Íþyngjandi húsnæðiskostnaður venjan frekar en undantekning Isabel Alejandra Diaz og Nanna Hermannsdóttir skrifa 27. janúar 2022 11:30 Húsnæði er einn helsti útgjaldaliður heimila. Greiðslubyrði fólks af húsnæðiskostnaði skiptir því lykilmáli fyrir velmegun þess. Sú greiðslubyrði er mismunandi eftir hópum en mest meðal tekjulágra og ungra leigjenda. Það ætti því ekki að koma sérstaklega á óvart að það sama eigi við um stúdenta, enda að megninu til ungt fólk með litlar eignir og tekjur. Samkvæmt Eurostudent VII eru 43% stúdenta á Íslandi með íþyngjandi húsnæðiskostnað en það er fjórfalt hærra hlutfall en meðal allra Íslendinga. Þrátt fyrir mikið uppbyggingarskeið stúdentaíbúða í Reykjavík undanfarinn áratug er enn langt í land. Aðeins um 15% íslenskra stúdenta búa á stúdentagörðum og biðlistar eru langir. Ljóst er að húsnæðiskostnaður þeirra sem leigja á almennum markaði er talsvert hærri en þeirra sem leigja á stúdentagörðum. Húsnæðisbætur geta ýkt þennan aðstöðumun enn frekar þar sem undanþágur gilda aðeins fyrir þá stúdenta sem leigja á stúdentagörðum. Menntasjóður námsmanna veitir stúdentum viðbótarlán vegna húsnæðiskostnaðar. Upphæð lánsins virðist að einhverju leyti vera miðuð við leigu á stúdentagörðum en er töluvert frá því að ná leiguverði á almennum markaði. Á myndunum hér að neðan má sjá meðalleiguverð á almennum leigumarkaði (að frádegnum húsnæðisbótum) borið saman við upphæð viðbótarláns vegna húsnæðis hjá Menntasjóði námsmanna. Þegar hlutfall húsnæðiskostnaðar af ráðstöfunartekjum fer yfir 40% er talað um íþyngjandi húsnæðiskostnað. Því má segja að námslánakerfið sé hannað utan um það að stúdentar skuli bera íþyngjandi húsnæðiskostnað, þar sem hlutfall viðbótarláns vegna húsnæðis af heildargreiðslum frá lánasjóðnum (auk barnabóta þar sem við á) til einstaklinga er 35-41% (eftir fjölda barna). Til þess að húsnæðisbyrði einstaklings í stúdíóíbúð á almennum leigumarkaði sé ekki íþyngjandi þyrfti heildarlán frá lánasjóðnum að hækka um ríflega 100.000 kr/mán og meira en tvöfaldast ef byrðin ætti að vera innan æskilegra marka. Í greiningu sem birt er í nýútgefinni skýrslu Stúdentaráðs um húsnæðismál kemur fram að fyrir flestar sviðsmyndir einstaklinga fer yfir 30% ráðstöfunartekna í húsnæðiskostnað og er hlutfallið um og yfir 40% á almennum leigumarkaði. Þetta er meginumfjöllunarefni skýrslunnar en þessi háa byrði húsnæðiskostnaðar stafar til dæmis af fyrrnefndum eiginleikum húsnæðisbóta og lágum ráðstöfunartekjum í takt við upphæðir námslána á Íslandi. Enn fremur eykur skortur á félagslegu leiguhúsnæði ásamt erfiðum aðstæðum á almennum leigumarkaði húsnæðisbyrði stúdenta. Raunveruleiki stúdenta á húsnæðismarkaði er háður ýmsum breytum sem setur annars svipaða stúdenta í mjög ólíka stöðu. Vegið er að jöfnu aðgengi til náms þar sem húsnæðisöryggi er ein grunnforsenda árangursríks náms. Staða stúdenta er auðvitað aðeins hluti stærra samhengis á íslenskum húsnæðismarkaði. Hagaðilar hans þurfa að leita saman lausna við þeim vandamálum sem þar ríkja og leggja áherslu á að bæta stöðu leigjenda með tilliti til framboðs, kostnaðar og gæða. Ákall stúdenta snýr því að stærra samtali sem hefja má með þeim tillögum að úrbótum sem Stúdentaráð leggur fram í áðurnefndri skýrslu. Skýrslu Stúdentaráðs má nálgast hér . Höfundar eru forseti og verkefnastjóri Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Isabel