dagskrá þingsins

Málþing sett og málefnið reifað

Ólafur Hjálmarsson, Trivium ráðgjöf.

Áhrif byggingarrannsókna á gæði hönnunar

Ríkharður Kristjánsson, RK Design.

Brunahönnun – Gæði hönnunar

Böðvar Tómasson, Örugg verkfræðistofa.

Hljóðhönnun – Gæði hönnunar

Ólafur Hafstein Pjetursson, Trivium ráðgjöf.

Kaffihlé (14:10-14:30)

Byggingareðlisfræði í byggingum – Gæði hönnunar

Hjalti Sigmundsson, Verkþjónusta Hjalta.

Dags- og raflýsing – Gæði hönnunar

Ásta Logadóttir, Lota.

Umræður og fyrirspurnir

Ráðstefnustjóri: Ólafur Hjálmarsson, Trivium ráðgjöf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×