Alejandra Díaz Hagsmunir stúdenta Húsnæðismál Mest lesið Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Húsnæði er einn helsti útgjaldaliður heimila. Greiðslubyrði fólks af húsnæðiskostnaði skiptir því lykilmáli fyrir velmegun þess. Sú greiðslubyrði er mismunandi eftir hópum en mest meðal tekjulágra og ungra leigjenda. Það ætti því ekki að koma sérstaklega á óvart að það sama eigi við um stúdenta, enda að megninu til ungt fólk með litlar eignir og tekjur. Samkvæmt Eurostudent VII eru 43% stúdenta á Íslandi með íþyngjandi húsnæðiskostnað en það er fjórfalt hærra hlutfall en meðal allra Íslendinga. Þrátt fyrir mikið uppbyggingarskeið stúdentaíbúða í Reykjavík undanfarinn áratug er enn langt í land. Aðeins um 15% íslenskra stúdenta búa á stúdentagörðum og biðlistar eru langir. Ljóst er að húsnæðiskostnaður þeirra sem leigja á almennum markaði er talsvert hærri en þeirra sem leigja á stúdentagörðum. Húsnæðisbætur geta ýkt þennan aðstöðumun enn frekar þar sem undanþágur gilda aðeins fyrir þá stúdenta sem leigja á stúdentagörðum. Menntasjóður námsmanna veitir stúdentum viðbótarlán vegna húsnæðiskostnaðar. Upphæð lánsins virðist að einhverju leyti vera miðuð við leigu á stúdentagörðum en er töluvert frá því að ná leiguverði á almennum markaði. Á myndunum hér að neðan má sjá meðalleiguverð á almennum leigumarkaði (að frádegnum húsnæðisbótum) borið saman við upphæð viðbótarláns vegna húsnæðis hjá Menntasjóði námsmanna. Þegar hlutfall húsnæðiskostnaðar af ráðstöfunartekjum fer yfir 40% er talað um íþyngjandi húsnæðiskostnað. Því má segja að námslánakerfið sé hannað utan um það að stúdentar skuli bera íþyngjandi húsnæðiskostnað, þar sem hlutfall viðbótarláns vegna húsnæðis af heildargreiðslum frá lánasjóðnum (auk barnabóta þar sem við á) til einstaklinga er 35-41% (eftir fjölda barna). Til þess að húsnæðisbyrði einstaklings í stúdíóíbúð á almennum leigumarkaði sé ekki íþyngjandi þyrfti heildarlán frá lánasjóðnum að hækka um ríflega 100.000 kr/mán og meira en tvöfaldast ef byrðin ætti að vera innan æskilegra marka. Í greiningu sem birt er í nýútgefinni skýrslu Stúdentaráðs um húsnæðismál kemur fram að fyrir flestar sviðsmyndir einstaklinga fer yfir 30% ráðstöfunartekna í húsnæðiskostnað og er hlutfallið um og yfir 40% á almennum leigumarkaði. Þetta er meginumfjöllunarefni skýrslunnar en þessi háa byrði húsnæðiskostnaðar stafar til dæmis af fyrrnefndum eiginleikum húsnæðisbóta og lágum ráðstöfunartekjum í takt við upphæðir námslána á Íslandi. Enn fremur eykur skortur á félagslegu leiguhúsnæði ásamt erfiðum aðstæðum á almennum leigumarkaði húsnæðisbyrði stúdenta. Raunveruleiki stúdenta á húsnæðismarkaði er háður ýmsum breytum sem setur annars svipaða stúdenta í mjög ólíka stöðu. Vegið er að jöfnu aðgengi til náms þar sem húsnæðisöryggi er ein grunnforsenda árangursríks náms. Staða stúdenta er auðvitað aðeins hluti stærra samhengis á íslenskum húsnæðismarkaði. Hagaðilar hans þurfa að leita saman lausna við þeim vandamálum sem þar ríkja og leggja áherslu á að bæta stöðu leigjenda með tilliti til framboðs, kostnaðar og gæða. Ákall stúdenta snýr því að stærra samtali sem hefja má með þeim tillögum að úrbótum sem Stúdentaráð leggur fram í áðurnefndri skýrslu. Skýrslu Stúdentaráðs má nálgast hér . Höfundar eru forseti og verkefnastjóri Stúdentaráðs Háskóla Íslands.
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun